Fréttablaðið - 29.02.2012, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 29.02.2012, Blaðsíða 46
29. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR34 MORGUNMATURINN Fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir bar sigur úr býtum í netkosningu vefsíðunnar Style.com um val á best klæddu fyrirsætu tískuvik- unnar í London. Valið stóð á milli tíu fyrirsæta en Kolfinna hlaut alls 42 prósent atkvæða og hreppti þar með fyrsta sætið í netkosning- unum. Annað sætið hreppti Cara Delevingne sem hlaut 37 prósent atkvæða og í þriðja sæti kom Jourdan Dunn sem fékk 7 prósent atkvæða. Nú stendur yfir val á best klæddu fyrirsætu tískuvikunnar í Mílanó og keppa meðal annars ofurfyrirsæturnar Naomi Campbell og Lily Donald- son um þann titil. Að lokum verður hægt að kjósa á milli sigur- vegara hverrar tískuviku fyrir sig og verður Kolfinna í þeim hópi. - sm FRÉTTIR AF FÓLKI „Mér leið furðulega daginn eftir, með hroll í líkamanum og allur rosa skrítinn. Á vissan hátt var eins og ég væri þunnur,“ segir fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason sem tók inn töflu af samheitalyfi Rohypnol á dögun- um í rannsóknarskyni fyrir þátt sinn Málið, en næsti þáttur fjallar um nauðgunarlyf. Tveir myndatökumenn voru með í för og lýsti Sölvi líðan sinni reglulega í myndavél. „Eftir svona einn og hálfan tíma var ég orðinn rosalega ruglaður og rétt náði að staulast upp í leigu- bíl og umla út úr mér hvar ég ætti heima,“ segir Sölvi og lýsir tilfinningunni sem mjög óþægi- legri, hann hafi orðið kærulaus og sljór og allur líkaminn daufur og máttlítill. Aðstæðurnar voru mjög ólík- ar hjá Sölva og hjá fórnarlömb- um sem er byrlað lyfinu. „Lík- aminn minn var viðbúinn því að eitthvað væri að fara að gerast, þetta var gert um miðjan dag og ég var ekki að sturta í mig áfengi með þessu,“ segir Sölvi og bendir á að gera megi ráð fyrir að áhrif- in yrðu töluvert meiri þegar lyf- inu væri laumað í drykk hjá grun- lausri manneskju klukkan fjögur á laugardagsnótt og áfengi svo blandað saman við. Þátturinn verður sýndur á Skjá einum mánudaginn 5. mars og verður þar að finna viðtöl við fórnarlömb og einstaklinga úr ýmsum áttum sem þekkja til. Sölvi segir það hafa verið sláandi hversu algengt það sé að fólki sé byrlað nauðgunarlyf, og að allt bendi til að það sé töluvert meira um það núna en var fyrir fimm- tán árum. Sölvi leggur augljóslega mikla vinnu í þættina. Þar er tekið á mannlegum málefnum sem herja á samfélagið, þó ekki fjármála- kreppunni, og hafa þættirnir fengið góð viðbrögð. - trs Sölvi Tryggva tók inn nauðgunarlyf ÓÞÆGILEGT Sölvi byrlaði sjálfum sér nauðgunarlyf í rannsóknarvinnu fyrir þátt sinn, Málið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Ég sagði við stelpurnar í búðinni að þær yrðu að bjarga sér án mín fram í apríl,“ segir María Birta Bjarnadóttir, leikkona og eigandi verslunarinnar Manía, en hún hefur tekið að sér að leika annað aðalhlutverkanna í íslensku myndinni XL. Myndin XL er í leik- stjórn Marteins Þórs- sonar og fjallar um þing- mann sem berst við áfengissýki og er loks skikkaður í meðferð af yfirmanni sínum. Þing- maðurinn ákveður því að fara á einn svæsinn drykkjutúr með hörmu- legum afleiðingum. Það er leikarinn Ólafur Darri Ólafsson sem fer með hlutverk þingmannsins og leikur María Birta ást- konu hans. Tökur fara fram á höfuðborgar- svæðinu í mars og með önnur hlutverk fara þau Elma Lísa Gunnarsdóttir, Nanna Kristín Magnús- dóttir og Þorsteinn Bach- mann. „Þetta gerðist ótrúlega hratt. Aðstandendur myndarinnar höfðu samband við mig fyrir þremur vikum og ég gat einfald- lega ekki sagt nei. Ég er mjög spennt en þetta verður samt erf- iðasta hlutverk