Fréttablaðið - 29.02.2012, Blaðsíða 24
KYNNING − AUGLÝSINGSafetravel MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 20122
Útgefandi: Slysavarnarfélagið Landsbjörg Umsjónarmenn auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is,
s. 512 5432 Ábyrgðarmaður: Jónas Guðmundsson
Það er ekki að ástæðulausu að snjóflóða-öryggisbúnaður þeirra sem ferðast í fjall-lendi að vetrarlagi er kallaður hin heil-
aga þrenning, slíkt er mikilvægi þess að búnað-
urinn sé með. Þau tæki sem hafa fengið þessa
stóru nafngift eru snjóflóðaýlir, skófla og snjó-
flóðaleitarstöng. Hvort sem um er að ræða þá
sem ferðast á jeppum, vélsleðum, á skíðum eða
gangandi ætti enginn að vera án hinnar heilögu
þrenningar á fjöllum.
Snjóflóðaýlir
Snjóflóðaýlir er eitt helsta öryggistæki til fjalla
en það er senditæki sem ætlað er að finna fólk
sem hefur grafist í snjóflóði. Ýlirinn sendir stöð-
ugt frá sér merki sem aðrir ýlar nema. Ef svo illa
fer að einhver lendir í snjóflóði stilla félagarn-
ir sína snjóflóðaýla af sendingu og yfir á mót-
töku. Þannig er hægt að nota þá strax til að leita
að þeim sem hafa lent í snjóflóði og auka líkur
allverulega á að finna fólk á lífi. Mjög fljótlegt er
að leita með snjóflóðaýli og skal alltaf hefja leit
strax. Meðan leitað er með snjóflóðaýli er hann
óvirkur sem öryggistæki fyrir þann sem leitar
með honum í flóðinu. Því verða menn að vera í
viðbragðsstöðu til að skipta snöggt frá móttöku
yfir í sendingu ef annað flóð fellur og vera æfðir í
þeirri hreyfingu sem þarf til að skipta þar á milli.
Meðan leitað er með snjóflóðaýli þarf að tryggja
að engir ýlar í nágrenni leitarsvæðisins séu stillt-
ir á sendingu. Æskilegt er að nokkrir menn leiti í
einu verði því við komið. Eðli leitarinnar er þrí-
þætt. Fyrst er að ná sendingu, miða hana síðan
út og staðsetja að lokum nákvæmlega hvar send-
irinn, og þar með manneskjan, er grafinn.
Snjóflóðaýlar eru mismunandi að gerð og þró-
ast sífellt betur til að gegna hlutverki sínu. Þann-
ig er hægt að fá annaðhvort analog eða stafræna
ýla sem eru með mismörgum loftnetum. Sá sem
leitar með analog-ýli hlustar eftir hljóðstyrk en
sá sem er með stafrænum ýli les á skjá hvert skal
fara. Snjóflóðaýlar með tveimur til þremur loft-
netum eru stefnuvirkari en ýlar sem eru með
einu loftneti. Það auðveldar þeim leitina sem
ekki eru vanir að leita með snjóflóðaýlum.
Snjóflóðastöng
Snjóflóðastöng er annað gott leitartæki til notk-
unar í snjóflóðum. Flestar eru úr fiber eða áli,
3,0-4,0 metrar á lengd en hægt er að brjóta stöng-
ina saman og hafa í bakpoka, í farangri á vél-
sleða eða á öðrum stöðum. Þegar stöng er notuð
til leitar í flóði er hún sett saman og á skipulagð-
an hátt er henni stungið niður í gegn um snjó-
inn eins djúpt og hún nær. Nokkuð auðveldlega
finnst ef stöngin rekst í manneskju sem er graf-
inn í snjóflóðinu en þegar það gerist er mikilvægt
að skilja stöngina eftir á nákvæmlega þeim stað,
ekki draga hana upp aftur. Með þessum hætti
má leita markvisst í flóðinu hafi aðrar aðferðir
ekki dugað eða ef viðkomandi var ekki með snjó-
flóðaýli á sér. Rétt er þó að benda á að þessi leit-
araðferð er mun seinlegri og því ólíklegri til ár-
angurs en til dæmis leit með snjóflóðaýli.
