Fréttablaðið - 29.02.2012, Blaðsíða 21
PLASTIÐNAÐUR
MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 2012 Kynningarblað Pokar, gæðavottun, endurvinnsla, iðnaður, útflutningur.
Plastprent hóf starfsemi í bílskúr á Flóka-götu árið 1957. Nú 55 árum síðar starfa hér 75 manns í rúmgóðu húsnæði að
Fosshálsi 17 til 25 auk þess sem við rekum
söluskrifstofu á Akureyri,“ segir Guðbrand-
ur Sigurðsson, forstjóri Plastprents. Fyrirtæk-
ið er sérhæft umbúðafyrirtæki á sviði mjúkra
plastumbúða.
Umfangsmikil verksmiðja
Í verksmiðju Plastprents að Fosshálsi fer fram
mikið starf. „Við erum að blása plastfilmur,
það er að búa til plastfilmur úr plasthráefni. Þá
erum við með klisjugerð sem er myndmótagerð
fyrir þau prentmót sem við notum í flexóprent-
uninni hjá okkur. Svo erum við með sérhæfð-
ar prentvélar til að prenta á plast,“ telur Guð-
brandur upp. Hann nefnir einnig laminering-
arvél sem límir saman tvær mismunandi gerðir
af plasti til að ná fram ákveðnum pökkunareig-
inleikum. „Þá erum við með pokagerð þar sem
við búum til poka af öllum mögulegum stærð-
um og gerðum, allt frá burðarpokum og brauð-
pokum upp í heilfrystipoka fyrir sjávarútveg-
inn,“ segir hann.
Plastprent er leiðandi á sviði plastumbúða
og er viðskiptavinahópurinn afar breiður og
vöruúrvalið mikið. „Við erum með tvö þúsund
viðskiptavini í tólf atvinnugreinum, allt frá
landbúnaði og sjávarútvegi til heilbrigðisgeir-
ans og matvælaiðnaðarins,“ segir Guðbrandur.
Framleiðsla fyrir matvælaiðnaðinn er stærsti
þátturinn í starfsemi Plastprents. „Tveir þriðju
af því sem við erum að selja eru matvælaum-
búðir af ýmsu tagi.“
Sérfræðingar í umbúðalausnum
Ánægja viðskiptavina skiptir Plastprent miklu
máli. Því er lögð áhersla á að fyrirtækið afhendi
vörur á tilsettum tíma og að þær uppfylli þær
kröfur sem gerðar eru til gæða og áreiðanleika.
„Fyrirtækið kappkostar að finna hagkvæm-
ustu lausnir fyrir viðskiptavini sína og legg-
ur áherslu á að starfsfólk veiti vandaða og fag-
lega þjónustu,“ segir Guðbrandur og bætir við
að hjá Plastprenti starfi sérfræðingar á hverju
sviði. Þá starfi starfsmenn með gildi fyrirtækis-
ins að leiðarljósi en þau eru: Áreiðanleiki, gæði
og sveigjanleiki.
Gæðakerfi og vottanir
„Plastprent er með vottað gæðakerfi sem er
byggt upp samkvæmt GÁMES kerfi og í sam-
ræmi við staðalinn ISO 9001.2008,“ segir Guð-
brandur en til viðbótar er Plastprent með vott-
unina BRC/IOP (British Retail Consortium/
Institute of Packaging). „Sú vottun gerir okkur
kleift að framleiða matvælaumbúðir ætlaðar
fyrir vörur seldar í stóru smásölukeðjunum í
Bretlandi á borð við TESCO, ASDA, Morrison
og fleiri,“ útskýrir hann. Hluti af framleiðslu
Plastprents hefur því farið til útlanda. Innt-
ur eftir því hvort sá þáttur eigi eftir að aukast
svarar Guðbrandur: „Við verðum seint útflutn-
ingsfyrirtæki á umbúðum en þetta er fínt með
öðru.“
Aukin áhersla á endurvinnslu
Plastprent hefur ávallt lagt upp úr endurvinnslu
en að undanförnu hefur áherslan á endur-
vinnsluna í fyrirtækinu aukist til muna. „Við
höfum aukið vélakost til endurvinnslu og erum
í samstarfi við kaupendur um söfnun á plasti
sem fellur til hjá viðskiptavinum,“ segir Guð-
brandur. Hann tekur dæmi um að í framleiðslu
á sorppokum séu notuð 90 prósent af endur-
unnu hráefni. „Við flokkum hráefnið sem fer
í endurvinnsluna og ef við erum til að mynda
með óáprentað, hvítt eða glært plast, getum við
notað það áfram í burðarpoka,“ segir hann.
