Fréttablaðið - 08.03.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.03.2012, Blaðsíða 4
8. mars 2012 FIMMTUDAGUR4 FRÆÐSLA Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóða- mál, efnir til hádegisfundar á morgun til að ræða skipulagða glæpastarfsemi og viðbrögð yfir- valda við henni. Þeir Jón F. Bjart- marz, yfirlögregluþjónn hjá ríkis- lögreglustjóra, og Karl Steinar Valsson, hjá embætti lögreglu- stjórans á höfuðborgarsvæðinu, eru gestir fundarins og gefa inn- sýn í málið. Fundurinn verður í ráðstefnu- sal Þjóðminjasafns við Suðurgötu á morgun milli tólf og eitt. - shá Varðberg boðar til fundar: Glæpir og yfir- völd til umræðu TILBOÐ á 1 lítra Kókómjólk DÓMSMÁL „Brotin eru mjög alvarleg og beindust gegn lífi og heilsu brotaþola,“ sagði Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir aðstoðarsaksóknari í lokamálflutningi vegna skotárásar sem átti sér stað á lóð bílasölu við Tangabryggju í Reykjavík í nóvember síðastliðnum. Aðalmeðferð máls- ins lauk um hádegisbil í gær fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og dóms að vænta eftir þrjár til fjórar vikur. Farið var fram á sex ára fangelsisdóm yfir Kristjáni Halldóri Jenssyni fyrir tilraun til manndráps þegar hann hleypti í tvígang af afsagaðri haglabyssu á bíl með tveimur mönn- um innanborðs. Fyrst skaut hann að bílnum á lóð bílasölunnar og svo út um bílglugga eftir elt- ingarleik við hringtorg við Bíldshöfða. Margrét Unnur kvað svo þriggja ára fangels- isdóm hæfilegan fyrir Tómas Pálsson Eyþórs- son og tvö ár fyrir Axel Má Smith sem gefið er að sök að hafa tekið þátt í árásinni og skipulagn- ingu hennar. Komið hefur fram fyrir dómi að málið eigi sér rætur í deilum við annað fórnarlamb árás- arinnar vegna meintrar skuldar Tómasar. Ákærðu segja ætlan sína bara hafa verið að hræða fórnarlambið frá frekari innheimtuað- gerðum. Maðurinn sem fyrir árásinni varð var færður fyrir dóm í gærmorgun eftir að hafa skrópað daginn áður. Fyrir dómi bar hann svo við algjöru minnisleysi um nær alla þætti málsins, þar á meðal um skýrslugjöf sína hjá lögreglu strax eftir árásina. Hann hefur einnig fallið frá skaðabótakröfu í málinu. Hinn maðurinn sem var í bílnum gerir 1,2 milljóna króna skaðabótakröfu vegna árásar- innar. - óká Í DÓMSAL 101 Farið er fram á að Tómas, Axel og Kristján verði sakfelldir fyrir tilraun til manndráps vegna skotárásar. Þyngsti dómurinn sem farið er fram á vegna skotárásar í Bryggjuhverfi í Reykjavík í fyrra er sex ár: Skrópaði fyrir dómi og mundi svo ekki neitt BANDARÍKIN, AP Mitt Romney bætti við sig að minnsta kosti 212 kjör- mönnum á „stóra þriðjudeginum“, þegar forkosningar voru haldnar í tíu ríkjum Bandaríkjanna. Hann er þar með kominn með 415 kjörmenn samkvæmt taln- ingu AP-fréttastofunnar, en það er meira en mótframbjóðendurnir þrír eru komnir með samanlagt. Næstur honum er Rick Santorum með 176 kjörmenn, síðan kemur Newt Gingrich með 105 kjörmenn og loks Ron Paul með 47 kjör- menn. Romney þarf hins vegar að fá 1.144 kjörmenn til þess að verða forsetaefni Repúblikana- flokksins, og vantar því enn 729 kjörmenn. - gb Mitt Romney jók forskot sitt: Kominn hálfa leið að markinu MITT ROMNEY Segist eiga meiri mögu- leika en hinir á að sigra Obama í haust. NORDICPHOTOS/AFP JAFNRÉTTISMÁL Opið hús verður hjá Stígamótum í dag í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Stígamót halda upp á afmæli sitt á þessum degi og gefa út ársskýrslu sína af því tilefni. Víða annars staðar er einnig haldið upp á daginn. Hátíðardag- skrá verður í Iðnó þar sem sjö konur halda erindi auk þess sem skemmtiatriði verða. Viðskipta- ráð Íslands stendur fyrir fundi á Hilton um mikilvægi góðra stjórn- arhátta og fjölbreytni í stjórnum fyrirtækja. Á Grand hóteli verð- ur haldinn fundur um starfslok kvenna. Á Akureyri býður Jafn- réttisstofa til fundar á Hótel Kea þar sem Kvennaframboðsins verð- ur minnst, en í ár eru þrjátíu ár frá stofnun þess. - þeb Baráttudagur kvenna er í dag: Opið hús hjá Stígamótum ATVINNUMÁL Bjóða á allt að eitt þúsund ný störf á atvinnumessu sem fram fer í Laugardalshöll milli klukkan tíu og fjögur í dag. Fram kemur á vef Samtaka ferðaþjónustunnar, sem þátt taka í átakinu, að um sé