Fréttablaðið - 08.03.2012, Blaðsíða 22
22 8. mars 2012 FIMMTUDAGUR
Á síðustu vikum hafa málefni stundakennara og stunda-
kennslu við Háskóla Íslands verið
nokkuð í umræðunni. Launakjör
þeirra hafa ekki að ósekju hlotið
mesta athygli. Launataxti sá sem
ríkið og opinberir háskólar lands-
ins með Háskóla Íslands í broddi
fylkingar bjóða þessu starfsfólki
sínu er kostulegur. Sérfræðing-
ur með doktorspróf fær innan við
2.000 krónur á tímann og velta má
fyrir sér hvaða skilaboð Háskóli
Íslands sendir til samfélagsins með
þessum launakjörum. Ef menntun
stundakennara er svona lítils virði,
hvers virði er þá sú menntun sem
HÍ býður nemendum upp á?
Það eru þó fleiri hliðar á málefn-
um stundakennara sem skipta ekki
síður máli en launatalan ein og sér.
Árið 2011 kenndu stundakennarar
30% af heildarkennslumagni í boði
við HÍ. Rétt eins og það er fullkom-
lega eðlilegt að ákveðið hlutfall
kennslumagns sé í höndum stunda-
kennara, t.a.m. til að tryggja tengsl
við atvinnulíf og fá aðgang að þekk-
ingu sem ekki er til staðar meðal
fastráðinna kennara háskólans, er
í hæsta máta óeðlilegt að stunda-
kennarar kenni nánast þriðjung
kennslumagns við HÍ.
Það liggur í augum uppi að magn
stundakennslu er sparnaðarráð.
Í raun er það „tær snilld“ fyrir
fjárhag HÍ. Það er erfitt að túlka
það öðruvísi en verið sé að manna
störf með ódýru vinnuafli sem
annars þyrfti að fastráða fólk í. Á
sama tíma og HÍ útskrifar fleiri
doktora en nokkurn tíma áður
eru atvinnutækifærin í opinbera
háskólaumhverfinu vart önnur en
stundakennsla.
Fjölbreyttur hópur stundakennara
Hópur stundakennara er mjög fjöl-
breyttur. Langflestir af þeim um
það bil 2.000 einstaklingum sem
sinntu stundakennslu við Háskóla
Íslands á síðasta ári eru „sérfræð-
ingar utan úr bæ“. Það er fólk
sem kemur inn í kennslu í 10-15
kennslustundir í krafti starfs síns
utan HÍ eða sérfræðiþekkingar.
Megnið af þeim kennslustundum
sem stundakennarar inna af hendi
eru hins vegar unnar af öðrum,
mun fámennari hópi sem má skipta
í þrennt innbyrðis. Þar má fyrst
telja sérfræðinga sem starfa við HÍ
í öðrum stöðum en akademískum.
Þetta eru t.d. sumir sérfræðingar
Raunvísindastofnunar eða Félags-
vísindastofnunar. Í annan stað eru
stundakennarar sem eru í námi við
HÍ. Þetta eru yfirleitt framhalds-
nemar og með eflingu doktorsnáms
hefur mögulegum stundakennurum
fjölgað mjög. Í þriðja lagi eru þeir
stundakennarar sem hafa enga
starfstengingu aðra við stofnunina.
Þetta er fólk sem hefur jafnvel lifi-
brauð sitt af stundakennslu.
Hvorki starfsmenn né verktakar
Háskóli Íslands hefur kosið að
bjóða öllum stundakennurum sömu
kjör. Það þýðir að óháð hvaða hópi
hér að ofan fólk tilheyrir þá skal
það skilgreint sem tímavinnufólk.
Þetta gæti átt við um „sérfræðinga
utan úr bæ“ en vandséð af hverju
það ætti að eiga við aðra hópa
stundakennara, þá sem kenna mest.
