Fréttablaðið - 08.03.2012, Blaðsíða 16
16 8. mars 2012 FIMMTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
HALLDÓR
Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars, eru þúsundir viðburða um
allan heim um viðfangsefni jafnrétt-
isbaráttunnar. Sameinuðu þjóðirnar
helga daginn baráttunni gegn hungri og
fátækt milljóna kvenna og stúlkubarna.
Saga þessa dags spannar nú eina öld og
eitt ár betur. Frá upphafi var áherslan
á launajafnrétti, bættar vinnuaðstæð-
ur og hóflegan vinnutíma. Nú vitum við
að líka þarf að breyta menningunni,
staðalmyndunum, forgangsröðun stjórn-
málanna og efnahagsmálanna og virða
þarfir og framlag kvenna og karla til
samfélagsins að jöfnu. Krafan er að
konur komi að mótun og stjórnun sam-
félagsins á öllum sviðum þess til jafns
við karla.
Íslandi hefur í þrjú ár í röð verið skip-
að í efsta sæti árlegs lista Alþjóða efna-
hagsráðsins yfir stöðu jafnréttismála í
heiminum. En listinn sýnir líka að mikið
vantar upp á að árangur okkar varðandi
launamun kynja og hlut kvenna í stjórn-
unar- og áhrifastöðum sé sambærilegur
við árangur á öðrum sviðum jafnréttis-
málanna.
Á næsta ári taka gildi lög um hlut
kynja í stjórnum fyrirtækja. Lögin voru
sett í kjölfar þess að árum saman hafði
atvinnulífinu ekki tekist af eigin ramm-
leik að auka hlut kvenna í stjórnum
fyrirtækja svo neinu næmi, þrátt fyrir
stóraukna menntun kvenna og þrátt fyrir
að rannsóknir hafi leitt í ljós að fyrirtæki
sem er stjórnað af báðum kynjum eru
einfaldlega betur rekin. Nýlega var sýnt
fram á að um 200 stjórnarsæti bíða þess
að verða skipuð konum. Ég er sannfærð
um að íslenskar konur eru tilbúnar til að
svara kallinu – sem og atvinnulífið allt.
Um þessar mundir er unnið að fram-
kvæmdaáætlun um launajafnrétti kynja,
sem verður kynnt síðar í þessum mán-
uði. Þá hefur verið ákveðið að gera
áætlun um endurreisn fæðingarorlofs-
kerfisins, þar sem marka á stefnu um
hækkun á greiðslum í áföngum sem
og lengingu orlofsins upp í 12 mánuði.
Margt hefur áunnist í baráttunni gegn
kynbundnu ofbeldi, þ. á m. hafa laga-
ákvæði verið hert, en þessari baráttu
er bráðnauðsynlegt að halda áfram
af fullum krafti. Þessi þrjú mál verða
forgangsmál ríkisstjórnar minnar í
jafnréttismálum næstu misserin.
Baráttan heldur áfram
Jafnréttis-
mál
Jóhanna
Sigurðardóttir
forsætisráðherra
ELDRI BORGARA FERÐ
Ævintýraferð til Ilulissat (Jakobshavn)
23. - 26. júní 2012.
Nánari upplýsingar á www.flugfelag.is og hjá Emil Guðmunds-
syni í síma 898 9776 eða emil@flugfelag.is, einnig má senda
tölvupóst á hopadeild@flugfelag.is
flugfelag.is
ÍS
LE
N
SK
A
/S
IA
.I
S
/F
LU
5
85
67
0
2.
20
12
GRÆNLAND
Nuuk
IIulissat
Narsarsuaq
Reykjavík
Ittoqqortoormiit
Kulusuk
M
arkaðurinn, viðskiptablað Fréttablaðsins, sagði í gær
frá því að 211 konur vantaði í stjórnir fyrirtækja og
lífeyrissjóða svo uppfylla mætti skilyrði laga sem taka
gildi haustið 2013. Þá á að vera tryggt að í stjórnum
hlutafélaga með fleiri en fimmtíu starfsmenn og líf-
eyrissjóða sé hlutfall hvors kyns í stjórn ekki lægra en 40 prósent.
Þessi lög voru sett eftir margra ára umræður um hvernig mætti
auka hlut kvenna í stjórn fyrirtækja. Þrátt fyrir árvissar heitstreng-
ingar fyrirtækja og samtaka þeirra gerðist nokkurn veginn ekki
neitt í þeim málum. Lagasetn-
ingin var þess vegna fyrirséð og
þeir stjórnendur fyrirtækja, sem
nú kvarta undan því að Alþingi
taki fram fyrir hendurnar á þeim
við stjórnun fyrirtækjanna, vissu
nákvæmlega hvers vænta mátti.
Eins og rakið var í Markaðnum
í gær breyttust kynjahlutföll í
stjórnum fyrirtækja í Noregi á skömmum tíma eftir að sambærileg
lög voru sett þar í landi. Hlutfall kvenna í stjórnum skráðra félaga fór
úr 9 prósentum í 36 prósent á þremur árum. Ekki hefur orðið vart við
að mikið af norskum stórfyrirtækjum hafi farið á hausinn eða að þau
séu til muna verr rekin en áður.
