Fréttablaðið - 29.02.2012, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 29.02.2012, Blaðsíða 36
29. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR24 BAKÞANKAR Kolbeins Óttarssonar Proppé 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott Af hverju eigum við ekki að teygja eftir æfingu? Hinn þjálfarinn sagði að það væri mjög mikil- vægt að teygja! Lít ég út eins og hann? Nei! En hann sagði að vöðv- arnir þurfa að strekkj... Hlustiði! Ég hef ekki teygt síðan sumarið ´87 og sjáiði mig? Fyrrverandi utan- deildarleikmaður með bjórvömb og nýkominn úr mjaðmaaðgerð? Hvaða stöðu spilar þú? Á miðjunni! Furðulegt! Hér stendur „á bekknum“! Palli minn, gerðu eitt fyrir mig… Verð ég? Getur það ekki beðið? Getum við samið um það? Er það algjörlega nauðsynlegt? Hvað ef ég lofa að þrífa bílinn í staðinn? Ef ég man einhvern tíma eftir því sem ég ætlaði að láta þig gera, þá geri ég það sjálf. Það sparar þér tíma þegar öllu er á botninn hvolft. Það stendur á flöskunni að þetta valdi hárvexti. Þannig að þetta virkar í raun og veru. Hei! mér datt svolítið í hug. Ef við ættum hund og eitthvert okkar myndi missa kjöt á gólfið, þá þyrfti ekki einu sinni að þrífa það upp. Gleymdu þessu. Þau hlusta ekki á almenna skynsemi. LÁRÉTT 2. ári, 6. öfug röð, 8. skrá, 9. hrós, 11. í röð, 12. goðsagnavera, 14. arkar- brot, 16. sjó, 17. drulla, 18. traust, 20. svörð, 21. maður. LÓÐRÉTT 1. lampi, 3. stefna, 4. málmur, 5. angan, 7. nýta, 10. skordýr, 13. næra, 15. ókyrr, 16. stykki, 19. klukka. LAUSN LÁRÉTT: 2. púki, 6. on, 8. tal, 9. lof, 11. lm, 12. atlas, 14. fólíó, 16. sæ, 17. aur, 18. trú, 20. mó, 21. karl. LÓÐRÉTT: 1. kola, 3. út, 4. kalsíum, 5. ilm, 7. notfæra, 10. fló, 13. ala, 15. órór, 16. stk, 19. úr. Lesendur okkar eru á öllum aldri með ólíka sýn á lífið – og við þjónum þeim öllum Allt sem þú þarft Árið 1996 vildi ég, þrátt fyrir að finn-ast forsetaembættið óþarft, að róttæki vinstri maðurinn Ólafur Ragnar Gríms- son yrði kjörinn. Aðallega þar sem það var gegn vilja hins pólitíska valdakerfis. Já, æskan er oft bláeyg. OG NÚ er sá sami maður á þeim stað sem ég hjálpaði honum að komast á fyrir 16 árum. Nú situr hann og veltir því fyrir sér hvort hann eigi að gefa kost á sér í fjögur ár í viðbót. Sitja samtals í 20 ár. Hann segist þurfa að hlusta á þjóð sína við ákvarðanatökuna. Það er vasklega mælt og þörf áminning hverjum embættis- manni. Fáir kunna þá list öðrum betur en einmitt Ólafur Ragnar. Til að hjálpa honum við ákvörð- unina eru hér nokkrar setningar úr erindi hans á fundi Sagnfræð- ingafélagsins. Efnið var útrás- in og hvað einkenndi okkur Íslendinga. Grípum niður í nokkur af þeim tíu atriðum sem Ólafur telur gera það. „Í ÞRIÐJA lagi að eiga auð- velt með að taka áhætt- una, að þora þegar aðrir hika, kannski vegna þess að lífi sjómannsins fylgir jafnan hætta og útrásin er eins konar róður á ný mið. Við vitum líka að ætíð er hægt að hverfa aftur heim til Íslands ef illa fer í leiðangrinum og eiga hér hið besta líf því öryggisnetið sem velferðarsamfélagið veitir okkur tryggir öllum sama rétt til menntunar og umönn- unar óháð efnahag. Athafnamenn í sumum öðrum löndum verða hins vegar oft að leggja velferð fjölskyldunnar á vogarskálar áhættunnar.“ „Í FJÓRÐA lagi að flækjur skrifræðis- bákna hafa aldrei þvælst fyrir okkur Íslendingum; við erum vön að eiga beint við einstaklinga. Kannski hefur smæðin blessunarlega komið í veg fyrir að virkis- veggir skrifræðis risu hér; við höfum ein- faldlega ekki haft mannskap til að hlaða þá.“ „Í ÁTTUNDA lagi arfleifðin sem ég nefndi í upphafsorðum, landnámið og tími vík- inganna, sem færði okkur fyrirmyndir, hið djúpstæða viðhorf að sá sem heldur á ókunnar slóðir verðskuldi heiður, að leggja á hafið og nema lönd færi virðingu og sóma. Athafnamenn okkar tíma eru ærið oft metnir á slíkan kvarða og litið á þá sem arftaka hefðar sem á sér rætur í upphafi Íslandsbyggðar.“ MAÐUR sem skilur þjóðina jafn vel og hér sést þarf trauðla að hlusta á hana. Hann er rödd hennar. Rödd þjóðarinnar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.