Fréttablaðið - 08.03.2012, Page 27

Fréttablaðið - 08.03.2012, Page 27
KREPPA Fjöldi rannsókna sýnir að snyrti- vörur seljast vel og jafnvel betur þótt efnahagur- inn versni, eins ótrúlega og það kann að hljóma. Svo virðist sem fólk verji einfald- lega meiri pening- um í útlitið en skeri niður á öðrum sviðum. Þótt kaupmáttur landsmanna hafi minnk-að jafnt og þétt frá seinni hluta ársins 2008 bendir flest til að þeir séu tilbúnir að reiða fram háar fjárupphæðir fyrir snyrti- vörur. Haft var samband við starfsmenn í snyrtivörudeildum Debenhams í Smáralind, Hagkaup Litlatúni, Lyfja og heilsu Kringlunni og Lyfju Lágmúla og að sögn nokkurra eru dæmi um að andlitskrem í þekktum merkjum seljist á allt að 80.000 krónur stykkið. „Salan á snyrtivörum er góð. Líka á þeim dýru,“ segir Anna Bergmann snyrtifræðing- ur hjá Debenhams í Smáralind. „Auðvitað dróst salan í hágæðakremum eitthvað aðeins saman í kreppunni en hún hefur haldið sér mjög vel,“ tekur hún fram. Aðrir viðmælendur hafa svipaða sögu að segja. Að þeirra sögn má skipta snyrtivörum í þrjá mismunandi verðflokka sem miðast við merki, gæði og virkni. Þannig er algengt að ódýrasti flokkur andlitskrema kosti 800 til 10.000 krónur. Millidýr andlitskrem kosta frá 10.000 til 20.000 krónur. Síðasti verðflokkur- inn er breiður, allt frá 20.000 og upp í 80.000 kr. Eftirspurnin ræðst af verði og þannig selj- ast ódýrustu andlitskremin best og svo koll af kolli að sögn viðmælenda. Þeir segja líka tölu- vert seljast af millidýrum kremum. Til marks um það áætlaði starfsmaður Lyfja og heilsu í Kringlunni að í þeim verðflokki selji verslun- in allt að 40 krem í mánuði. Flestir segja fína sölu á kremum sem kosta upp í 50.000 krónur. Minnst fer af kremum sem kosta allt að 80.000 krónur en þó fara nokkur mánaðarlega. En hverjir eru tilbúnir að verja allt að 80.000 krónum í kaup á einu kremi? Að sögn viðmæl- enda eru viðskiptavinirnir undantekninga- laust konur en karlar kaupa sér frekar krem og aðrar snyrtivörur í ódýrasta verðflokki. Yfirleitt séu á ferð fastakúnnar, bæði í efnaðri kantinum og aðrir sem eru til í að skera niður á öðrum sviðum til að eiga fyrir kostnaðinum. „Þetta eru oft kúnnar sem halda tryggð við ákveðin merki og sumir eru tilbúnir að fórna öðru í staðinn,“ bendir Anna á. ■ rve EFTIRSÓTT EÐALKREM MUNAÐUR Hágæða andlitskrem og aðrar snyrtivörur seljast vel þrátt fyrir minni kaupgetu landsmanna. Oasis Kringlan s. 553-5111 | Oasis Smáralind s. 554-7980 Finndu okkur á Facebook 20 – 30% afsláttur af peysum 8. – 11. mars Þættirnir Sex and the City höfðu mikil áhrif á tískuheim- inn. Leikkonan smávaxna Sarah Jessica Parker var þar fremst í flokki og skartaði ófáum flíkum eftir bæði heims- þekkta og minna þekkta tískuhönnuði. Konur um allan heim heilluðust af klæðaburði Carrie og vinkvenna hennar. Fyrir vikið hefur Sarah Jessica Par- ker orðið táknmynd tískunnar í margra augum. Þau merki sem Parker er hvað þekktust fyrir að skarta eru Oscar de la Renta, Halson Heritage, Chanel og Alexander McQueen. Þá eru skór frá Manolo Blahnik ekki langt fjarri. TÍSKUTÁKN ■ Sarah Jessica Parker VINSÆL Hágæða snyrtivörur seljast vel þrátt fyrir að kreppi að. LAGERSALAN Nú einnig fatnaður úr TUZZI í Kringlunni DRANELLA • CULTURE • ULDAHL Stærðir 34 – 46 Þýsk og dönsk gæðavara á ótrúlegu verði 70–90% afsláttur af ÖLLUM fatnaði og skóm! 2. hæð Engjateigi 5 Opið: Fim. og föst. 12-18. Laug 10-16 NÚ EINNIG KÁPUR OG ÚLPUR TÍSKA| FÓLK| 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.