Fréttablaðið - 29.02.2012, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 29.02.2012, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 29. febrúar 2012 13 Það gerist ekki oft að frændþjóð-irnar Norðmenn og Íslendingar séu algjörlega á öndverðum meiði en það hendir þó stöku sinnum í samningaviðræðum þeirra um fiskveiðimál og skiptingu veiði- kvóta. Ríkin tvö eiga þó jafnframt mikilvægra sameiginlegra hags- muna að gæta einmitt á þessu sviði, hagsmuna sem varða ábyrga og sjálfbæra stjórn auðlinda í hafi, og þau eru sammála um mikilvægar meginreglur þeirra. Sem sjávarútvegsráðherra legg ég aðaláherslu á að standa líka föst á þessum hagsmunum þegar kemur að deilum um makrílveiðar. Viðbrögð og athugasemdir á opin- berum vettvangi á Íslandi eftir síðustu samningalotu í Reykja- vík benda til þess að margir hafi ekki áttað sig á forsendum þeirrar afstöðu sem Norðmenn hafa og því vil ég nota þetta tækifæri til þess að gera grein fyrir sjónarmiðum okkar. Enginn vafi leikur á því að ábyrg stjórnun fiskistofna á tímabilinu fram til 2010 hefur stuðlað að stofnstækkun í makríl og að göng- ur hans hafa breyst þannig að hluti stofnsins fer nú inn í íslenska fisk- veiðilögsögu að sumri til. Einnig er meiri makríll í færeyskri lög- sögu en áður fyrr. Bæði Norðmenn og ESB viðurkenna þess vegna rétt Íslendinga og Færeyinga til stærri hluta af veiðikvótanum. Sú er ástæða þess að við höfum boðið bæði Íslendingum og Færeyingum umtalsvert stærri hluta kvótans en hefð hefur verið fyrir að þessar þjóðir hafi fengið. Áður fyrr veiddu Íslendingar að jafnaði tæplega hálft prósent heildarkvótans en Færeyingar tæp fimm af hundraði hans. Engu að síður hafa bæði Íslendingar og Færeyingar nú, þriðja árið í röð, einhliða úthlutað sjálfum sér kvóta sem nemur vel yfir 20% af tillögum um heildarkvóta. Bæði Norðmenn og ESB viður- kenna að makrílveiðar skipta bæði Íslendinga og Færeyinga miklu en í samningaviðræðunum um makríl- inn virðast þessar tvær þjóðir þó hafa gleymt því að sama máli gegn- ir um bæði Noreg og ESB. Í Nor- egi er löng hefð fyrir bæði veiðum og rannsóknum á makríl og 500 til 600 fiskiskip treysta að meira eða minna leyti á makrílveiðar. Mörg strandsamfélög og fyrirtæki í Noregi og ESB eru ekki síður háð því að makrílveiðar tryggi bæði atvinnu og tekjur. Það verður að teljast ólíklegt að Íslendingar, sem aðeins hafa stundað makrílveið- ar í fáein ár, eða Færeyingar með sinn fasta kvóta til langs tíma litið, séu orðnir háðari makrílveiðum en fyrrnefndir aðilar. Við Norðmenn höfum lengi unnið að langtímasamningi sem leggur áherslu á svæðaskiptingu til lengri tíma litið og á fiskveiðar í sögulegu samhengi. Það eru þekktar megin- reglur um skiptingu sameiginlegra fiskistofna og Íslendingar hafa einnig beitt þeim sem forsendum í fyrri samningaviðræðum. Íslend- ingar beittu svo seint sem árið 2007 rökum um svæðaskiptingu til fjögurra áratuga litið í samn- ingaviðræðum um norsk-íslenska síldarstofninn en þegar að samn- ingum um makrílveiðar kemur, miða þeir hins vegar kröfur sínar við svæðaskiptinguna á grundvelli síðustu tveggja ára. Þar eru þeir ósamkvæmir sjálfum sér. Ég er þeirrar skoðunar að svæða- skiptingin verði líka að byggjast á dreifingu makrílsins allt árið. Ekki er hægt að finna sanngjarnari deilitölu. Henni hefur verið beitt með góðum árangri við úthlut- un kvóta í mörgum fiskistofnum í Norðaustur-Atlantshafi. Norðmenn geta lagt fram skjalfestar vísinda- legar niðurstöður þess efnis að makríllinn hafi um ára raðir haldið sig að umtalsverðu leyti á norsku hafsvæði. Norðmenn krefjast raun- ar minni hluta í kvótanum en hægt væri að gera kröfu um á grundvelli vísindalegra gagna. Íslendingar byggja hins vegar kröfur sínar á svæðaskiptingu aðeins yfir sumarmánuðina. Því er haldið fram að rúmlega 20% makrílsins haldi sig í íslensku fisk- veiðilögsögunni á þeim tíma árs. Í kröfugerðinni er hins vegar ekk- ert tillit tekið til þess að mjög lítið er um makríl í íslenskri