Guðbrandur telur framtíðina bjarta hjá
Plastprenti. Stefnan sé að auka enn véla-
kost í verksmiðjunni og halda áfram stöðugri
vöruþróun auk þess sem hann sér fyrir sér að
endur vinnslan verði með tímanum enn stærri
þáttur í starfi fyrirtækisins.
Nánari upplýsingar um starfsemi Plast-
prents má nálgast á www.plastprent.is.
VOTTAÐ
FRAMLEIÐSLUKERFI
Gæðakerfi Plastprents er
byggt upp samkvæmt GÁMES
kerfi og í samræmi
við staðalinn ISO
9001.2008. Plast-
prent er einnig
með BRC/IOP
(British Retail Con-
sortium/Institute
of Packaging) sem
gerir Plastprenti
kleift að framleiða
matvælaumbúðir
fyrir vörur seldar í
stóru smásölukeðj-
unum í Bretlandi.
UMHVERFISÁHRIF
PLASTEFNA
Plastefni eru orðin ómiss-
andi hluti af daglegu lífi fólks, í
raftækjum, tölvum, ýmsum heim-
ilisbúnaði, í bifreiðum, flugvélum
og svo framvegis. Plastefnin eru
einnig mjög mikilvæg í ýmsum
umbúðum. Meira en helmingur
allra framleiðsluvara í Evrópu er
pakkaður í umbúðir úr plasti.
Þrátt fyrir það vega plastumbúðir
aðeins um 17% af heildarþyngd
umbúða. Það þarf því minna af
plastefnum til umbúða saman-
borið við önnur umbúðaefni.
Plastefni minnka því orkunotkun
og útblástur koltvísýrings.
Plastefni lágmarka sóun auðlinda,
þar sem minni orku þarf til að
framleiða plastefni, minna magn
af plastefni þarf til að leysa
ákveðin verkefni og minna magn
spilliefna. Sem dæmi má nefna
léttari flöskur fyrir vatn, gosdrykki
eða þvottaefni og þynnri filmur
fyrir umbúðir. Plastpokar eru
100% endurvinnanlegir.
ENDURUNNIÐ
HRÁEFNI
Plastprent hefur í
áraraðir endurunnið
plastúrgang sem
fellur til í verksmiðju
í framleiðslu á sorppokum og
burðarpokum. Sorppokarnir frá
Plastprenti eru með yfir 90%
endurunnið hráefni. Burðarpok-
arnir frá Plastprenti eru með allt
að 80% endurunnið hráefni.
BLEIKI POKINN
Plastprent lagði Krabbameins-
félaginu lið í október og seldi
poka merktan Bleiku slaufunni
til viðskiptavina sinna. Um var að
ræða bleikan poka sem minnti
fólk á átakið og seldust alls 20.000
pokar á tímabilinu. Plastprent
styrkti Krabbameinsfélagið um 5
krónur á hvern seldan poka og
afhenti Ragnheiði Haraldsdóttur,
forstjóra Krabbameinsfélagsins,
bleika ávísun upp á 100.000
krónur.
Áreiðanleiki, gæði og
sveigjanleiki að leiðarljósi
Plastprent er sérhæft umbúðafyrirtæki á sviði mjúkra plastumbúða. Það var stofnað árið 1957 og fagnar því 55 ára
afmæli í ár. Fyrirtækið er leiðandi á sviði plastumbúða á Íslandi með breiðan viðskiptavinahóp og mikið vöruúrval.
Hér er verið að framleiða plast fyrir sjávarútveginn.Notað plast er malað og öðlast nýtt líf í endurvinnsluhluta
Plastprents.
Plastfilmur blásnar í verksmiðjunni. Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Plastprents, með hluta af umbúðaframleiðslu fyrirtækisins í baksýn. MYND/VALLI
Guðbrandur við Bielloni tíu lita prentvél fyrirtækisins.