Fréttablaðið - 08.03.2012, Page 12
8. mars 2012 FIMMTUDAGUR12 12
hagur heimilanna
Tollar á nautakjöti og
lambakjöti hafa verið
lækkaðir til þess að koma
á jafnvægi á kjötmark-
aði í Noregi. Framleiðsla á
nautakjöti er minni en eftir-
spurn og hefur innflutning-
ur þess vegna aukist.
Komið verður á jafnvægi á
kjötmarkaði í Noregi í ár með
innflutningi og hafa tollar á
nautakjöti og lambakjöti verið
lækkaðir í því skyni, að því er
segir á vef norsku landbúnaðar-
stofnunarinnar.
Samkvæmt spám um horfur á
norska kjötmarkaðnum í ár verð-
ur framleiðslan á svínakjöti og
kjúklingum í Noregi nóg til þess
að anna eftirspurninni en sam-
kvæmt samningi við Alþjóða-
viðskiptastofnunina, WTO, gilda
svokallaðir WTO-innflutnings-
kvótar um bæði fiðurfé og svína-
kjöt. Vegna nýs samnings við
Evrópusambandið (ESB) er búist
við því að fugla- og svínakjöt bæt-
ist við norska markaðinn en kvót-
inn fyrir svínakjöt er 600 tonn án
tolla og 800 tonn fyrir fuglakjöt.
Framleiðsla á nautakjöti í Nor-
egi er talsvert minni en eftir-
spurnin. Framleiðslan hefur
minnkað á undanförnum árum
og innflutningur hefur þess
vegna aukist. Í ár verður flutt
inn nautakjöt á bæði WTO-kvóta
og ESB-kvóta. Þar við bætist inn-
flutningur á nautakjöti til Noregs
samkvæmt samningum við Nami-
bíu, Botsvana og Svasíland auk
Suður-afríska tollabandalagsins.
Á vefsíðu norsku landbúnaðar-
stofnunarinnar segir að innflutn-
ingurinn verði ekki nægur til
þess að koma á jafnvægi á kjöt-
markaðnum. Það þýði þó ekki
að skortur verði á nautakjöti í
ár. Stofnunin geti lækkað tolla á
kjöti til þess að auka innflutning
á þeim tímabilum sem kjöt vant-
ar. Lágir tollar á nautakjöti verða
í gildi þar til 1. apríl.
Greint er frá því að markað-
urinn fyrir lambakjöt sé nokkuð
stöðugur en árlega er flutt inn
lambakjöt til Noregs frá Íslandi,
Namibíu, Botsvana og Svasílandi.
Búist er við meiri framleiðslu á
lambakjöti í Noregi í ár en í fyrra
þegar beit var léleg. Þrátt fyrir
það er gert ráð fyrir tímabundn-
um skorti á lambakjöti og hafa
tollar þess vegna verið lækkaðir.
Tollkvóti Íslands fyrir lamba-
kjöt til Noregs er 600 tonn. Af
einstökum löndum er Noregur
mikilvægasti markaðurinn fyrir
lambakjötið, að sögn Ernu Bjarna-
dóttur, hagfræðings hjá Bænda-
samtökunum. ibs@frettabladid.is
Jafnvægi komið á
með innflutningi
LAMBAKJÖT Tollkvóti Íslands fyrir lambakjöt til Noregs er 600 tonn.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Niðurstöður evrópskra rannsókna sýna að ökumenn yngri en 25 ára eru í
þrisvar sinnum meiri hættu á að lenda í alvarlegu umferðaróhappi heldur en
eldri ökumenn. Framleiðendur Ford-bifreiða setja í haust á markað bíl sem
hægt verður að fá með aukabúnaði sem fær ungt fólk til þess að aka varlegar.
Með búnaðinum, sem kallast MyKey, verður hægt að stilla inn þann hámarks-
hraða sem hægt verður að aka bílnum á, setja dempara á hljóðið úr græjunum
í bílnum og minna ökumann á að festa á sig öryggisbeltið. Á sumum bílum
verður um staðlaðan búnað að ræða en kaupa verður búnaðinn fyrir aðra bíla.
■ Bílar
Hægt að takmarka hraða í nýjum bíl frá Ford
GÓÐ HÚSRÁÐ
Stundum hefur fólk lent í vandræðum við kökubakstur þar sem koma þarf
kremi eða rjóma á milli laga.
Óþarfa umstang er að baka marga botna því með einföldum og áhrifaríkum
hætti er hægt að skipta upp köku sem bökuð hefur verið í djúpu bökunar-
formi. Gæta þarf þess að kakan fái að jafna sig aðeins áður en hún er
tekin úr ofninum, en síðan er brugðið snæri á hana miðja, settur
á einfaldur hnútur og dregið í snærisendana þannig að
lykkjan sem myndast á snærinu skeri kökuna áður en
hnúturinn myndast. Síðan er einfalt að draga snærið
með hnútnum út úr kökunni. Gott er að nota girni
eða jafnvel tvinna við verkið, því gildari þráður
getur orðið til þess að upp úr botninum molnar
eða brotnar.
