Fréttablaðið - 29.02.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 29.02.2012, Blaðsíða 26
KYNNING − AUGLÝSINGSafetravel MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 20124 HRINGDU STRAX Í 112 Ef þú sérð einhvern lenda í snjóflóði er mikilvægt að þú reynir að staðsetja hvar þú sást við- komandi síðast, notaðu einhver kennileiti í landslaginu til þess. Tilkynntu strax um flóðið með því að hringja í 112 eða senda einhvern til þess. Áður en þú stekkur af stað til bjargar þarftu að tryggja öryggi þitt – kannaðu til dæmis hvort hætta sé á öðru flóði. Ef þú telur enga hættu á öðru flóði skaltu hefja tafarlausa leit. Fyrst er gott að svipast um eftir vísbendingum á yfirborði en svo skaltu nota þau tæki sem þú ert með til að leita betur. Snjóflóðaýlir virkar best, þar á eftir snjóflóðastöng. Ef hvorugt er með í för skaltu nýta það sem til er svo sem sköft, plaströr eða annað til að stinga niður í snjóinn. Ef hundur er með í för skaltu reyna að virkja hann. Fyrstu staðir sem þú leitar á eru við kletta, þar sem beygjur eru á flóðinu og svo neðst í flóðinu. RÝMINGARÁÆTLANIR FYRIR ÞÉTTBÝLI Á NETINU Við Íslendingar höfum því miður of oft verið minnt illa á að snjóflóð falla ekki eingöngu í óbyggðum. Í gegnum tíðina hefur þessi hvíti djöfull fallið á þorp og bæi og oft banað fjölda íbúa. Eftir hin hörmulegu snjóflóð á Flateyri og í Súðavík á síðasta áratug síðustu aldar hefur verið unnið stöðugt að gerð varnarmannvirkja til að bæta öryggi íbúa. Þrátt fyrir það skapast oft hættuástand víða um landið vegna snjóflóðahættu. Almannavarnadeild Ríkislögreglu- stjóra hefur fjölda rýmingaráætl- ana fyrir þéttbýli sem skynsam- legt er að kynna sér. Áætlanirnar má finna á heimasíðunni www. almannavarnir.is undir útgefnu efni. Meðal bæja sem áætlanirnar ná til má nefna Ísafjörð, Neskaup- stað, Eskifjörð, Þingeyri, Flateyri og Siglufjörð. Meðal bæja sem áætlanirnar ná til má nefna Flatetyri og Ísafjörð. Lenti í flóði Líklegur ferill Líklegasta leitarsvæði Sást síðast NÝTT SNJÓFLÓÐAKORT Á VEDUR.IS Eftir snjóflóðaslysin miklu í Súðavík og á Flateyri árið 1995 urðu straumhvörf í snjóflóða- málum á Íslandi. Fyrstu árin eftir 1995 var lögð mest áhersla á að meta hættu í þéttbýli og byggja upp varnir ásamt því að bæta eftirlit með byggð. Eftirlit og hættumat hefur verið á könnu Veðurstofu Íslands og er nú til staðfest ofanflóðahættumat fyrir flest þéttbýlissvæði þar sem við á. Unnið er að úttekt á ofanflóða- hættu fyrir dreifbýli og hættumati fyrir skíðasvæði. Á síðustu árum hefur verið unnið að því að bæta aðgengi almenn- ings að upplýsingum um snjóflóð og snjóalög. Nýlega var tekið í notkun nýtt kort á forsíðu www. vedur.is sem sýnir snjóflóðaskrán- ingar síðustu vikuna á svipaðan hátt og stærð og staðsetning jarðskjálfta er sýnd. Þar eru einnig athugasemdir frá snjóflóðavakt og hægt verður að nálgast upp- lýsingar um snjódýpt og stöðug- leikaprófanir. Stefnt er að því fyrir næsta vetur að gefa út snjóflóða- spá fyrir ákveðin landsvæði sem miðuð er að ferðamönnum. Það yrði í samræmi við spár sem margir kannast við til dæmis frá Ölpunum þar sem snjóflóðahætta er flokkuð í fimm flokka, frá lítilli upp í mjög mikla hættu með til- heyrandi litaskala. Hægt er að tilkynna snjóflóð til Veðurstofunnar, bæði á vefnum og símleiðis. Nýlega var tekið í notkun nýtt kort á forsíðu www.vedur.is sem sýnir snjóflóðaskráningar síðustu vikuna á svipaðan hátt og stærð og staðsetning jarðskjálfta er sýnd.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.