Skófla
Skóflan er notuð þegar manneskjan sem leit-
að er að finnst. Hún þarf að vera létt og þægi-
leg, passa vel á bakpoka eða vélsleða en um leið
þarf að vera hægt að að lengja skaft til að gott sé
að moka með henni. Gott er að hafa í huga að
stundum er auðveldara að fara aðeins niður fyrir
þann sem finnst og moka sig inn að honum held-
ur en að moka sig niður á viðkomandi.
Ekki á að þurfa að fjölyrða um mikilvægi þess
að allir sem halda til fjalla að vetrarlagi hafi
ofangreindan búnað með í för og kunni að nota
hann. Falli snjóflóð skipta mínútur máli eigi að
bjarga viðkomandi á lífi. Snjóflóðaöryggisbún-
aður og þekking á honum eykur líkur á því.
Hin heilaga þrenning
Snjóflóðaýlir, skófla og snjóflóðaleitarstöng er sá öryggisbúnaður sem er hvað nauðsynlegastur á fjöllum.
Snjóflóðastangir er hægt að brjóta saman og hafa í bakpoka. MYND/ÓLAFUR LARSEN ÞÓRÐARSON
Þegar ferðast er um fjallendi
að vetrarlagi skiptir öllu
máli að kunna að meta hvar
snjóflóð geta fallið og við
hvaða aðstæður svo hægt sé
að velja rétta leið. Hið fyrsta
sem ber að hafa í huga er að
flest snjóflóð falla í brekk-
um með um 30-45° halla.
Hægt er að nota höndina til
að meta hallann. Eingöngu
þarf að teygja hana fram og
láta hana mynda 90 gráðu
vinkil á brekkuna og meta
þannig áætlaðan halla eins
og sést hér á myndinni.
Hengjur sem falla eru oft
orsök snjóf lóða en þær
my ndast hlémegin v ið
f jöll, oftast þegar vind-
urinn f lytur snjó til. Því
hærra sem farið er því
meiri hætta á snjóf lóð-
um enda hvassara og meiri
snjókoma. Einnig þarf að
huga að því að afstaða til
sólar ræður miklu og er
því meiri hætta norðan-
megin í fjöllum. Suðurhlíð-
ar geta þó verið hættuleg-
ar, sérstaklega þegar sól er
hátt á lofti. Því er best að
velja leiðir þar sem vindur
hefur skafið snjó í burtu til
dæmis af hryggjum frekar
en að ganga hlémegin. Að
sama skapi eru breiðir dalir
öruggari en þröngir, þá sér-
staklega ef brekkur í „rétt-
um“ halla liggja að. Reyn-
um að ferðast sem mest um
flata hluta brekkunnar en
gangi það ekki skal fara um
þær eins ofarlega og hægt er.
Ef ekki er komist hjá því að
ferðast um snjóflóðahættu-
svæði má minnka áhætt-
una með því að láta einn í
einu fara yfir hættusvæð-
ið og fylgjast með. Ekki skal
stoppa í miðri brekku held-
ur koma sér á öruggan stað.
Gerið fyrirfram áætlun um
hvað skal gera ef flóð fer af
stað.
Áður en lagt er af stað til
fjalla skal skoða veður síð-
ustu daga og þann dag sem
ferðast er og skilja eftir
ferðaáætlun sína á safetra-
vel.is.
Hvernig varast ég hættusvæði
Safetravel er samvinnuverk-
efni fjölmargra aðila sem
koma að ferðaþjónustu. Þar
má nefna Ferðamálastofu,
iðnaðarráðuneytið, ýmsa
ferðaþjónustuaðila og fyrir-
tæki á borð við Sjóvá,“ segir
Jónas Guðmundsson hjá
Slysavarnafélaginu Lands-
björgu sem stýrir Safetravel-
verkefninu. „Safetravel miðar
að því að fræða ferðamenn,
innlenda sem erlenda, um góða ferða-
hegðun og hvað þarf að hafa í huga á ferð
um Ísland,“ segir hann en allt miðar þetta
að því að auka öryggi ferðalanga.
