Fréttablaðið - 29.02.2012, Blaðsíða 4
29. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR4
SVEITARSTJÓRNIR Ármann Kr. Ólafs-
son, bæjarstjóri í Kópavogi, segir
bæinn hagnast um níu milljónir
króna með starfslokasamningi við
forvera sinn, Guðrúnu Pálsdóttur.
Ólafur Þór Gunnarsson, fulltrúi
Vinstri græns í bæjarráði, óskaði
eftir greiningu á kostnaði vegna
samkomulags sem nýr meirihluti í
bæjarstjórn gerði við Guðrúnu um
starfslok sem bæjarstjóri og til-
færslu hennar í starf sviðsstjóra.
Í svari Ármanns segir að sam-
kvæmt ráðningarsamningi Guð-
rúnar hafi hún átt rétt á tólf mán-
aða biðlaunum við starfslok. Frá 1.
september næsta haust muni hún
hins vegar hefja störf sem sviðs-
stjóri hjá bænum. Hún haldi
óskertum bæjarstjóralaun-
um í tólf mánuði.
„Starfslokasamning-
urinn leiðir því ekki
til aukins kostnaðar
umfram ákvæði ráðn-
ingarsamnings en hins
vegar kemur vinnu-
framlag frá 1. sept-
ember sem nemur alls
9.014.483 krónum með
launatengdum gjöld-
um. Það má því
segja að ávinningur eða sparnaður
Kópavogsbæjar nemi fyrrgreindri
upphæð miðað við þann kostnað
sem ráðningarsamningur hefði
annars leitt af sér,“ segir í
svari nýja bæjarstjórans.
- gar
Nýr bæjarstjóri í Kópavogi segir samkomulag við forverann ávinning fyrir bæinn:
Guðrún sparar bænum níu milljónir
GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR Fyrr-
verandi bæjarstjóri á rétt á tólf
mánaða biðlaunum en hyggst
taka við starfi sviðsstjóra frá
1. september.
GENGIÐ 28.02.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
228,9235
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
124,42 125,02
197,15 198,11
167,08 168,02
22,466 22,598
22,294 22,426
18,929 19,039
1,5463 1,5553
193,31 194,47
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson
orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason
hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
DÓMSMÁL Geir Hlöðver Ericsson,
meintur höfuðpaur í umfangsmiklu
smygli á sterum og fíkniefnum sem
uppgötvaðist í fyrrahaust, neitaði
því alfarið fyrir dómi í gær að hafa
komið nálægt smyglinu.
Sævar Sverrisson, sem fór til Hol-
lands og lét koma efnunum fyrir í
gámi, benti á móti á Geir sem skipu-
leggjandann og kvaðst hafa verið
blekktur; Geir hafi sagt honum að
í sendingunni yrðu einungis sterar.
Sendingin kom að landi í Straums-
vík í október og innihélt sannar-
lega um tíu þúsund steraskammta,
en jafnframt rétt tæp tíu kíló af
amfetamíni og 8.100 e-töflur.
Geir skýrði linnulítil, nær dagleg
samskipti sín um sérstakan síma við
Sævar á þá leið að Sævar hefði stöð-
ugt verið að rukka hann fyrir hálft
kíló af amfetamíni. Það hafi Sævar
komið með fyrirvaralaust á heimili
Geirs í fyrrasumar og boðið honum
til kaups, sem Geir hafi þegið. Hann
hafi ekkert haft með smyglið til
Straumsvíkur að gera.
Sævar kannast ekki við þessa
sögu af amfetamíninu og segir hana
ósanna, þótt hann hafi vissulega oft
krafið Geir um peninga sem hann
hafi skuldað honum vegna annarrar
sterasmyglferðar frá Hollandi.
Sá sem útvegaði efnin í Hollandi
og afhenti Sævari þau er Íslending-
ur sem starfar fyrir limósínufyrir-
tæki í Amsterdam. Hann er ekki
ákærður í málinu.
Sævar segist hafa verið í fjöl-
skylduferð í Hollandi og nýtt hana
til að taka við kassa frá Íslendingn-
um ytra. Kössunum hafi síðan fjölg-
að í þrjá og þá hafi hann fengið „nett
sjokk“. „Ég treysti mér alls ekki til
Sakborningar tala í kross
um Straumsvíkursmyglið
Annar tveggja manna sem sæta ákæru fyrir stórfellt smygl á sterum og dópi sakar hinn um að hafa blekkt
sig. Í sendingunni hafi bara átt að vera sterar. Hinn segist koma af fjöllum. Lögregla trúir hvorugum þeirra.
ÓSAMMÁLA Samræmið í framburði sakborninga var ekki alltaf eins og best
verður á kosið. Hér sést Geir Hlöðver rýna í málsskjöl en Sævar Sverrisson og
Kristján Kröyer hylja andlit sín. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Kristján B. Kröyer Þorsteinsson, fyrrverandi Íslandsmeistari í hreysti, sem
ákærður er fyrir aðild að sterasmyglinu, lýsti því yfir við upphaf aðalmeð-
ferðarinnar í gær að hann vildi breyta afstöðu sinni til ákæruefnisins. Kristján
hafði áður lýst sig saklausan en sagðist nú sekur af því að hafa látið Íslend-
ingnum í Hollandi sterana í té og beðið um að þeim yrði komið til Íslands.
Hann tók skýrt fram að Geir Hlöðver hefði ekkert haft með málið að gera,
en fram kom að Kristján er tengdasonur Geirs. Þetta er í ósamræmi við fram-
burð Kristjáns hjá lögreglu, en Kristján bar fyrir dómi í gær að lögreglan hefði
spurt hann leiðandi spurninga.
