Fréttablaðið - 08.03.2012, Blaðsíða 48
40 8. mars 2012 FIMMTUDAGUR
Hönnuðurinn Marc Jacobs var
gagnrýndur fyrir að ráða tvær
barnungar fyrirsætur til að taka
þátt í sýningu sinni á tískuvik-
unni í New York. Nú hefur Jacobs
aftur ratað í fréttir, í þetta sinn
fyrir að greiða ekki fyrirsætum
sínum laun.
Hin 17 ára gamla Hailey
Hasbrook vann langa og stranga
vinnudaga fyrir Jacobs í kringum
tískuvikuna án þess að fá greidd
laun. Stúlkan hélt úti bloggi meðan
á tískuvikunni stóð og sagði meðal
annars frá því að hún hefði eitt
sinn unnið til hálf fimm um morg-
uninn fyrir hönnuðinn og fengið
aðeins greitt í flíkum.
Blaðakonan og fyrrverandi fyr-
irsætan Jenna Sauers bendir á að
Marc Jacobs hafi með þessu brotið
CFDA reglu sem kveður á um að
fyrirsætur yngri en 18 ára megi
ekki vinna eftir miðnætti. Hún
bendir einnig á að það sé ekki
við hæfi að greiða fyrirsætu ekki
fyrir tuttugu klukkustunda vinnu,
heldur lofa henni aðeins vöru-
skiptum. „Fái fyrirsætur aðeins
greitt í vöruskiptum er ógjörning-
ur að hafa af starfinu lifibrauð,“
segir Saunders.
Jacobs er þó ósáttur við gagn-
rýnina og skrifaði á Twitter-síðu
sinni: „Fyrirsætur fá greitt í vöru-
skiptum. Ef þær vilja ekki vinna
fyrir mig, þá þurfa þær þess
ekki,“ skrifaði hönnuðurinn.
Gagnrýndur fyrir vinnusiðferði
GAGNRÝNDUR Marc Jacobs hefur hlotið
töluverða gagnrýni fyrir vinnusiðferði sitt
í kjölfar tískuvikunnar í New York.
NORDICPHOTOS/GETTY
Víkingafélagið Einherjar
fagnar fjögurra ára afmæli
sínu í dag, á baráttudegi
kvenna. Formaður félagsins
segir víkingalífið vera lífs-
stíl útaf fyrir sig og sjálfur
er hann fullstarfandi vík-
ingur.
Gunnar Víking Ólafsson stofnaði
Víkingafélagið Einherja 8. mars
árið 2008 og er hann einnig for-
maður félagsins. Fjórtán manns
eru skráðir í félagið, þar af tvær
konur, og tekur Gunnar fram að
það sé ávallt pláss fyrir fleiri með-
limi. „Við erum sýningamenn og
hittumst þrisvar í viku og æfum
skylmingar og vopnaburð fyrir
sýningar. Það er nóg pláss fyrir
nýliða í okkar röðum. Það eina
sem fólk þarf að gera er að hafa
samband eða kíkja niður í húsnæði
til okkar. Sítt hár og skegg er ekki
nauðsynlegt en nýliðar verða að
sækja námskeið í vopnaburði,“
upplýsir Gunnar Víking.
Félagið fékk úthlutað húsnæði í
Nauthólsvíkinni fyrir ári og luku
félagsmenn nýverið við að gera
húsið upp. Í kjölfar þess langar
félagana nú að koma á laggirn-
ar eigin víkingahátíð, ekki ólíkri
þeirri sem haldin er árlega í Hafn-
arfirði. „Stefnan er að halda svip-
aða hátíð og hefur verið í Hafn-
arfirði á vegum Rimmugýgjar.
Okkar félag hefur aldrei tekið
þátt í hátíðinni í Hafnarfirði, enda
eru þær sýningar á vegum félags-
manna Rimmugýgjar. Við telj-
um þó að það sé pláss fyrir fleiri
hátíðir í þessum dúr og þá víðar
um landið.“
Spurður út í vopnin sem Ein-
herja-menn nota segir Gunnar
Víking þau pöntuð að utan og að
það þurfi sérstakt leyfi frá Rík-
islögreglustjóra til að flytja inn
slíka gripi. „Vopnin eru raunveru-
leg þótt þau séu bitlaus og það má
ekki hver sem er flytja slíkt vopn
inn í landið. Sverðin eru mjög þung
og geta valdið skaða og þess vegna
er mikilvægt að fólk læri að með-
höndla þau rétt. Það eru einnig
vissar reglur sem þarf að fylgja;
það er bannað að slá andstæðing-
inn í háls eða höfuð og alveg bann-
að að meiða.“
Gunnar Víking er, líkt og nafnið
gefur til kynna, víkingur í húð og
hár. Hann ólst upp í Bandaríkjun-
um og segir skólafélaga sína aldrei
hafa kallað sig annað en „The Vik-
ing“ þegar hann var barn. „Þetta
er mitt starf og það sem ég geri.
