Fréttablaðið - 08.03.2012, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 08.03.2012, Blaðsíða 38
8. mars 2012 FIMMTUDAGUR30 30 menning@frettabladid.is Hlutverk hönnuða verður til umræðu á fyrirlestradegi sem markar upphaf HönnunarMars þann 22. mars næstkomandi. Dag- inn þann munu fjórir framsæknir hönnuðir stíga á stokk og greina frá hugmyndum sínum. Þema fyr- irlestradagsins er samstarf þvert á greinar - mikilvægi þess að sækja sér þekkingu úr ólíkum áttum og deila sérþekkingu milli fagsviða. Hönnuðirnir sem koma fram eru í fyrsta lagi Marije Vogelzang, frumkvöðull á sviði matarhönn- unar. Vogelzang leitar hugmynda í siðum, sögu, menningu og uppruna matvæla en hún stofnaði og hann- aði meðal annars tilraunakenndu veitingastaðina PROEF í Rotter- dam og Amsterdam. Í öðru lagi Tuomas Toivonen, arkitekt og tónlistarmaður. Toivo- nen stendur nú fyrir opnun fyrstu almenningssánunnar í Helsinki um langt árabil. Markmiðið er að skapa stað fyrir samveru á grund- velli baðmenningar í borginni. Þriðji hönnuðurinn sem heldur fyrirlestur er Koert van Mensvoort, vísindamaður og lista- maður hjá NextNature.net. Fátt er Koert van Mensvoort óviðkomandi, hann er doktor í heimspeki og tekst á við áskoranir breyttra tíma, sam- spil manns, náttúru og tækni. Loks kemur fram Hjalti Karls- son, grafískur hönnuður. Hjalti stofnaði hönnunarstúdióið Karls- sonwilker í New York ásamt Jan Wilker árið 2000, en þeir félagar höfðu áður unnið saman hjá Stefan Sagmeister. Meðal viðskiptavina þeirra má nefna Vitra, MoMA og New York Times Magazine. Fyrirlestrarnir fara fram í Gamla bíói og hefst dagskráin klukkan tíu. Kynnir og stjórnandi verður Guðmundur Oddur Magnús- son, prófessor við LHÍ. - sbt Framsæknir hönn- uðir ræða málin VÍÐUR SJÓNDEILDARHRINGUR Marije Vogelzang og Koert van Mensvoort eru á meðal þeirra sem koma fram á fyrirlestradegi HönnunarMars. Sigríður Víðis Jónsdóttir hlýtur viðurkenningu Hag- þenkis í ár fyrir verk sitt Ríkisfang: Ekkert, sem byggir á viðtölum við palestínskar flóttakonur. „Vinnan við þessa bók var dýrmæt reynsla fyrir mig persónulega, en viðbrögðin við henni eru ekki síður ánægjuleg; að sjá að þetta er efni sem getur snert við svo mörgum og að fólk getur sett sig í spor þessara flóttakvenna. Þær voru í óbæri- legri stöðu í Írak en komu svo hing- að, mállausar, til framandi lands og komu standandi niður. Þær eru hetjur,“ segir Sigríður Víðis Jóns- dóttir sem í gær var sæmd viður- kenningu Hagþenkis, félags höf- unda fræðibóka og kennslugagna, fyrir bók sína Ríkisfang: Ekk- ert. Flóttinn frá Írak á Akranes. Verðlaunaupphæðin er ein millj- ón króna og koma öll fræðirit sem gefin eru út á Íslandi til greina við veitingu viðurkenningarinnar. Í ályktunarorðum viðurkenning- arráðs Hagþenkis er verki Sigríð- ar, sem byggir á viðtölum við átta palestínskar flóttakonur sem komu til Akraness haustið 2008 ásamt ungum börnum sínum, lýst sem „metnaðarfullu verki sem sam- þættir með upplýsandi og áhrifa- miklum hætti lífshlaup einstak- linga og sögulega atburði sem þeir hafa litla sem enga stjórn á“. Þá gat formaður viðurkenningarráðs- ins, Dr. Unnur Birna Karlsdóttir, þess í ávarpi sínu að ritið væri lóð á vogarskálar mennskunnar í heim- inum. Sigríður segir viðurkenn- ingu Hagþenkis mikinn heiður, en að baki verkinu liggur nærri þriggja ára þrotlaus vinna. „Það er ánægjulegt að hafa náð til svo breiðs lesendahóps. Ég hef heyrt svo marga jákvæða hluti frá ótal mörgum og greinilegt að bókin hefur haft áhrif. Fyrirfram von- aðist ég auðvitað til þess að fólk vildi ræða málefni flóttafólks eftir lestur bókarinnar og sú hefur svo sannarlega orðið raunin. Sem dæmi hafa ýmsir hópar, félaga- samtök og fleiri, tekið sig saman og skipulagt umræður um þessi mál. Í raun hefur verið svo mikið að gera í kringum gerð og útgáfu bókarinn- ar að þessa dagana er ég aðeins að blása úr nös og jafna mig,“ segir Sigríður og bætir aðspurð við að á þessari stundu hafi hún ekki gert áform um frekari bókaskrif, en hún starfar í dag sem upplýsinga- fulltrúi UNICEF á Íslandi. Höfundurinn segir náið og gott vináttusamband hafa myndast milli sín og umfjöllunarefna bók- arinnar, en sjálf kemur Sigríður upprunalega frá Akranesi. „Sú vin- átta ríkir enn og þegar ég fer upp á Skaga geng ég hús úr húsi í heim- sóknir.“ kjartan@frettabladid.is Flóttakonurnar eru hetjur STÓR STUND Palestínsku flóttakonurnar, umfjöllunarefni bókarinnar Ríkisfang: Ekkert, voru mættar í Þjóðarbókhlöðuna þar sem Sigríður Víðis Jónsdóttir veitti verðlaunum Hagþenkis viðtöku. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG Auk bókar Sigríðar voru eftir- talin verk tilnefnd til verðlauna Hagþenkis: Mannvist Sýnisbók íslenskra fornleifa. Aðalhöfundur og ritstjóri er Birna Lárusdóttir. Nútímans konur Menntun kvenna og mótun kyn- gervis á Íslandi 1850-1903 eftir Erlu Huldu Halldórsdóttur. Íslenskur fuglavísir eftir Jóhann Óla Hilmarsson. Landnám Ævisaga Gunnars Gunnarssonar eftir Jón Yngva Jóhannsson. Íslensk listasaga I-V frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar Ritstjóri er Ólafur Kvaran. Jón forseti allur? Táknmyndir þjóðhetju frá andláti til samtíðar eftir Pál Björnsson. Trúmaður á tímamótum Ævisaga Haralds Níelssonar eftir Pétur Pétursson. Lestrarlandið Ritstjóri er Sylvía Guðmundsdóttir. Sæborgin Stefnumót líkama og tækni í ævintýri og veruleika eftir Úlfhildi Dagsdóttur. TILNEFNINGAR www.facebook.com/drdenimiceland LAUGAVEGI 7 & SMÁRALIND -40%AF ÖLLUMÚTSÖLUVÖRUM HLJÓMSVEITIN AGENT FRESCO spilar á órafmögnuðum tónleikum ásamt strengjasveit í Gamla Bíói annað kvöld, föstudagskvöldið 9. mars, en sú sveit leikur ekki oft órafmagnað. Agent Fresco gaf út breiðskífuna A Long Time Listening í lok árs 2010 en um þessar mundir er sveitin að undirbúa tónleikaferð um Evrópu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.