Fréttablaðið - 29.02.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 29.02.2012, Blaðsíða 20
Vegagerdin.is er þrælfín vefsíða fyrir þá sem hyggja á bíltúr út fyrir borgarmörkin. Þar eru reglulega birtar tilkynningar um færð og ástand á vegum landsins. Einnig er hægt að fá þessar upplýsingar í síma 1777. Starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs hafa skráð allar heimsóknir í tvö ár og þessi vetur slær öll met hvað fjölda ferðamanna á svæðinu áhrærir. „Í vetur hafa verið hér í Skafta- fellsstofu umtalsvert fleiri heim- sóknir en undanfarin ár. Suma mán- uði hafa komið 130 prósentum fleiri ferðamenn en fyrir tveimur árum,“ segir Guðmundur Ögmundsson, aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar í Vatnajökulsþjóðgarði. „Við höfum mælt fjölda ferðamanna hér á hverj- um degi síðan árið 2009 og þessi vetur slær öll met. Þannig að við höfum ekki yfir neinu að kvarta.“ Guðmundur segir þá nýbreytni hafa verið tekna upp fyrir nokkr- um árum að hafa Skaftafellsstofu opna allan ársins hring og það hafi skilað sér. „Yfir háveturinn er opið frá 11 til 15 en frá 1. mars höfum við opið frá 9 til 16 og um páskana verð- ur hér opið frá 9 til 18.“ Hann segir enga leið að segja til um það hvernig traffíkin verði um páskana, það fari mikið eftir veðri og aðstæðum. „Það koma þó alltaf einhverjir hópar sem eru að ganga á fjöllin, gjarn- an björgunarsveitarfólk héðan og þaðan af landinu og aðrir sem vilja halda sér í þjálfun. En fólk er ekki að koma hingað og tjalda á þessum árstíma. Það gerist ekki.“ - fsb Fleiri ferðamenn koma í þjóðgarðinn Sífellt fleiri ferðamenn sækja Vatnajökulsþjóðgarð heim. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Verslunin flytur 40% afsláttur af nýjum vörum. Rým ingar sala NÝ SENDING!AF VINSÆLU KULDASKÓNUMMEÐ MANNBRODDUNUM FYRIR DÖMUR OG HERRA Verð:24.000.- Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00 Þráinn á tökkunum og Gissur með fréttirnar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.