Fréttablaðið - 29.02.2012, Blaðsíða 23
SAFETRAVEL
MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 2012 Kynningarblað um snjóflóðaöryggisbúnað, leiðarval og annað fyrir örugg ferðalög.
SNJÓFLÓÐAÖRYGGIS
BÚNAÐUR OG LÍFSLÍKUR Í
SNJÓFLÓÐUM
Safetravel og Slysavarnafélagið
Landsbjörg bjóða þér að sækja
fyrirlesturinn „Snjóflóðaöryggis-
búnaður og lífslíkur í snjóflóðum”.
Fyrirlesturinn verður haldinn í
húsnæði Hjálparsveitar skáta í
Reykjavík að Malarhöfða 6 og í
húsnæði Súlna – björgunarsveitar
Akureyrar að Hjalteyrargötu 12.
Fyrirlesturinn hefst á báðum
stöðum kl. 20. Farið verður
yfir það hvernig mismunandi
búnaður virkar og hvernig hann
miðar að því að auka lífslíkur þess
sem lendir í snjóflóði. Þetta er
fyrirlestur sem enginn er ferðast
til fjalla ætti að láta fram hjá sér
fara.
MYND/ÓLAFUR LARSEN ÞÓRÐARSON
AÐ VERÐA FYRIR
SNJÓFLÓÐI
Ef þú lendir í snjóflóði geta
lífslíkur þínar aukist mikið með
réttum viðbrögðum. Hið fyrsta
sem þú átt að gera er að reyna
að halda þér upp úr flóðinu
með því að taka sundtökin. Ef
þú hefur einhverja möguleika
á því að reyna að verja nef og
munn skaltu reyna að gera það
svo öndunarvegurinn fyllist
ekki af snjó. Þegar þú finnur
að snjóflóðið hægir á sér, er að
stöðvast skaltu hreyfa þig eins
og þú getur til að skapa þér
rými til að hreyfa þig og anda.
Allan tímann skaltu reyna að
halda ró þinni. Sparaðu kraftana
þar til þú heyrir í leitarmönnum
og kallaðu þá eftir aðstoð –
mundu að þú heyrir betur í
þeim en þeir í þér.
RÉTT VIÐBRÖGÐ
SKIPTA SKÖPUM
Lífslíkur fólks sem grefst í snjó-
flóðum á víðavangi hafa verið
rannsakaðar töluvert. Nú er talið
að 90-93% þeirra sem grafast
alveg í snjóflóði séu á lífi fyrstu
15 mínúturnar eftir að flóðið
stöðvast. Mjög margir látast
síðan vegna köfnunar á
næstu 30 mínútum þar
á eftir en þau 25% sem
eru á lífi 45 mínútum
eftir að flóðið stöðvast,
eru þeir sem ná að anda
í flóðinu. Niðurstöðurnar
af þessari tölfræði eru
augljósar. Björgun fram-
kvæmd af þeim sem
eru á staðnum þegar
flóðið fellur er lang-
mikilvægust og
slík félagabjörgun
er árangursríkust
með snjóflóðaýli.
Guðmundur Jónsson, einn fjallgöngumannanna, segir að það hafi komið sér
mjög á óvart hversu fljótar björg-
unarsveitir voru á vettvang. „Einn
okkar, Bjartmar Örn Arnarson,
var að fara í sjötta skiptið á jök-
ulinn. Hann hefur gengið á Mont
Blanc og er alvanur fjallgöngu-
maður. Ég hafði gengið á mörg
fjöll og var í annað skiptið á leið
upp Hvannadalshnúk. Við vorum
bæði vel skipulagðir og mjög vel
útbúnir fyrir þessa ferð,“ segir
Guðmundur.
Bjart og gott veður var þenn-
an dag. „Við lögðum af stað undir
morgun og vorum komnir að
toppnum þegar f lóðið fór af stað
um hádegi. Þetta var ekki stór
snjóskaf l en þegar hann rann
af stað braut hann undan okkur
þannig að við misstum fótanna.
Þetta var einungis 20 cm þykkur
snjóskafl, léttur snjór en í brattri
hlíð. Við vorum bundnir í línu
og ég var aftastur. Þegar snjór-
inn fór að hreyfast undan okkur
þá misstum við sem vorum aftast
jafnvægið með þeim afleiðingum
að allir fimm hröpuðu niður. Það
skaðaði þá þrjá sem voru á undan
okkur að við vorum bundnir
saman. Einn rif beinsbrotnaði,
annar ökklabrotnaði og sá þriðji
tognaði illa á ökkla. Við vorum í
45 gráðu halla svo það var snar-
bratt niður. Við runnum 70 metra
niður með flóðinu en þegar það
stoppaði var sem betur fer enginn
okkar í kafi. Við kölluðumst strax
á og það var mikill léttir að allir
voru með höfuðið uppi,“ greinir
Guðmundur frá.
Aðstoðin kom fljótt
Eftir að í ljós kom að þrír félag-
anna voru slasaðir veltu þeir
vöngum yfir hvað best væri að
gera í stöðinni. „Við ákváðum að
óska eftir aðstoð og náðum í al-
mannavarnastöð á Kirkjubæjar-
klaustri. Aðeins tveir í hópnum
voru göngufærir og við vorum
staddir í mikilli hæð. Aðgerða-
stöð í Reykjavík ákvað að senda
bæði björgunarsveit og þyrlu á
staðinn og við vorum þakklátir
fyrir það. Fjórir í fjallgönguhópn-
um eru flugmenn og vissu að það
gæti verið tæpt að ná mönnunum
í þetta miklum halla. Á meðan
þyrlan sveimaði fyrir ofan okkur
var björgunarsveitin á leiðinni á
vélsleðum og bílum. Auk þess
voru fjórir fallhlífarstökkvar-
ar úr björgunarleiðangrinum
sem stukku úr Fokker-vél og
voru fluttir með þyrlunni á slys-
stað. Það var í fyrsta skipti sem
fallhlífarsveitin var send á vett-
vang,“ segir Guðmundur enn
fremur.
