Fréttablaðið - 08.03.2012, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 08.03.2012, Blaðsíða 34
8. mars 2012 FIMMTUDAGUR26 BAKÞANKAR Friðriku Benónýs ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta LÁRÉTT 2. létt högg á dyr, 6. tveir eins, 8. spor, 9. dýrahljóð, 11. leita að, 12. píp, 14. rispa, 16. berist til, 17. hlaup, 18. for, 20. mun, 21. málmur. LÓÐRÉTT 1. útgáfunúmer tónverks, 3. frá, 4. dúkknál, 5. knæpa, 7. klerkur, 10. kusk, 13. kaðall, 15. bor, 16. hryggur, 19. holskrúfa. LAUSN LÁRÉTT: 2. bank, 6. pp, 8. far, 9. urr, 11. gá, 12. seytl, 14. skora, 16. bt, 17. gel, 18. aur, 20. ku, 21. króm. LÓÐRÉTT: 1. ópus, 3. af, 4. naglrek, 5. krá, 7. prestur, 10. ryk, 13. tog, 15. alur, 16. bak, 19. ró. Efnt hefur verið til nokkurs konar raun-veruleikaþáttar þar sem ræddir eru kostir og lestir hugsanlegra forsetafram- bjóðenda. Enginn af kandídötunum hefur reyndar skráð sig til leiks í þættinum, en þeir eru engu að síður vegnir og metnir, gefnar einkunnir og stimplaðir hæfir eða óhæfir. Helsta niðurstaða dómara þáttar- ins hingað til er að það sé kominn tími á að fá konu í forsetaembættið. Á ÞVÍ hvaða kona það á að vera eru skiptar skoðanir en um eitt eru allir sammála: Hún verður að vera frambærileg. Hún verður að vera hugguleg. Bjóða af sér góðan þokka. Kunna að haga sér í fínum selskap. Tala sem flest erlend tungumál. Hún má ekki hafa verið umdeild. Fólkið verður að vita hver hún er. Helst á hún að hafa reynslu úr sjónvarpi og góðan skjáþokka. Hverjar skoðanir henn- ar eru og hvaða mann hún hefur að geyma bak við hina frambærilegu framhlið er algjört aukaatriði. ÞETTA eru um það bil sömu skil- yrði og gjafvaxta heimasætur á Viktoríutímanum þurftu að upp- fylla áður en þær voru kynntar í samkvæmislífinu í þeim til- gangi að þær næðu sér í mann. Íslenska þjóðin virðist líta á for- setann sem barnið sitt og auðvitað vill ekk- ert foreldri að blessað barnið verði því til skammar. Og stelpur eru stilltari, eins og við vitum öll, og láta betur að stjórn. ENGAR slíkar kröfur virðast gerðar til þeirra karla sem hinir sjálfskipuðu dóm- arar í raunveruleikaþættinum Framboð til forsetaembættis hafa nefnt til leiks. Þau orð sem oftast heyrast nefnd í sambandi við þá eru: Vandaður, víðsýnn og hefur yfirsýn yfir alþjóðasamfélagið. Reynsla af opinberum erindrekstri er þar líka ofar- lega á blaði, ef þau störf hafa ekki verið á vegum stjórnmálaflokks. En enginn hefur minnst á frambærileika eða almenna mannasiði í opinberum veislum. Menntaðir karlar eru kannski bara frambærilegir frá náttúrunnar hendi og óþarfi að nefna slík- an tittlingaskít í sambandi við þá. SPURNINGIN sem þessi umræða vekur er þessi: Er forsetaembættið bara til skrauts? Hásæti þar sem vel er við hæfi að tylla sætri vel uppalinni konu sem engin hætta er á að geri nokkurn usla? Sem getur mætt í konungsbrúðkaup á skautbúningi og vitað í hvaða röð á að nota hnífapörin? Er krafan um konu sem forseta sprottin af þeirri þrá þjóðarinnar að eftir sextán ára setu dramadrottningar setjist í embættið lítil prinsessa sem treysta má að hafi vit á því að halda kjafti og vera sæt? Sætustu stelpuna á Bessastaðaballið Og hvað? Er þetta allur bústaðurinn?? Jebb! Hann er frekar lítill, er það ekki? Já, en ekki óttast. Þú munt eyða miklum tíma utandyra. ÓSKILAMUNIR Geturðu lýst honum? Ekki gleyma því að á morgun ertu að fara til tannlæknis. NEEEEEEEEEEEEIIIII!!!! Hvað finnst þér svona hræðilegt við að fara til tannlæknis? Mér finnst hræðilegt að þurfa að opna munninn upp á gátt. Jáaaaa Jáaaa Dóra Jáaaa unaðslegar hillur Ég var í Ikea! Eru til hillur þar sem heita Dóra? „MEÐ ÁRUNUM HEF ÉG LÆRT AÐ BRÝNA KLÆRNAR OG SEGJA SKOÐUN MÍNA UMBÚÐALAUST, HÁTT OG SKÝRT,“ segir fréttakona Helga Arnardóttir sem hlaut blaða manna - verðlaun Íslands fyrir umfjöllun um endurupptöku Guðmundar og Geirfinnsmálsins í Íslandi í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.