Fréttablaðið - 08.03.2012, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 08.03.2012, Blaðsíða 50
8. mars 2012 FIMMTUDAGUR42 sport@frettabladid.is NIGEL QUASHIE verður að öllu óbreyttu spilandi aðstoðarþjálfari hjá 1. deildarliði ÍR næsta tímabilið, auk þess að sinna þjálfun í nýstofnum afreksskóla félagsins. Eftir á að ganga frá samningum við Quashie sem spilaði sem atvinnumaður í Englandi frá 1995 til 2010. Hann er þó aðeins á 34. aldursári. FÓTBOLTI Ísland tapaði í gær fyrir Danmörku, 3-1, í leik um fimmta sætið á Algarve-æfingamótinu í Portúgal. Hólmfríður Magnús- dóttir skoraði mark Íslands. Liðið komst alla leið í úrslit í fyrra en í ár tapaði liðið öllum leikjum sínum nema einum. Sigurður Ragnar Eyjólfs son landsliðsþjálfari er sáttur við niðurstöðuna enda settu forföll og meiðsli lykilmanna stórt strik í reikninginn að þessu sinni. „Ég er að mestu leyti sáttur við mótið,“ segir Sigurður Ragnar. „Við eigum okkar mikilvægasta leik í undankeppni EM fram undan – gegn Belgíu í byrjun apríl – og margir leikmenn enn á undirbún- ingstímabilum með sínum liðum. Þetta mót nýttist því vel til að sjá hvernig leikmenn standa og hverj- ir væru tilbúnir fyrir leikinn gegn Belgum.“ Flestar bestu þjóðir heims taka þátt í Algarve-mótinu og var Ísland í sterkum riðli. Sigurður Ragnar sagði ýmislegt gott við frammistöðu Íslands þrátt fyrir þrjá tapleiki. „Ég var ánægður með fyrsta leikinn sem var gegn Þýska- landi. Við töpuðum að vísu 1-0 en spiluðum góða vörn gegn Evrópumeisturunum. Það var helst að ég var ósáttur við fyrri hálfleikinn gegn Svíum en þar var varnarleikurinn alls ekki góður. Seinni hálfleikurinn var svo fínn,“ segir Sigurður Ragnar. Hann var svo ánægð- ur með 1-0 sigurinn gegn Kína á mánudag- inn en segir að leikmenn hafi verið þreyttir gegn Dönum í gær. Meiðsli hafi líka sett strik í reikninginn. „Ég valdi 21 leikmann í lands- liðshópinn fyrir þessa ferð en var svo bara með þrjá nothæfa varamenn á bekknum í þessum leik. Ég hef aldrei lent í svo miklum vandræðum vegna meiðsla leik- manna síðan ég tók við liðinu,“ segir Sig- urður Ragnar. „Það jákvæða er þó að óreyndir leikmenn fengu tækifæri til að spreyta sig og sumir þeirra stóðu sig mjög vel og stimpl- u ð u s i g mjög vel inn í lands- liðið með sinni frammi- stöðu. Elísa Ósk Viðars- dóttir stóð sig vel, Rakel var góð í hægri bakverðinum og Guðný Björk Óðinsdóttir var góð. Ég var ekki bara að horfa á úrslitin heldur að finna rétta liðið fyrir leikinn gegn Belgíu.“ Sigurður Ragnar hefur ekki afskrifað neinn leikmann fyrir leikinn gegn Belgíu þrátt fyrir meiðslin. „Auðvitað er ástand þeirra leikmanna mis- jafnt en ég bind vonir við að flestir verði búnir að jafna sig fyrir leikinn.“ Hann segist sáttur við sjötta sætið á Alg- arve. „Þetta er mjög sterkt mót og öll liðin fyrir ofan okkar eru hærra skrifuð en við. Það er meira að segja eitt lið fyrir neðan okkur sem er hærra skrifað [Noregur]. Við verðum að vera sátt við það.