Hefja á flokkun á sorpi til end-
urvinnslu í Kópavogi í sumar.
Markmiðið er að endurvinna allt
að fjórðung af því sorpi sem íbú-
arnir skila frá sér.
„Á hverju ári falla til um 175
kílógrömm af sorpi á hvern íbúa
Kópavogs eða samtals 1.300 tonn
á ári. Með sorpflokkuninni er
vonast til að um 44 kílógrömm
af þessum 175 kílógrömmum fari
til endurvinnslu,“ segir í tilkynn-
ingu frá Kópavogsbæ.
Fram kemur að Kópavogsbær
hafi í upphafi ársins efnt til sam-
eiginlegs útboðs með Mosfellsbæ
á evrópska efnahagssvæðinu.
Alls hafi sjö tilboð borist og til-
boð frá Hafnarbakka – Flutn-
ingatækni ehf. verið hagstæðast.
„Hafist verður handa við að
dreifa um níu þúsund bláum end-
urvinnslutunnum til bæjarbúa í
maí og er miðað við að það taki
um það bil fimm vikur að koma
þeim til allra íbúa bæjarins,“
segir í fréttinni.
„Markmið Kópavogsbæjar er
að auka þjónustu við bæjarbúa,
hvetja til endurvinnslu og draga
úr úrgangi sem fer til urðunar.
Það þýðir að bæjarbúar hafa
framvegis tvær tunnur við hús
sín; þá svörtu sem verður áfram
undir almennt sorp og þá bláu
sem í fer pappír, dagblöð, pappa-
kassar og fernur sem sent er til
endurvinnslu.“ - gar
Níu þúsund endurvinnslutunnum dreift í Kópavogi:
Vilja endurvinna
fjórðung sorpsins
SAMIÐ UM SORPTUNNUR Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Stefán L. Stefánsson,
deildarstjóri hjá Kópavogsbæ, undirrituðu samkomulag um endurvinnslutunnur við
fulltrúa Hafnarbakka, Svein Hannesson og Ómar Þórðarson.
ER SÚ HÆKKUN sem hefur orðið á verði 2 lítra
kókflösku á 10 árum. Í febrúar kostaði flaskan 275
krónur en tíu árum fyrr kostaði hún 205 krónur.
34,15%
„Að hjóla er eins og kynlíf.
Maður gleymir því aldrei.
Svo eru hjólreiðar líka fín hreyfing.”
Safnaðu mottu og áheitum á www.mottumars.is
H
:N
M
ar
ka
ðs
sa
m
sk
ip
ti
/ S
ÍA
Hægt er að skrá sig á námskeiðið með tölvupósti á lagmuli@heilsuhusid.is
eða í síma 578 0300 milli kl. 10 -18 virka daga. Verð kr. 6.100,-
Ath! Takmarkaður fjöldi
Á námskeiðinu verður þessum spurningum m.a. svarað:
• Hvernig er best að byrja?
• Hvernig á að sá/forrækta?
• Hvernig er plantað út?
• Hvaða áhöld þarf?
•Hvernig fá plönturnar næringu?
• Hvað þarf til að fá uppskeru
allt sumarið?
• Hvaða jurtir eru fjölærar?
HEIÐUR BJÖRNSDÓTTIR kennir hve auðvelt er að rækta grænmeti og kryddjurtir og
gefur góð ráð sem nýtast byrjendum jafnt sem lengra komnum.
Miðvikudaginn 14.mars kl. 19.30 - 22.30
Fimmtudaginn 22.mars kl. 19.30 - 22.30
Þriðjudaginn 27.mars kl. 19.30 - 22.30
Húsgagnaverslunin IKEA hefur innkallað ofngrindur úr NUTID og FRAMTID
ofnum þar sem grindurnar sem fylgdu með ofnunum eru ekki nógu breiðar.
Þær geta þess vegna dottið niður við notkun og valdið brunaslysum. Í tilkynn-
ingu frá IKEA kemur fram að ekki hafi borist tilkynningar um slys.
Innköllunin nær aðeins til ofna með framleiðsludagsetningu 1134-1150 (ár/
vika) og ákveðin vörunúmer. Framleiðsludagsetningu og vörunúmer má sjá á
miða framarlega innan í ofninum þegar hurðin er opnuð.
Sjálfar ofnskúffurnar passa í ofninn og eru ekki innkallaðar.
■ Slysahætta
IKEA innkallar ofngrindur vegna
hættu á brunaslysum