Fréttablaðið - 08.03.2012, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 08.03.2012, Blaðsíða 44
8. mars 2012 FIMMTUDAGUR36 bio@frettabladid.is Tvær myndir verða frumsýndar í kvikmyndahúsunum um helgina í viðbót við John Carter, sem er fjallað um hér fyrir neðan. Rómantíska kvikmyndin The Vow með Rachel McAdams og Channing Tatum í aðalhlutverkum er byggð á sannsögulegum atburðum. Hún fjallar um Paige og Leo, nýgift hjón sem eru yfir sig ástfangin og virðast eiga lífið fyrir sér þegar þau lenda í bílslysi. Bæði komast þau lífs af úr slysinu, en eftir að hafa legið í dái vaknar Paige og hefur misst minnið. Leo þarf því að hafa sig allan við til að vinna hug hennar og hjarta á ný, en málin flækjast þegar Paige fer að sýna gömlum kærasta áhuga. Gerard Butler leikur fyrrum fót- boltastjörnuna George í myndinni Playing the Field. Verandi orðinn gjaldþrota í kjölfar slæmrar fjár- festingar og þreyttur á glaumgos- alífinu ákveður George að flytja aftur á heimaslóðir til Virginíu. Þar á hann barnsmóður og vanræktan son og hyggst hann endurvekja sam- bandið við þau. Þegar hann tekur að sér að þjálfa fótboltalið sonarins á hann þó erfitt með að hafa augun af kynþokkafullu fótboltamömmunum á hliðarlínunni. Með önnur aðal- hlutverk fara Jessica Biel og Dennis Quaid. - trs Rómantík og gjaldþrota fótboltamaður MISSIR MINNIÐ Þegar Paige missir minnið leggur Leo allt í sölurnar til að gera hana ástfangna af sér á nýjan leik í myndinni The Vow. Ævintýramyndin John Carter verður frumsýnd í Sambíóunum annað kvöld. Myndin er byggð á skáldsögunni A Princess of Mars og segir frá her- manninum John Carter sem lendir óvænt á plánetunni Mars og verður óvænt þátttakandi í stríði milli ólíkra þjóðflokka sem búsettir eru á plánet- unni. Myndin er byggð á skáldsögu Edgars Rice Burroughs sem einnig er höfundur bókanna um skógarmanninn Tarzan. Bókin A Princess of Mars kom fyrst út árið 1917 og hefur síðan þá verið rithöfundum á borð við Ray Bradbury, John Norman og Arthur C. Clarke innblástur, en sá síðastnefndi skrifaði meðal annars 2001: A Space Odyssey. Kvikmyndin segir frá fyrrverandi hermanni sem lendir óvænt á plánetunni Mars sem er við það að visna, meðal annars vegna vatnsskorts. John Carter ákveður að koma til aðstoðar með því að reyna að koma á friði milli stríðandi íbúa plánetunnar og þar með bjarga öllu lífi á Mars. Leikstjóri myndarinnar er Andrew Stanton sem áður hefur leikstýrt teiknimyndum á borð við Finding Nemo og WALL-E. Þetta er fyrsta leikna kvikmynd Stantons en hann skrifaði einnig handritin að Toy Story og A Bug‘s Life auk þess sem hann talaði fyrir persónuna Fred í kvikmyndinni Cars. Taylor Kitsch fer með hlutverk Johns Carter en hann er líklega þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttun- um Friday Night Lights. Með önnur hlutverk fara Willem Dafoe, Samantha Morton og Lynn Collins. Aldargamalt ævintýri á hvíta tjaldið ■ Árið 1931 hafði höfundur Looney Tunes, Bob Clampett, samband við Edgar Rice Burroughs og bar undir hann hugmyndina um að gera bókina að teiknimynd í fullri lengd. Burroughs þótti hugmyndin góð og hafist var handa við gerð myndarinnar. MGM framleiddi hana og voru yfirmenn fyrirtækisins spenntir fyrir verk- efninu. Prufusýning var á myndinni árið 1936 en áhorfendum þótti hugmyndin um líf á Mars of framandi og því var hætt við framleiðslu hennar. ■ Í bókinni A Princess of Mars er persónan John Carter sögð vera fyrrverandi hermaður frá Virg- iníu. Burroughs lýsir honum sem ódauðlegum manni á þrítugsaldri. Fólk þekkir hann sem Jack frænda, en á meðan það eldist og deyr helst Carter alltaf jafn ungur. ■ Leikstjórinn Andrew Stanton er lærður