Fréttablaðið - 08.03.2012, Page 24

Fréttablaðið - 08.03.2012, Page 24
8. mars 2012 FIMMTUDAGUR24 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is SIGURÐUR HLÖÐVERSSON, betur þekktur sem Siggi Hlö, er 44 ára í dag. „Það má segja að við séum plötusnúðar fullorðna fólksins. Við erum mjög vinsælir í fertugs- og fimmtugsafmælum.“ Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir og afi, Kristján Daníelsson matreiðslumeistari, Starengi 28, Reykjavík, lést á Landspítalanum á Hringbraut í faðmi fjölskyldunnar sunnudaginn 26. febrúar. Útför hans verður gerð frá Grafarvogskirkju föstudaginn 9. mars kl. 13.00. Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir Guðmundur Ólafsson Dagný Kristjánsdóttir Jónas B. Jónsson Silvía Kristjánsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, yndisleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, Erla Guðmundsdóttir Smáraflöt 15, Akranesi, andaðist í faðmi fjölskyldu sinnar sunnudaginn 4. mars á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 16. mars kl. 14.00. Gísli S. Sigurðsson Þráinn Elías Gíslason María S. Sigurðardóttir Gunnar Valur Gíslason Hervör Poulsen Jón Bjarni Gíslason María Kristinsdóttir Sigurlaug Gísladóttir Guðmundur Gíslason Guðrún Sigríður Gísladóttir Guðmundur S. Jónsson Friðgerður E. Bjarnadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Vigdís Auðunsdóttir Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, sem lést miðvikudaginn 29. febrúar, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju laugardaginn 10. mars klukkan 14.00. María R. Eyþórsdóttir Guðmundur Eyþórsson Ingibjörg Vigfúsdóttir Ingibjörg Eyþórsdóttir Gísli Þórðarson Þorsteinn Eyþórsson Anna Þórðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Laufey Þorsteinsdóttir andaðist á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, 5. mars. Jarðsungið verður frá Akureyrarkirkju mánudaginn 12. mars kl. 10.30. Sendum innilegar þakkir til starfsfólks á Hlíð. Þorsteinn Árnason Eva Ásmundsdóttir Skúli Árnason Jakobína Björnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Margrét Pétursdóttir Sléttuvegi 15, Reykjavík, lést laugardaginn 3. mars. Útförin verður gerð frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 10. mars kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Systrafélag Sjúkrahúss Siglufjarðar. Theodór Ottósson Árný Elíasdóttir Jón Andrjes Hinriksson Brynja Gísladóttir Ingibjörg Hinriksdóttir Andrés Ragnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri, Guðmundur Kristjánsson vélstjóri, frá Dunkárbakka, Hörðudal, Krummahólum 8, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk föstudaginn 2. mars. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 9. mars kl. 13.00. Dagný Jónsdóttir og aðstandendur. Sonur minn, bróðir okkar, sambýlis- maður, faðir, tengdafaðir og afi, Hafsteinn Sigurðsson Silfurgötu 11, Stykkishólmi, sem lést fimmtudaginn 1. mars, verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 10. mars kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands eða Slysavarnafélag Íslands. Ingibjörg Árnadóttir Sigrún Ársælsdóttir og aðstandendur. Ástkær bróðir okkar, Bjarnhéðinn Guðjónsson vélvirkjameistari, Þrúðvangi 38, Hellu, er látinn. Útför hans fer fram frá Oddakirkju laugar- daginn 10. mars kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamleg- ast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta líknarfélög njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Guðjónsdóttir Pálmar Guðjónsson Fyrir 50 árum stóð hin sextán ára Anna Vilhjálmsdóttir á sviðinu í Austurbæj- arbíói og söng með KK Sextettinum. Þetta var í fyrsta skipti sem hún kom fram opinberlega og upphafið að við- burðaríkum ferli. Það er viðeigandi að Anna skuli fagna fimmtíu ára söngaf- mæli sínu á sama stað og ferillinn hófst, með stórtónleikum í Austurbæ í kvöld klukkan 20.30. „Þetta verður bland í poka, en auðvi- tað tek ég lög eins og Heimilisfrið, sem ég söng með Berta Möller og hljómsveit Svavars Gestssonar, Við bláan sæ, sem ég söng með hljómsveit Magnúsar Ingi- mundarsonar og Vilhjálmi Vilhjálms- syni og Fráskilin að vestan af disknum Frá mér til þín,“ segir Anna. Í för með henni verða nokkrir hljóðfæraleikarar, hver öðrum hæfileikaríkari, segir Anna. Þetta eru þeir Vilhjálmur Guðjónsson, Sverrir Hilmarsson, Þorleifur Gíslason, Lárus Grímsson, Finnbogi Kjartansson og Viðar Jónsson. Einnig koma fram gestasöngvararnir Einar Júlíusson og Bjarni Arason, sem flytja þekkt lög úr eigin smiðju, auk þess sem fyrrnefndur Viðar Jónsson mun taka lagið. Anna hefur komið víða við á söngferl- inum, eins og tónleikarnir í kvöld bera með sér. „Ég varð upphaflega þekkt fyrir að syngja lög eftir rokksöng- konur á borð við Connie Francis. Mér var reyndar alltaf líkt við hana. Þegar ég fór til New York 25 ára gömul, til að reyna fyrir mér, tóku margir feil á okkur. Við höfum báðar há kinnbein, brún augu, dökkt hár og vorum með svipaða hárgreiðslu.“ Í Bandaríkjunum landaði Anna plötu- samningi og fór heim til Íslands til þess eins að ganga frá sínum málum og sækja dóttur sína. Svo hugðist hún flytj- ast alfarið vestur um haf. Þrátt fyrir að þykja sterklík fegurðardísinni Connie Francis voru þó gerðar kröfur um að hún breytti útliti sínu, sem Anna gat á endanum ekki fellt sig við. „Það átti að gerbreyta mér allri, laga í mér tenn- urnar og lita mig ljóshærða. Þegar ég kom heim fann ég að þetta gat ég ekki hugsað mér,“ segir Anna. Ferill henn- ar var því að mestu bundinn við Ísland, þó að hún ætti raunar eftir að flytja til Bandaríkjanna síðar á lífsleiðinni. Undanfarin ár hefur lítið heyrst í Önnu. Hún heyrir ekki vel og er þar að auki með lungnaþembu, svo hún var búin að telja sjálfri sér trú um að hún gæti ekki sungið lengur. Það var hins vegar hjúkrunarkona á Reykja- lundi sem sannfærði hana um að hefja upp raust sína að nýju. „Ég söng eitt lag á Reykjalundi, fyrir hana og aðra viðstadda, og fann þá að ég gat þetta alveg,“ segir Anna, sem telur ekki ólík- legt að hún eigi eftir að syngja á fleiri tónleikum í náinni framtíð. „Þegar maður byrjar svona upp á nýtt fær maður bakteríuna aftur. Ég hef lúmsk- an grun um að ég haldi áfram.“ Miðasala fer fram á www.midi.is. holmfridur@frettabladid.is ANNA VILHJÁLMSDÓTTIR: ER AFTUR KOMIN MEÐ SÖNGBAKTERÍUNA EFTIR NOKKUÐ HLÉ Fagnar söngafmæli þar sem ferillinn hófst fyrir 50 árum NÝTUR ENN SVIÐSLJÓSSINS Söngkonan Anna Vilhjálmsdóttir fagnar 50 ára söngafmæli sínu með stórtónleikum í Austurbæ í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.