Kristján sagði sterana sem hann lét smygla, um átta hundruð skammta, að
mestu ætlaða til einkanota. „Ég nota gríðarlega mikið af þessu,“ sagði hann.
Tengdasonurinn breytti framburði sínum
að opna þessa kassa,“ sagði Sævar,
sem fullyrðir að hann hafi talið að í
þeim væru aðeins sterar.
Þrátt fyrir að hvorki Geir né
Sverrir vilji viðurkenna að hafa
ætlað að flytja inn fíkniefni telja
lögreglumenn sem komu fyrir rétt-
inn að þeir hafi báðir haft vitund
um innihald kassanna, þótt engin
gögn staðfesti þá vitneskju Sævars.
Sævar hafi að öðru leyti verið mjög
samvinnuþýður við rannsóknina.
Við rannsókn stóra málsins komst
lögreglan á snoðir um tvö smærri
fíkniefnamál sem einnig tengj-
ast Geir. Þriðji maðurinn, Sævar
Þór Óskarsson, er ákærður í þeim
málum ásamt Geir. Sævar Þór hlaut
fyrir tíu árum tveggja ára fangelsis-
dóm fyrir að smygla tuttugu kílóum
af hassi til landsins frá Hollandi.
Geir játar sök í öðru málinu, því
sem snýr að amfetamíninu sem
hann segir Sævar Sverrisson hafa
útvegað sér. Sævar Þór neitar þar
sök en gengst við því að hafa haft í
fórum sínum 250 grömm af kókaíni
í öðru máli. Í þeim lið neitar Geir
sök. Tvennt til viðbótar er ákært í
seinna málinu en neitar sök.
Málinu verður fram haldið á
föstudag. stigur@frettabladid.is
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
18°
17°
13°
12°
13°
13°
10°
10°
19°
15°
17°
6°
30°
3°
15°
12°
3°Á MORGUN
Sums staðar strekkingur
með ströndum annars
hægari.
FÖSTUDAGUR
Hvasst V-lands en
annars heldur hægari. 56
3
3
3
01
-1
-1-1
4
2
1
1
2
2
1
3
4
1
-3
11
13
10
10
8
9
8
10
8
8
5
SKÚRIR EÐA ÉL
verða um landið
vestanvert í dag en
nokkuð bjart aust-
an til. Á morgun
má búast við élja-
gangi vestanlands,
enda kólnar heldur
í veðri, en áfram
nokkuð björtu
norðaustan til. Á
föstudag hlýnar
á ný með hvassri
sunnanátt og rign-
ingu síðdegis.
Ingibjörg
Karlsdóttir
veður-
fréttamaður
e-töflur, tæp tíu kíló af
amfetamíni og tíu þúsund
steraskammtar voru í
sendingunni sem kom að
landi í Straumsvík.
8.100
MENNTAMÁL Hlutfall kennara með
réttindi hefur aldrei verið hærra
en nú. Síðasta haust voru 95,5
prósent með kennsluréttindi, en á
árunum 1998 til 2008 var hlutfall-
ið á bilinu 80 til 87 prósent. Þetta
kemur fram á vef Hagstofunnar.
Hæst er hlutfallið á höfuðborg-
arsvæðinu utan Reykjavíkur, þar
sem 97,5 prósent kennara hafa
kennsluréttindi. Á Norðurlandi
vestra, Austurlandi og Vestfjörð-
um hafa færri en 90 prósent kenn-
ara kennsluréttindi, en þeim hefur
fjölgað ört á síðustu árum. - sv
Réttindakennurum fjölgar:
Nær allir með
kennsluréttindi
EVRÓPUSAMBANDIÐ, AP Á fundi
utanríkisráðherra Evrópu-
sambandsríkjanna var í gær
samþykkt að Serbía fái stöðu
umsóknarríkis.
Leiðtogaráð ESB á þó eftir að
staðfesta þessa niðurstöðu, en
gerir það væntanlega á fundi
sínum nú í vikunni.
Í desember síðastliðnum komu
Þjóðverjar í veg fyrir að Serbía
fengi stöðu umsóknarríkis vegna
óleysts ágreinings um Kosovo,
sem Serbar viðurkenna ekki sem
sjálfstætt ríki.
Í síðustu viku tókust samningar
um eftirlit Serbíu og Kosovo með
sameiginlegum landamærum
og að Kosovo fái eigin fulltrúa á
alþjóðaráðstefnum. - gb
Samþykkt á ráðherrafundi:
Serbía verður
umsóknarríki
SÝRLAND, AP Fulltrúar Sýrlands
í mannréttindaráði Sameinuðu
þjóðanna gengu út í fússi í gær,
eftir að hafa sakað ráðið um stuðn-
ing við hryðju-
verk.
„Allir sem
heyrðu í full-
trúa Sýrlands
ættu að sjá að
ummæli hans
jaðra við að
vera ekki í
tengslum við
raunveruleik-
ann,“ sagði
Eileen Chamberlain Donahue,
fulltrúi Bandaríkjanna í ráðinu.
Fram kom á fundinum að
aðgerðir stjórnvalda gegn mót-
mælendum í Sýrlandi hafi kostað
meira en 7.500 manns lífið undan-
farið ár. Talið er að meira en
hundrað almennir borgarar séu
drepnir á degi hverjum. - gb
Sýrlendingar gengu á dyr:
Yfir hundrað
drepnir daglega
EILEEN CHAMBER-
LAIN DONAHUE