lögsögu á öðrum tímum árs. Haldi makríll- inn sig innan íslenskrar lögsögu í þrjá mánuði á ári, þýðir það um 5% að meðaltali yfir árið allt. Þær vísindarannsóknir sem Íslending- ar leggja til grundvallar kröfum sínum hafa sýnt að rúmlega 40% makrílsins hafa á sama tíma verið í norskri fiskveiðilögsögu. Við höfum þó ekki aukið kröfur okkar af þeirri ástæðu. Ég tel að augna- bliks yfirlitsmynd til skamms tíma litið, sem eingöngu nær til hag- stæðustu mánaðanna, geti aldrei orðið grundvöllur úthlutunar á makrílkvóta. Af grein íslenska sjávarútvegs- ráðherrans má sjá að Íslendingar hafa reynt að verja aukna kvóta með vísan til þyngdaraukning- ar makríls í íslenskri fiskveiði- lögsögu. Færeyingar beita einn- ig sömu rökum. Hefðu hins vegar Norðmenn og ESB, sem eiga tví- mælalaust tilkall til stærsta hluta makrílstofnsins, nýtt sér þessi rök við ákvörðun á kvóta, hefði makríl- stofninn hrunið á skömmum tíma vegna ofveiði og algjörlega óverj- andi fiskveiðistjórnunar. Engar vísindalegar niðurstöður styðja þessa afstöðu. Íslendingar og Færeyingar hafa kosið að stunda makrílveiðar sem eru á skjön við bæði hafréttar- samning og sjálfbæra fiskveiði- stjórnun. Ég álít að skipting sam- eiginlegra stofna verði að byggjast á bestu vísindalegu gögnum og að í þessu sambandi skuli lögð aðal- áhersla á svæðaskiptingu, fisk- veiðar í sögulegu samhengi og gagnkvæma virðingu fyrir þörf- um viðsemjenda fyrir veiðarnar. Þetta er reyndar samhljóma haf- réttarsamningi. Vilji Íslendingar og Færeyingar að kröfur þeirra verði teknar alvarlega, þarf rök- færsla þeirra að byggjast á þeim grundvelli en ekki því að skammta sér sjálfir kvóta á óábyrgan hátt. Öll strandríki bera ábyrgð á því að stuðla að sjálfbærri þróun. Norð- menn og ESB bera ekki ein þá ábyrgð. Ég er þeirrar skoðunar að svæðaskiptingin verði líka að byggjast á dreif- ingu makrílsins allt árið. Makrílveiðar – sjálfbær stjórnun fiskistofnsins? Sjávarútvegsmál Lisbeth Berg- Hansen sjávarútvegsráðherra Noregs E N N E M M / S ÍA / N M 5 0 4 9 1 Hagsýnir heimilisbílar Suðurlandsbraut 14 > sími 440 4400 > www.ergo.is > ergo@ergo.is Árgerð 20052 sjálfskiptur · bensín Árgerð 20122 beinskiptur · dísil Sparnaður á ári 228.240 kr.Eyðsla1 228.600 kr. 4,5 l 456.840 kr. 9,4 l - = 24.780 kr.Bifreiðagjöld 9.460 kr.34.240 kr. - = 2.100 kgCO2 útblástur 2.380 kg 119 g/km 4.480 kg 224 g/km - = Að endurnýja bílinn í dag getur borgað sig. Kannaðu kosti grænna bílalána og reiknaðu dæmið til enda á ergo.is 1Blönduð eyðsla á hverja 100 km 2Rekstur í eitt ár á meðalstórum fólksbíl m.v. að bensínverð sé 243 kr., dísilverð 254 kr. og akstur á ári 20.000 km. AF NETINU Fyrirfram auðséð Ólafur Ragnar hefði strax 2. janúar getað eytt „óvissunni, sem fjölmiðlar bjuggu til“ með því að leiðrétta skilning stjórnmála- fræðinganna og eyða misskilningi. Hann kaus að gera það ekki og ekki heldur að svara spurningum fjölmiðla um þetta mál þá og síðar með einni afdráttarlausri setningu. Þannig skapaðist jarðvegurinn fyrir undirskriftasöfnuninni og því sem síðar hefur gerst sem mun leiða til þess að hann stendur með pálmann í höndunum þegar hann býður sig fram um eða eftir næstu helgi. Þar að auki liggja fyrir yfirlýsing- ar hans um að hann sækist eftir stöðu þar sem hann geti beitt sér meira en verið hefur hingað til og einnig sá skilningur hans á nýrri stjórnarskrá að þar séu forseta fengin aukin völd. Það gæti að hans mati opnað möguleika á enn meiri sókn hans inn á hið pólitíska svið en nokkru sinni sinni fyrr. http://omarragnarsson.blog.is Ómar Ragnarsson Ísland verður sorptunna Þessa dagana er fyrsta skrefið stigið að því að gera Ísland að sorptunnu fyrir erlent sorp. Auð- vitað er það Reykjanesbær sem hefur frumkvæðið. Þar í bæ er Kalka, sorpeyðingarstöð sveitar- félaganna. Fjárhagur hennar er einkar bágborinn sem annarra græðgisævintýra Árna Sigfússonar bæjarstjóra. http://jonas.is Jónas Kristjánsson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.