Fáir halda því lengur fram í alvöru að ekki sé hægt að finna hæfar
konur til að sitja í stjórnum fyrirtækja. Nóg er til af konum með
prýðilega menntun og haldgóða reynslu af stjórnun og fyrirtækja-
rekstri. Algengari mótbára núorðið er að það sé erfitt fyrir eigendur
og stjórnendur fyrirtækja að eiga að taka inn í stjórn fólk sem þeir
ekki þekki og treysti.
Þar liggur einmitt hundurinn grafinn; hæfni kvenna til að stjórna
fyrirtækjum er ekki vandamálið heldur sú staðreynd að þær hafa
síður aðgang að margfrægu tengslaneti eigenda og stjórnenda fyrir-
tækja en karlarnir.
Í skyldunni til að jafna hlut kynjanna í stjórn felst hins vegar tæki-
færi til að uppfylla um leið önnur skilyrði og ekki síður mikilvæg.
Samkvæmt leiðbeiningum Samtaka atvinnulífsins, Viðskiptaráðs og
Kauphallarinnar um stjórnarhætti fyrirtækja á meirihluti stjórnar-
manna að vera óháður fyrirtækinu og stjórnendum þess og að minnsta
kosti tveir stjórnarmenn jafnframt óháðir stórum hluthöfum félagsins.
Þetta skilyrði reglnanna miðar einmitt að því að brjóta upp karla-
og kunningsskaparklúbbana sem gjarnan hafa stýrt fyrirtækjum og
gerir ráð fyrir að inn í stjórnirnar komi fólk sem er ekki endilega í
klíkunni, en lætur fagleg sjónarmið ráða. Mörgum fyrirtækjum ætti
að vera í lófa lagið að uppfylla skilyrði leiðbeininganna um leið og
konum er fjölgað í stjórn.
Þetta er vel hægt. Það sýnir fréttin sem Samtök atvinnulífsins
sendu frá sér í gær um að með síðustu tilnefningum þeirra í stjórnir
lífeyrissjóða sé hlutfall kvenna í hópi stjórnarmanna SA orðið 44% og
verði helmingur á næsta ári.
Framundan er hrina aðalfunda fyrirtækja. Einmitt í dag er alveg
kjörið að eigendur og stjórnendur hlutafélaga einsetji sér að uppfylla
lagaskylduna áður en nýju lögin taka gildi. Um leið fá þeir aðgang að
þeim mikla mannauði sem felst í starfskröftum kvenna og hefur ekki
verið virkjaður sem skyldi í þágu atvinnulífsins.
211 konur vantar í stjórnir fyrirtækja:
Vannýttur
mannauður
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Hörmungarástand
Þór Saari þingmaður skrifaði á
þriðjudag pistil þar sem hann tengdi
ástandið í þjóðfélaginu við hina
óhugnanlegu morðtilraun sem átti
sér stað á lögmannsstofu á mánu-
dag. Þór dregur upp dökka mynd:
„Ótal fjölskyldur hafa splundrast og
ótal manns hafa í örvæntingu tekið
eigið líf og nú virðist sem nýjum
„áfanga“ í ömurðinni hafi
verið náð með morð-
tilraun á lögmanni
í innheimtugeir-
anum.“ En hvað
segir tölfræðin?
Ábyrgðarlaust tal
Á árunum 2008 til 2010 voru færri
hjúskaparslit á hverja þúsund íbúa en
sem nemur stöðugu meðaltali síðustu
áratuga. Það sama gildir um fjölda
sjálfsvíga árin 2008 og 2009 þótt
meðaltalið sé ekki eins stöðugt.
Nýrri tölur er ekki að hafa en fyrir-
liggjandi gögn renna ekki stoðum
undir fullyrðingar Þórs. Það er vita-
skuld staðreynd að fjárhagsstaða
fjölmargra hefur versnað til muna
eftir bankahrunið og því fylgir
raunverulegur og átakanlegur sárs-
auki fyrir marga. Það er hins vegar
ábyrgðarleysi að mála þá mynd af
ástandinu í landinu sem Þór
gerir í pistli sínum.
Ungur gegn gömlum?
Hópur fólks keppist nú við það á
Facebook að finna heppilegan fram-
bjóðanda gegn Ólafi Ragnari Gríms-
syni í forsetakosningum í sumar.
Langefst á blaði þar er sjónvarps-
konan Þóra Arnórsdóttir, en helst er
henni fundinn aldurinn til foráttu.
Þóra er 37 ára og aðeins tvö ár síðan
hún varð kjörgeng. Það er þó
aldrei að vita nema nokkur
eftirspurn sé eftir frambjóð-
anda af yngri kynslóðinni
en rúm 68% Íslendinga á
kosningaaldri eru nær Þóru í
aldri en Ólafi.
magnusl@frettabladid.is
thorunn@frettabladid.is