sem ég hef tekið að mér. Leikstjórinn gerir mikl- ar kröfur sem ég verð að standa undir,“ segir María Birta sem hefur legið yfir handritinu síðan hún fékk það í hendurnar. Marteinn skrifar sjálfur hand- ritið að myndinni ásamt rithöf- undinum Guðmundi Óskars- syni en þeir framleiða myndina ásamt Ólafi Darra og Ragnheiði Erlingsdóttur. Stefnt er á frum- sýningu myndarinnar XL með haustinu. María Birta byrjar í tökum á sunnudaginn og því skammt stórra högga á milli hjá leik- konunni sem leikur stórt hlut- verk í myndinni Svartur á leik sem frumsýnd verður á morg- un. María Birta játar því að leikkonustarf- ið hafi aldeilis undið upp á sig undanfarið. „Þetta eru sannköll- uð snjóboltaáhrif og hefur gengið mjög vel en ekki grunaði mig að ég mundi frum- sýna tvær íslensk- ar myndir á árinu,“ segir María Birta, sem er með þéttskip- aða dagskrá næstu mánuðina. Í lok mars heldur hún til Flórída þar sem hún ætlar að nema fallhlífastökk í einn mánuð. „Ég ákvað strax í haust að flýja land eftir að Svartur á leik væri frumsýnd. Ég hef ekki séð myndina sjálf en ég er viss um að ég verð feimin að ganga niður Laugaveginn. Þess vegna er gott að ég fari bara beint í tökur og verð því í hálfgerðum felum þar til ég fer út,“ segir María Birta og vísar í svæsn- ar senur myndarinnar sem hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlun. Hún ætlar að taka foreldra sína með sér á frumsýninguna á morg- un. „Ég er einhleyp svo ég tek mömmu og pabba með. Ég veit að það verður óþægilegt að horfa á sumar senurnar í bíósalnum með fullt af fólki,“ segir María Birta að lokum. alfrun@frettabladid.is MARÍA BIRTA BJARNADÓTTIR: ERFIÐASTA HLUTVERK SEM ÉG HEF TEKIÐ AÐ MÉR LEIKUR ÁSTKONU ÓLAFS DARRA TVÆR FRUMSÝNINGAR Á ÁRINU Það er skammt stórra högga á milli hjá leikkonunni Maríu Birtu Bjarnadóttur en hún leikur annað aðalhlutverkanna í nýju íslensku myndinni XL ásamt Ólafi Darra Ólafssyni. Hún fer einnig með hlutverk í kvikmynd- inni Svartur á leik sem verður frumsýnd á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þetta hefur gengið vel en ekki grunaði mig að ég mundi frum- sýna tvær íslenskar myndir á árinu. MARÍA BIRTA LEIKKONA Vilhelm Anton Jónsson, betur þekkt- ur sem Villi naglbítur, verður kynnir við afhendingu Íslensku tónlistarverð- launanna sem fara fram í Hörpunni í kvöld. Hann vonast til þess að geta fengið fólk til að hlæja en leggur mesta áherslu á að vera ekki of lengi uppi á sviði í hvert sinn. „Mér finnst mjög gaman að þessu því ég hef unnið Grímur, Eddur og Lúðra en aldrei Tónlistarverðlaunin og finnst því gaman að stjórnendur skuli sjá aumur á mér og leyfa mér að kynna verðlaunin. Ég lít á það sem smá sárabót,“ upplýsir Villi sem kveðst ekki kvíðinn fyrir kvöldinu. Hann sér sjálfur um að semja text- ann sem hann fer með á milli atriða og vonast til þess að geta fengið gesti til að hlæja. „Ég ætla að vera í hreinum fötum, með burstaðar tennur og reyna að fá fólk til að hlæja. Tónlistarfólk er annars svo skemmtilegt að ég er lítið stressaður fyrir kvöldinu. Mestu máli skiptir að vera stutt í einu uppi á sviði svo fólki hætti ekki að þykja vænt um mig.“ Flestar tilnefningar í ár hlaut tónlistar- fólkið Björk, Lay Low og Mugison en sá síðastnefndi er tilnefndur til alls sex verðlauna. - sm Vill fá tónlistarfólk til að hlæja SKEMMTIR TÓNLISTARFÓLKI Vilhelm Anton Jónsson, eða Villi naglbítur eins og hann er betur þekktur, verður kynnir Íslensku tónlistarverðlaunanna sem fram fara í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Ristað brauð með Nutella og banönum. Það er aðalmálið.“ Alli abstrakt rappari. Sunnudag á Stöð 2 FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.