Ég tók upp nafnið Víking fyrir
nokkru og það er einnig bílnúmer-
ið mitt. Ég hef alltaf haft mikinn
áhuga á víkingum og Þór var hetj-
an mín þegar ég var lítill strákur.
Það er líka skemmtilegt að segja
frá því að mamma mín vildi skíra
mig Víking Þór á sínum tíma en
í staðinn var ég skírður í höfuðið
á föðurafa mínum, Gunnari Sal
Úrsus, sterkasta manni Íslands.“
Hægt er að kynna sér starf
félagsins frekar á Facebook undir
nafninu Einherjar The Vikings of
Reykjavík. sara@frettabladid.is
Í fullu starfi sem víkingur
■ Á Íslandi eru starf-
andi nokkur víkinga-
félög. Þau helstu
eru Rimmugýgur í
Hafnarfirði, Einherjar
í Reykjavík, Hring-
horni á Akranesi,
Æsir á Akureyri og
loks Vestfjarðavík-
ingur á Vestfjörðum.
■ Víkingar þurfa að
klæðast sérstökum
klæðum og skó-
búnaði á sýningum.
Fötin eru sérsaumuð
bæði hér á landi og
erlendis.
■ Ekkert aldurstak-
mark er í Einherja
en þeir meðlimir
sem vilja bera vopn
verða að hafa náð
18 ára aldri.
■ Nýr meðlimur fær
ekki að vopnast
strax heldur skal
hann fyrst njóta
leiðsagnar þjálfara
um vopnaburð. Það
er svo þjálfarans að
meta hvort félaginn
sé fær til að berjast
með vopni.
■ Víkingar geta valið
milli sverðs, spjóts,
axar, eða hvers þess
vopns sem telst vera
hluti af æfingavopn-
um og menningu
víkingasögunnar.
NOKKUR VÍKINGAFÉLÖG STARFANDI Á ÍSLANDI
VÍKINGUR Gunnar Víking Ólafsson
er formaður og stofnandi víkinga-
félagsins Einherja, sem heldur upp
á fjögurra ára afmæli sitt í dag.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS
CAFÉ/BAR, opið 17-23 / www.bioparadis.is / midi.is Hluti af Europa Cinemas
FIMMTUDAGUR: BLACK’S GAME (SVARTUR Á LEIK) 17:50,
20:00, 22:10 MACHINE GUN PREACHER 17:30, 20:00,
22:30 THE AWAKENING 20:00, 22:00 THE SKIN I LIVE
IN 20:00 THE DESCENDANTS 22:20 MY WEEK WITH
MARILYN 18:00 ELDFJALL 18:00
ÍSL. TEXTI ENG. SUBS “MOVES LIKE A SNAKE ON SPEED” -TWITCHFILM
SVARTUR Á LEIK
(BLACK’S GAME) ENGLISH SUBTITLES
GERARD BUTLER
MACHINE GUN
PREACHERSKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis! Sami afsláttur fyrir öryrkja og eldri borgara.
SVARTUR Á LEIK 5.50, 8 og 10.15
JOURNEY 2 3D 6
SAFE HOUSE 8 og 10.20
THE GREY 10.15
THE IRON LADY 5.50 og 8
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
V.J.V. - Svarthöfði.is
H.S.K. - MBL
www.laugarasbio.is
-bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar
5%
FT
FBL
MBL
DV
PRESSAN.IS
KVIKMYNDIR.IS
TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI
YFIR 15.000 MANNS
Þ.Þ., FRÉTTATÍMINN
H.V.A., FRÉTTABLAÐIÐ
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5%
SVARTUR Á LEIK KL. 5.40 - 8 - 10.20 16
SVARTUR Á LEIK LÚXUS KL. 5.40 - 8 - 10.20 16
TÖFRATENINGURINN KL. 3.40 L
HAYWIRE KL. 5.50 16
GHOST RIDER 3D ÓTEXTUÐ KL. 5.50 - 10.20 12
THIS MEANS WAR KL. 8 - 10.15 14
STAR WARS EPISODE 1 3D ÓTEXTUÐ KL. 5 10
SAFE HOUSE KL. 10.20 16
SKRÍMSLI Í PARÍS 3D KL. 3.40 L
ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 3.40 L
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
SVARTHÖFÐI.IS
FRÉTTABLAÐIÐ
SVARTUR Á LEIK KL. 6 - 8 - 10 16 / THIS MEANS WAR KL. 6 14
GHOST RIDER 2 3D ÓTEXTUÐ KL. 10 12 / HAYWIRE KL. 8 16
SVARTUR Á LEIK KL. 5.40 - 8 - 10.20 16
TÖFRATENINGURINN KL. 6 L
GHOST RIDER 3D ÓTEXTUÐ KL. 8 12
THIS MEANS WAR KL. 8 - 10.15 14
STAR WARS EPISODE 1 3D ÓTEXTUÐ KL. 10.15 10
THE DESCENDANTS KL. 5.30 L
LISTAMAÐURINN KL. 6 - 8 - 10 L
FRÁBÆR FJÖLSKYLDUMYND MEÐ ÍSLENSKU TALI
boxoffice magazine
hollywood reporter
TILNEFND TIL 2 ÓSKARSVERÐLAUNA
TOM HANKS OG SANDRA BULLOCK
ERU STÓRFENGLEG Í ÞESSARI ÁHRIFARÍKU MYND
BYGGÐ Á METSÖLUBÓK.