Eftir að þeim slösuðu hafði
verið bjargað í þyrluna tíndum
við sem eftir vorum saman dótið
og héldum af stað niður. Um
sama leyti sáum við menn koma
gangandi til okkar en þeir höfðu
komið með þyrlunni og gátu að-
stoðað okkur með farangurinn.
Það var svo varla liðinn klukku-
tími þegar fyrstu vélsleðarn-
ir blöstu við. Björgunarsveitin
var ótrúlega fljót á vettvang. Við
erum ákaf lega þakklátir snar-
ræði björgunarsveitanna sem
stóðu afar vel að öllum aðgerð-
um.“
Snjóflóð hreif þá niður
snarbrattan jökulinn
Fimm vanir fjallgöngumenn lentu í snjóflóði í Virkisjökli í Hvannadalshnúk í lok maí 2006. Þrír þeirra slösuðust og var fjöldi
björgunarmanna kallaður til enda um erfiðar aðstæður að ræða.
Í snjóskafli. Mikil mildi var að ekki urðu
alvarleg slys á mönnum.
Ferðin gekk vel upp á toppinn þangað til
snjórinn gaf sig undir fótum þeirra.
Fjallgöngumennirnir voru bundnir saman
í línu sem skapaði hættu þegar flóðið féll.
Guðmundur Jónsson, einn fimmmenn-
inganna, segir að björgunarsveitin hafi
verið ótrúlega fljót á staðinn.
Félagarnir fóru á Hvannadalshnúk í björtu og fallegu veðri.
„Snjóflóðabakpokar byggja á lögmáli snjóflóða þegar stórir hlutir eins og
bílar standa upp úr á meðan fólk grefst undir flóðinu,“ útskýrir Ríkarður
Sigmundsson í Garmin-búðinni þar
sem finna má ABS-snjóflóðabakpoka.
„ABS hefur frá 1985 staðið fyrir
umfangsmiklum rannsóknum í
tengslum við þróun snjóflóðabak-
poka, en þeir hafa þann tilgang að
auka rúmmál einstaklings sem lendir
í snjóflóði þannig að hann fljóti ofan
til í flóðinu, eins og stærri hlutir gera.“
Í ABS-snjóflóðabakpoka eru tveir
stórir belgir, samanlagt 170 lítrar,
sem blása sjálfkrafa út þegar kippt er í handfang á pokanum. Belgirnir liggja
meðfram hliðum pokans og trufla því hvorki handa- né höfuðhreyfingar
einstaklings sem getur óþvingað kraflað sig áfram og séð í kringum sig.
„Á bak við ABS-bakpokana eru 270 skráð tilfelli úr snjóflóðum þar sem fólk
hefur verið með bakpokana á sér og björgunarlíkur hafa reynst 97 prósent.”
ABS-snjóflóðapokar fást í Garmin-búðinni, Ögurhvarfi 2 í Kópavogi. Sjá
nánar á www.garmin.is
LÍFSBJÖRG Í SNJÓFLÓÐI
Snjóflóðabakpokar hafa sannað gildi sitt til bjargar mannslífum í
snjóflóðum.
Ríkarður Sigmundsson með ABS-snjó-
flóðabakpoka í Garmin Búðinni. MYND/VALLI
„Níu af hverjum tíu sem látast í snjóflóðum deyja vegna súrefnisskorts eða of
mikils þrýstings á lungu þegar þeir grafast djúpt undir. Því er helsta markmið
varnarbúnaðar að halda þeim sem lenda í snjóflóði
á yfirborði þess, með því að auka ummál þeirra með
uppblásanlegum belgjum,“ upplýsir Kolbeinn Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri Frera ehf. sem býður
snjóflóðabakpoka frá Backcountry Access (BCA).
„Snjóflóðabakpoki nýtist eins og hver annar
bakpoki, en býr yfir innbyggðum 150 lítra belg sem
blæs upp þegar kippt er í gikk á pokanum,“ útskýrir
Kolbeinn.
BCA-bakpokar hafa margsannað sig í björgun
mannslífa í snjóflóðum. „BCA hannar bakpoka sína
út frá áratuga rannsóknum á snjóflóðum og lífs-
reynslu fólks sem lent hefur í slíkum hamförum,“
segir Kolbeinn. „Snjóflóðabakpoki er lífsnauðsynleg-
ur búnaður við ferðamennsku í snjóugu brattlendi
og ekki síst fyrir vélsleðafólk. BCA-snjóflóðabakpok-
arnir byggja á nýrri og mun hagkvæmari tækni en eldri snjóflóðabakpokar
á markaðnum og eru fylltir lofti í stað gass, sem Freri sér um að fylla á að
kostnaðarlausu.“ Sjá nánar á www.freri.is
BELGIR SEM BJARGA
Freri selur snjóflóðabakpoka sem eru hannaðir út frá rannsóknum á
snjóflóðum og lífsreynslu fórnarlamba sem lent hafa í þeim.
Kolbeinn Guðmundsson
með BCA-snjóflóða-
bakpoka frá Frera ehf.
MYND/STEFÁN