Verkefninu var hrundið af stokkunum
árið 2010 og segir Jónas það hafa reynst
mjög vel. Meginstoðin í Safetravel er vef-
síðan www.safetravel .is. „Þar er að finna
fróðleik og fræðslu um ansi margt, til
dæmis útivist, akstur og náttúruna. Þar
má einnig finna tillögur að búnaðarlistum
fyrir allt að fjórtán mismunandi tegundir
af ferðum,“ segir Jónas. Hann
bætir við að á síðunni megi
nálgast viðamikið safn korta
sem hægt sé að hlaða beint
niður í gps-tæki þar sem
menn geti séð allar sprungur
í jöklum á Íslandi. „Þá birtast
á síðunni fréttir af því mark-
verðasta sem er að gerast, til
dæmis tilkynningar um vöxt
í ám, storm, sandstorm og
snjóflóðahættu.“
Sniðugur þáttur á síðunni sem marg-
ir hafa nýtt sér er síðan ferðaáætlunin.
„Menn geta skráð ferðaáætlun sína á síð-
una og þá liggur hún hjá okkur ef eitthvað
kemur upp á,“ útskýrir Jónas.
Vefsíðan er mikið sótt að sögn Jónasar
og eru heimsóknir allt upp í þúsund á dag.
Bæði Íslendingar og útlendingar nýta sér
síðuna, útlendingar helst á vorin og sumr-
in og Íslendingar á öðrum árstímum.
Nánari upplýsingar um verkefnið er að
finna á www.safetravel.is.
Fræða innlenda og
erlenda ferðamenn
Jónas Guðmundsson
UPPTÖK SNJÓFLÓÐA
Dæmigerð upptök snjóflóða sem
kallast flekahlaup eru þar sem
snjór hefur safnast fyrir í skafrenn-
ingi eða hríðarveðri. Gil, hvilftar
og skálar safna í sig snjó úr mun
fjölbreyttari vindáttum en opnar
hlíðar og því falla oftar snjóflóð úr
þeim en opnum hlíðum. Hallinn
í upptökum er algengastur í
kringum 30 til 45 gráður en eftir
að snjóflóðið er farið af stað getur
það runnið í minni halla.
Upptök svokallaðra þurra
lausasnjóflóða verða þar sem
púður snjór situr í mjög bröttum
hlíðum. Vot lausasnjóflóð geta
hins vegar átt upptök í mun
minni halla því þegar snjórinn
breytist í krap fer hann að hegða
sér eins og vatn. Krapahlaup
koma gjarnan úr giljum og
lækjarfarvegum.
Stundum er auðveldara að fara aðeins niður fyrir þann
sem finnst og moka sig inn að honum í stað þess að
moka niður á viðkomandi.
SÉRNÁMSKEIÐ Í REYKJA
VÍK OG Á AKUREYRI
Slysavarnafélagið Landsbjörg
býður til sérnámskeiða á Akureyri
og í Reykjavík er kallast Snjóflóð
1. Þau fara fram dagana 16.-17.
mars (kvöld og dagur) og kosta
aðeins 21.200 krónur. Námskeiðið
er bæði bóklegt (2 klst.) og
verklegt (8 klst.).
Farið er vel í alla þá þætti sem
skipta ferðalanga máli er þeir
ferðast um fjallendi að vetrarlagi.
Þar má nefna mat á snjóflóða-
hættu, leiðarval, notkun ýla og
stanga og hvernig bregðast
eigi við ef einhver lendir í flóði.
Skráning er á skoli@landsbjorg.is.
Hægt er að nota hendina
til að meta hallann.