“ eirikur@frettabladid.is Erum sátt við sjötta sætið Ísland hafnaði í sjötta sæti á Algarve-æfingamótinu í Portúgal eftir 3-1 tap fyrir Danmörku í leik um fimmta sætið í gær. „Góður undirbúningur fyrir mikilvæg- asta leik okkar í undankeppni EM,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari. HÓLMFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR Meistaradeildin 16 liða úrslit APOEL Nicosia - Lyon ólokið (1-0) 1-0 Gustavo Manduca (8.). Leikurinn var fram- lengdur og var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun. Barcelona - Bayer Leverkusen 7-1 1-0 Lionel Messi (25.), 2-0 Messi (42.), 3-0 Messi (49.), 4-0 Cristian Tello (55.), 5-0 Messi (58.), 6-0 Cristian Tello (62.), 7-0 Messi (85.), 7-1 Karim Bellarabi. (90.). Barcelona vann samanlagt 10-2. Enski bikarinn 16 liða úrslit Tottenham - Stevenage 3-1 0-1 Joel Byrom, víti (4.), 1-1 Jermain Defoe (25.), 2-1 Emmanuel Adebayor, víti (55.), 3-1 Jermain Defoe (75.) Tottenham fær heimaleik á móti Bolton í átta liða úrslitunum. Iceland Express kvenna Haukar - Keflavík 84-68 (32-26) Stigahæstar: Tierny Jenkins 24 (17 frák./7 stoðs./7 stolnir), Jence Ann Rhoads 22 (7 frák./8 stoðs.), Íris Sverrisdóttir 21 - Pálína Gunnlaugsdóttir 22, Jaleesa Butler 13 (9 frák./6 varin), Eboni Mangum 12, Hrund Jóhannsd.10. Hamar - Fjölnir 71-77 (34-28) Stigahæstar: Fanney Lind Guðmundsdóttir 19, Katherine Virginia Graham 18 (10 stoðs./6 stolnir), Marín Davíðsdóttir 16 (15 frák.) - Brittney Jones 30 (9 stoðs.), Jessica Bradley 24 (17 frák.), Katina Mandylaris 10 (20 frák.). Njarðvík - Snæfell 97-92 (54-43) Stigahæstar: Lele Hardy 49 (21 frák./8 stoðs.), Petrúnella Skúladóttir 15, Eyrún Líf Sigurðardóttir 8 - Kieraah Marlow 22 (8 frák./6 stoðs.), Jordan Murphree 19 (13 frák./5 stoðs.), Hildur Sigurðardóttir 16 (13 frák./7 stoðs.), Hildur Björg Kjartansdóttir 14, Alda Leif Jónsdóttir 14. STAÐAN Í DEILDINNI Keflavík 26 20 6 1991-1819 40 Njarðvík 26 19 7 2161-1951 38 Snæfell 26 14 11 1906-1940 28 Haukar 26 13 13 1908-1863 26 KR 26 13 13 1904-1808 26 Valur 26 11 15 1908-1928 22 Fjölnir 26 8 18 1856-2125 16 Hamar 26 6 20 1807-2007 12 ÚRSLIT Í GÆR Misstu ekki af stórleikjum dagsins • sérútgáfa • 8. mars 2012 216 KR. Á DAG Stöð 2 Sport og fylgistöðvar KAUPTU ÁSKRIFT Á STOD2.IS FÍ TO N / S ÍA VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 í dag kl. 17.50 Sporting lisbon - MANCHESTER City Toppliðið í ensku deildinni heimsækir portúgalska stórveldið. Leikurinn er sýndur bæði á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD. í kvöld kl. 20.00 Standard Liege - Hannover 96 Birkir Bjarnason og félagar mæta þýska stálinu í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport 3. TIL Í SLAGINN? Rooney og félagar fá eitilharða Bilbæinga í heimsókn. Leikurinn er einnig sýndur í HD. Á STÖd 2 SPORT KL. 19.50 MAN. UtD. - AtHletic BILBAO LÉTTÖL FÓTBOLTI Lionel Messi og félagar í Barcelona sýndu enga miskunn í gærkvöldi þegar þeir slógu þýska liðið Bayer Leverkusen út úr sextán liða úrslitum Meistara- deildarinnar. Barcelona vann leikinn 7-1 og þar með saman- lagt 10-2. Messi skoraði fimm og hefur skorað 12 mörk í 7 leikjum í keppninni í ár. Lionel Messi skoraði tvö mörk í fyrri hálfleiknum, það fyrra á 25. mínútu með laglegri vippu eftir glæsilega stungusendingu frá Xavi og það síðara á 42. mínútu eftir sendingu frá Andrés Iniesta. Barcelona vann fyrri leikinn 3-1 og úrslitin voru því ráðin í hálf- leik. Messi var búinn að innsigla þrennuna eftir fjögurra mínútna leik í seinni hálfleik og bætti síðan við tveimur mörkum áður en yfir lauk. Varamaðurinn Cristian Tello skoraði hin tvö mörkin. - óój Stórsigur Barca á Leverkusen: Meistari Messi LIONEL MESSI Skoraði fimm. MYND/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.