að ræða sam- eiginlegt framtak atvinnulífsins, stéttarfélaga og stjórnvalda. Messan er hluti af átaksverk- efninu Vinnandi vegur sem hóf göngu sína 21. febrúar með það markmið að fjölga störfum og minnka atvinnuleysi. - óká Atvinnumessa í Laugardal: Bjóða allt að 1.000 ný störf VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 12° 8° 9° 7° 9° 5° 7° 7° 18° 12° 15° 11° 17° 1° 10° 22° 2° Á MORGUN 10-18 m/s. LAUGARDAGUR 8-15 m/s. 1 1 3 -3 -1 0 0 2 3 1 1 15 10 13 10 9 7 5 13 6 5 7 6 6 6 6 5-1 00 1 1 ÉLJAGANGUR Það lítur ekki út fyrir góðviðri á næst- unni fyrir suður- og vesturhluta lands- ins. Svipað veður á morgun en á laug- ardag verður stíf suðvestanátt með töluverðri úrkomu og hlýnandi veðri. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A N TO N UTANRÍKISMÁL Fjölbreytt samstarf Frakklands og Íslands um mál- efni Norðurslóða og heimskaut- anna er í deiglunni eftir fund Össurar Skarphéðinssonar utan- ríkisráðherra með starfsbróður sínum, Alain Juppé, í gær. Evrópu- mál í víðu samhengi voru þó efst á baugi. Juppé undrast hugmyndir hér á landi um upptöku annarrar myntar en evrunnar. Juppé segir Íslendinga eiga stuðning Frakka vísan í viðræðum um erfiða þætti aðildarviðræðna okkar að ESB. „Við urðum ásáttir um að gera samkomulag um samstarf þjóð- anna um heimskautamálefni,“ segir Össur í viðtali við Frétta- blaðið í gærdag. Og mikið stend- ur til. Frakkar bjóða íslenskum vís- indamönnum aðstöðu í rannsókn- arstöðvum sínum á Svalbarða og Suðurskautslandinu og senda sína sérfræðinga til starfa við norður- slóðarannsóknir á Akureyri. Vilji er fyrir að koma á aukinni sam- vinnu milli Háskólans á Akureyri og hinnar virtu Pierre og Marie Curie vísindastofnunar í París. Íslendingum verður sérstaklega boðin þátttaka í stóru verkefni um efnahagsleg og félagsleg áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóð- um. Þá ætli löndin að halda sam- eiginlega ráðstefnu á vettvangi OECD um norðurslóðamál. „Þetta allt fellur undir þá stefnu okkar að ná tvíhliða samstarfi, með raunhæfum verkefnum, við sem flestar þjóðir á þessu sviði,“ segir Össur, sem fundaði einn- ig með Michel Rocard, fyrrver- andi forsætisráðherra Frakka og nú sendiherra um málefni heim- skautanna. Varðandi aðildarviðræðurn- ar að ESB lagði Össur áherslu á að þeim yrði hraðað og að efnis- legar viðræður myndu hefjast sem fyrst, sérstaklega um sjávar- útvegsmál. „Juppé sagðist hafa fullan skilning á þessari afstöðu okkar og sagði Íslendinga ekki þurfa að óttast annað en fullan stuðning Frakka,“ segir Össur og bætti við að áhugaverð umræða hafi spunnist um gjaldmiðlamál á fundinum. Hann gerði grein fyrir ókostum gjaldeyrishafta og lýsti þeirri skoðun sinni að án þess að taka upp aðra mynt gæti reynst erfitt að afnema þau. Juppé þekkti stöðuna hér vel og lýsti undrun sinni á vangaveltum um upptöku Kanadadollars. „Hann taldi að í okkar stöðu, og þá vegna mikilla viðskipta við ESB, væri evran eini raunhæfi kosturinn til að taka upp aðra mynt á Íslandi.“ Juppé vék að erfiðleikum á evrusvæðinu og aðgerðum til að hindra að þeir endurtækju sig. „Hann sagði reyndar að hann væri bjartsýnn og fullviss um að evran kæmi sterkari út úr brimskaflin- um, en hún var áður,“ segir Össur. svavar@frettabladid.is Fjölbreytt samstarf um Norðurslóðamál Össur Skarphéðinsson og Alain Juppé, utanríkisráðherra Frakka, urðu ásáttir um víðtækt samstarf á sviði heimskautamálefna á fundi sínum í gær. Evrópa, aðildarviðræður að ESB og gjaldmiðlamál voru þungamiðja viðræðnanna. FUNDAÐ Í GÆR Össur og Alain Juppé ræddu í gær hvernig mætti binda enda á fjöldamorð Sýrlandsstjórnar gegn þegnum sínum og koma á friði í landinu. MYND/FRANSKA SENDIRÁÐIÐ Enginn fékk 112 milljónir Enginn var með allar tölurnar réttar í Víkingalottóinu en dregið var út í kvöld. Potturinn verður því tvöfaldur næst. Fyrsti vinningur kvöldsins var tæplega 112 milljónir króna. VÍKINGALOTTÓ GENGIÐ 07.03.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 226,4381 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 125,09 125,69 196,9 197,86 164,49 165,41 22,122 22,252 22,088 22,218 18,456 18,564 1,548 1,557 192,66 193,8 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.