teikni- myndateiknari. Eftir útskrift starfaði hann við gerð Mighty Mouse: The New Adventures og var jafnframt einn af fyrstu starfsmönnum Pixar. HUGMYNDIN UM LÍF Á MARS ÞÓTTI OF FRAMANDI > AFTUR Á HVÍTA TJALDIÐ Leikstjórinn og handritshöfundurinn Woody Allen hefur tekið að sér hlutverk í nýrri mynd John Turturro, Fading Gigolo. Allen hefur ekki leikið í mynd sem hann leikstýrir ekki sjálf- ur í 12 ár en áætlað er að myndin verði frum- sýnd árið 2013. Auk Allens fara leikkon- urnar Sharon Stone og Sofia Vergara með hlutverk í myndinni sem fjallar um tvo miðaldra karlmenn sem ákveða að fara út í að selja sig til að græða peninga. Bandaríska tónskáldið Robert B. Sherman lést á mánudag, 86 ára að aldri. Sherman og bróðir hans, Richard, eiga heiðurinn af mörg- um þekktustu lögum Disney- kvikmyndanna. Robert og Richard sömdu meðal annars lögin Feed the Birds, Supercalifragilisticexpia- lidocious og Chim Chim Cheree fyrir kvikmyndina um Mary Poppins og hlutu tvenn Óskars- verðlaun fyrir. Þeir sömdu einnig tónlistina við Disney-myndirnar The Aristocats, The Jungle Book, Bedknobs and Broomsticks, Winnie the Pooh og The Tigger Movie. „Eitthvað gott gerist þegar við sitjum tveir saman við vinnu. Við höfum unnið saman nánast alla okkar ævi,“ sagði Richard um samstarfið við bróð- ur sinn. Disney-tón- skáld látið TÓNSKÁLD KVATT Disney-tónskáldið Robert B. Sherman lést fyrr í vikunni, 86 ára að aldri. NORDICPHOTOS/GETTY SVARTUR Á LEIK ★★★★★ „Svartur á leik húðar viðfangsefni sitt ekki í sykur. Óskar og félagar sýna raunverulega mynd af sýndarheim- inum í frábærri spennumynd.“ - afb MACHINE GUN PREACHER ★★★★★ „Óvenjuleg mynd sem fer vel af stað en tapar áttum. Butler nær þó að ýta skrjóðnum langleiðina heim.“ HAYWIRE ★★★★★ „Haywire er vissulega formúlumynd en framsetningin lyftir henni upp fyrir meðalmennskuna.“ THIS MEANS WAR ★★★★★ „Óvönduð útfærsla á ágætri hug- mynd. Þolanleg í fluginu til Tenerife í sumar.“ - hva KVIKMYNDARÝNI Sjarmörinn Casey Affleck fer með hlutverk í nýrri mynd Scotts Cooper, Out Of The Furnace. Christian Bale leik- ur á móti honum í myndinni og munu þeir leika bræður. Ef marka má fréttirnar skák- aði Affleck meðal annars þeim Garrett Hedlund og Channing Tatum sem áður höfðu verið orðaðir við hlutverkið. Affleck sást síðast í myndinni The Killer Inside Me þar sem hann lék á móti Jessicu Alba og Kate Hudson og fékk góða dóma, þrátt fyrir að myndin sjálf hafi þótt mjög umdeild. Hann mun birtast í mynd Ridley Scott, The Kind One, nú síðar á árinu auk þess sem hann leikur á móti Bradley Cooper í myndinni Paradise Lost sem er væntanleg í kvik- myndahús árið 2013. Það er því nóg fram undan hjá litla bróður stór- stjörnunnar Ben Affleck. Casey Affleck leikur yngri bróður Bales BRÓÐIR BALES Casey Affleck leikur bróður Christian Bale í nýrri mynd Scotts Cooper. Ferðafélag íslands • www.fi.is • fi@fi.is • Sími 568 2533 Ferðafélag Íslands og Gönguskíðafélagið Ullur standa fyrir kynningu á skíðagönguíþróttinni í sal Ferðafélags Íslands fimmtudaginn 8. mars kl. 20 Meðal annars verða hinar ýmsu gerðir af skíðum kynntar, t.d. ferðaskíði, brautarskíði og fjallaskíði sem og ýmis annar skíðabúnaður, t.d. púlkur, klæðnaður ofl. Svarað verður spurningum um hvað þarf að hafa í huga við kaup á skíðum og fleira sem tengist skíðaíþróttinni. Farið verður yfir skíðáburð og tækni við að bera á skíði, einnig sagt frá skíðagöngumótum á Íslandi. Þá mæta fulltrúar frá Útivistarversluninni Everest og kynna skíðabúnað og tilboð á völdum skíðavörum. Skíðagöngufélagið Ullur og Ferðafélag Íslands Skráðu þig inn – drífðu þig út Skíðagöngufélagið Ullur og Ferðafélag Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.