BESTA MYND
BESTI LEIKARI Í AUKAHLUTVERKI – MAX VON SYDOW
blurb.com
Frá höfundi Death at a Funeral.Frábær
gamanmynd
með
sótsvörtum
húmor
FRÁBÆR ÆVINTÝRAMYND
FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
VANESSA HUDGENS, MICHAEL CAINE OG DWAYNE „THE
ROCK“ JOHNSON TRYGGJA ÓSTÖÐVANDI BÍÓSKEMMTUN
MÖGNUÐ ÞRÍVÍDD
Toppmyndin á Íslandi
og vinsælasta myndin
í heiminum í dag
ÓSKARS-
VERÐLAUN5
ÁLFABAKKA
10
10
7
7
12
12
V I P
EGILSHÖLL
12
16
16
L
16
16
L
L
7
THE WOMAN IN BLACK kl. 5:50 - 8 - 10:10 2D
THE WOMAN IN BLACK VIP kl. 5:50 - 8 - 10:10 2D
JOURNEY 2 : THE MYSTERIOUS ISLAND 3D kl. 5:50 3D
JOURNEY 2 : THE MYSTERIOUS ISLAND kl. 5:50 - 8 2D
A FEW BEST MEN kl. 8 - 10:10 2D
BEAUTY & THE BEAST - 3D (FRÍÐA OG DÝRIÐ) M/ ísl. Tali kl. 6 3D
HUGO Með texta kl. 5:30 - 8 - 10:30 2D
ONE FOR THE MONEY kl. 10:10 2D
CONTRABAND kl. 8 - 10:20 2D
10
7
12
16
16
L
KRINGLUNNI
THE WOMAN IN BLACK kl. 5:50 - 8 - 10:10 2D
JOURNEY 2 : THE MYSTERIOUS ISLAND 3D kl. 5:50 - 8 3D
EXTREMELY LOUD AND INCREDIBLY CLOSE kl. 8 2D
A FEW BEST MEN kl. 10:10 2D
SHAME kl. 10:40 2D
THE HELP kl. 5 2D
10
7
12
L
AKUREYRI
THE WOMAN IN BLACK kl. 8 - 10:20 2D
JOURNEY 2: THE MYSTERIOUS ISLAND kl. 6 3D
PRÚÐULEIKARARNIR enskt tal ísl texti kl. 6 2D
A FEW BEST MEN kl. 8 - 10:20 2D
THE WOMAN IN BLACK kl. 8 - 10:10 2D
JOURNEY 2: THE MYSTERIOUS ISLAND kl. 5:50 - 8 - 10:10 3D
FRÍÐA OG DÝRIÐ m/ísl tali kl. 6 3D
HUGO kl. 5:20 2D
HAYWIRE kl. 8 - 10:10 2D
PRÚÐULEIKARARNIR m/ens tali kl. 5:40 2D
A FEW BEST MEN kl. 8 - 10:20 2D
KEFLAVÍK
12
16
16
SVARTUR Á LEIK kl. 8 2D
THE WOMAN IN BLACK kl. 10:20 2D
A FEW BEST MEN kl. 8 - 10:10 2D
Time
Movieline
Myndin sem hefur setið síðustu 3
vikur á toppnum í Bretlandi og notið
gríðarlega vinsælda í USA.
Ein besta draugamynd síðari ára
FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS.
FRUMSÝND Á FÖSTUDAG