Hefðbundin löggjöf um launafólk á
ekki við stundakennara þar sem
samningur vegna þeirrar kennslu
sem innt er af hendi hefur ekki
stöðu ráðningarsamnings. Laun
stundakennara eru ákveðin ein-
hliða af sk. Samráðsnefnd Háskól-
ans. Hún hefur aldrei haft sam-
ráð við fulltrúa stundakennara um
launakjör svo vitað sé. Stéttarfélög
hafa heldur ekki virka aðkomu að
ákvörðun Samráðsnefndar. Hvar
á vinnumarkaði þykir ásættanlegt
að nefnd á vegum vinnuveitenda
ákvarði laun fólks einhliða?
Málefni stundakennara í ólestri
Allt stoðkerfi HÍ er ófært um að
sinna svo miklum fjölda stunda-
kennara. Það þýðir að starfs-
umhverfi stundakennslu við
Háskóla Íslands er í ólestri. Hvert
svið og jafnvel hver deild og náms-
braut hefur sitt verklag og jafnvel
ólíkar reglur um launagreiðslur.
Það óefni sem málefni stunda-
kennara eru komin í ber vitni um
skeytingarleysi yfirstjórnar og
rektors Háskóla Íslands gagnvart
stundakennurum – hópi sem stofn-
unin gæti ekki verið án en virðist
kjósa að koma fram við sem ann-
ars flokks háskólaborgara á degi
hverjum.
Nú kynni einhver að spyrja: Ef
þetta er svona skítt, afhverju eruð
þið þá að kenna? Svörin eru án efa
jafn mörg og stundakennarar eru
margir. Þó má ætla að þeim sé það
flestum sameiginlegt að hafa metn-
að til að taka þátt í þróun góðrar
háskólamenntunar og uppbyggingu
fræðagreina innan HÍ. Að endingu
viljum við skora á Kristínu Ingólfs-
dóttur, rektor Háskóla Íslands, að
bjóða fulltrúum stundakennara til
samráðs og samvinnu um málefni
þeirra. Nú er lag og um leið er ljóst
að við núverandi ástand verður
ekki lengur búið.
Lengri útgáfu greinarinnar má
sjá á Vísi.
Eru stundakennarar annars flokks háskólaborgarar?
Kjaramál
Dr. Gunnar Þór
Jóhannesson
Dr. Helga
Björnsdóttir
Dr. Tinna
Grétarsdóttir
Jón Þór Pétursson
Sara Sigurbjörns-
Öldudóttir
stjórnarmenn í Hagstund,
hagsmunafélagi stundakennara á
háskólastigi
AF NETINU
Jafngildi nauðgunar
Ógeðfelldur dómur Arnfríðar
Einarsdóttur héraðsdómara yfir
ritstjórum DV er sömu ættar og
aðrir slíkir. Að mati hennar á
refsing fyrir meinta móðgun að
jafngilda refsingu fyrir nauðgun.
Hvort tveggja kostar milljón krónur
í héraðsdómi. Þetta mál snýst um,
að hún telur, að upphaf rann-
sóknar lögreglu sé ekki „rann-
sókn“ lögreglu, heldur sé bara um
„skoðun“ málsins að ræða á því
stigi. Samkvæmt því var frétt DV
of snemmbúin. Svona rugl hjá
dómara bætist við fyrri dæmi um,
að almennt þjáist héraðsdómarar
af greindarskorti. Þar lendi þeir
lagatæknar, sem ekki geti unnið
fyrir sér í einkabransanum.
http://jonas.is/
Jónas Kristjánsson
Kaupaukinn þinn* þegar þú kaupir 2 HR vörur:
~
~
~
~
~
~
Verðmæti kaupaukans 15.500 kr.
HELENA RUBINSTEIN KYNNING
Í DEBENHAMS 8. - 14. MARS
FATAL BLACKS
LASH QUEEN
LYFTIR AUGNHÁRUNUM - HRÍFANDI ÞÉTTLEIKI
MEIRA EN BARA MASKARI
VOPN FYRIR FULLKOMNA TÆLINGU
20% kynningarafsláttur af vinsæla
Color Clone farðanum.
*
G
ild
ir
m
eð
an
b
ir
gð
ir
e
nd
as
t.
E
in
n
ka
up
au
ki
á
v
ið
sk
ip
ta
vi
n.