Fréttablaðið - 08.03.2012, Page 54
8. mars 2012 FIMMTUDAGUR46
LÖGIN VIÐ VINNUNA
„Til að koma mér í gang á
morgnana hlusta ég á út-
varpsþáttinn Virkir morgnar
á Rás 2. En þess á milli er það
Metallica.“
Steinn Óskar Sigurðsson, matreiðslu-
meistari á Silfurtunglinu.
Hin árlega Big Lebowski-hátíð verður haldin á laug-
ardagskvöld í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð.
Mikið hefur breyst síðan keppnin var fyrst haldin
fyrir sex árum. „Þá mættu fimmtán og ég þekkti
alla með nafni,“ segir Svavar H. Jakobsson, sem
skipuleggur keppnina ásamt Ólafi H. Jakobssyni. Í
fyrra voru gestirnir 110 talsins, sem er metþátttaka.
Hátíðin er haldin fyrir aðdáendur gamanmynd-
arinnar The Big Lebowski frá árinu 1998. Gestir
klæða sig upp sem persónur úr myndinni, drekka
Hvítan Rússa, fara í keilu og skiptast á ódauðleg-
um frösum úr myndinni, sem hefur öðlast „költ“
fylgi síðustu árin. Í ár verður í fyrsta sinn haldin
spurningakeppni og vonast Svavar eftir góðum við-
brögðum.
Til marks um aukin umsvif hátíðarinnar hafa
þeir félagar ráðið aðstoðarmann til að hjálpa þeim
með framkvæmdina á laugardaginn. „Það var orðið
svolítið mikið að gera síðast. Hann er ekkert á nein-
um dúndurlaunum en hann fær eitthvað fyrir sinn
snúð.“
Verðlaun verða veitt fyrir efstu sætin í búninga-
og spurningakeppninni, besta skorið í keilu, ásamt
Achiever-heiðursverðlaunum. Miðasala fer fram á
Bolur.is og er miðaverð 2.800 krónur inn. Innifalið
er þátttaka í hátíðinni, keila, bjór og Lebowski-stutt-
ermabolur. - fb
Lebowski-gestum fjölgar ört
LEBOWSKI-AÐDÁENDUR Svavar og Ólafur Jakobssynir heiðra
húðlata friðarsinnann, Lebowski, á laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„Ég treysti mér alveg til að
gera allt vitlaust þriðja hvern
dag,“ segir Eiríkur Jónsson.
Blaðamaðurinn umdeildi er í þann
mund að setja í loftið vefsíðuna
Eirikurjonsson.is.
„Þetta er nýr vefur sem bygg-
ir á löngum ferli mínum. Ég hef
verið að blogga á Eyjunni með
35 til 40 þúsund lesendur á viku
og þetta byggir á því. En það
verður meira á síðunni og þetta
verður nýstárlega sett upp.“
Búið er að stofna hlutafélagið
Eiríkur Jónsson ehf. og samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins koma
fjársterkir aðilar að því.
Eiríkur kveðst ekki ætla að elta
aðra netmiðla enda sjái þeir sjálf-
ir um að elta hver annan. Nýjar
fréttir í hinum sérstæða stíl hans
verða í fyrirrúmi og í framtíðinni
verður sjónvarp á síðunni þar sem
gamlir viðtalsþættir hans verða
hugsanlega endurvaktir. „Þetta
verður eins og fjölmiðill en algjör-
lega á mínum forsendum.“
Eiríkur hefur komið víða við á
blaðamannaferli sínum. Undan-
farið hefur hann bloggað á Eyj-
unni en þar áður var hann einn-
ig blaðamaður á Pressunni. Netið
á hug hans allan enda segir hann
framtíðina vera þar. „Ég ætla
ekki að koma hægt og hljótt inn
í þetta. Þessi vefsíða byggist á
þessari tröllatrú sem ég hef á
netinu til framtíðar. Sá sem er
búinn að koma sér sæmilega fyrir
á netinu hefur mikið forskot.“
Spurður hvort stofnun síðunnar
eigi sér langan aðdraganda neit-
ar Eiríkur því. Ástandið í samfé-
laginu hafi kallað á að hann gerði
eitthvað upp á eigin spýtur. „Ef þú
ætlar að biðja um vinnu einhvers
staðar þá er sagt: „Við vorum að
reka sex áðan.“ Það er allt lamað
í samfélaginu og hvað gerirðu þá?
Þá verðurðu að skapa.“
- fb
Gerir allt vitlaust þriðja hvern dag
Á EIGIN FORSENDUM Eiríkur Jónsson
ætlar að vera á eigin forsendum á
vefsíðunni sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Vigdís Grímsdóttir hlaut
Menningarverðlaun DV
fyrir bók sína TRÚIR ÞÚ Á TÖFRA?
Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatíminn
„Þetta er sannkallað
meistaraverk.“
Steingrímur Sævarr Ólafsson / pressan.is
„Þetta er afskaplega
fallega skrifuð bók.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan
„Það er ekki gert nóg til að mark-
aðssetja næturlífið í Reykjavík en
ég er að vinna í að gera það,“ segir
Unnar Helgi Daníelsson, eigandi
viðburðafyrirtækisins Reykjavik
Rocks sem sérhæfir sig í að lóðsa
erlenda ferðamenn um Ísland
og þá helst sýna þeim næturlíf
Reykjavíkurborgar.
Níu mánuðir eru síðan Unnar
stofnaði fyrirtækið Reykjavik
Rocks en fyrirtækið er í mikilli
sókn og nú starfa þar tólf manns.
Helstu viðskiptavinir fyrirtækis-
ins eru vel stæðir útlendingar sem
vilja skemmta sér á Íslandi. „Þetta
eru einstaklingar sem hafa mikið
á milli handanna en vilja geta
losað um bindishnútinn á Íslandi
og skemmt sér. Við hjálpum þeim
að gera það.“
Unnar Helgi hefur séð um ferðir
frægra á Íslandi svo sem Sean Par-
ker, annars stofnenda Face book,
leikkonunnar Liv Tyler, rapparans
Busta Rhymes og leikarans Jared
Leto. Hann vill þó ekki gefa upp
nánar upplýsingar um dvöl þeirra
hérlendis. „Ég held miklum trún-
aði við mína viðskiptavini en mest-
an part hefur þetta snúist um að
skemmta sér í Reykjavík. Það er
nokkuð síðan Jared Leto kom til
landsins ásamt bróður sínum og
tók ég þá með mér í lambalæri
til mömmu. Þeim fannst það frá-
bært,“ segir Unnar Helgi og bætir
við að vinasamband myndist oftast
á milli hans og viðskiptavinanna.
Fyrirtækið tekur að sér að
skipuleggja afþreyingu fyrir hópa
jafnt sem einstaklinga en sam-
kvæmt heimasíðu þeirra, Reykja-
vikrocks.is, eru möguleikarnir
endalausir á Íslandi.
„Við getum skipulagt allt milli
himins og jarðar. Síðustu helgi
var ég með 28 ára milljarðamær-
ing frá Hollandi sem kom einn og
vildi hafa gaman. Ég sýndi honum
næturlífið og fór svo með hann í
þyrluferð um landið.“
UNNAR HELGI DANÍELSSON: HJÁLPUM ÞEIM AÐ LOSA BINDISHNÚTINN
Lóðsar milljarðamæringa
um næturlíf Reykjavíkur
Í þessum mánuði er fyrirtæk-
ið að skipuleggja dvöl 300 útlend-
inga á vegum CCP-tölvuleikja-
framleiðandans á Íslandi og er
Unnar strax byrjaður að fá bók-
anir fyrir komandi sumar. „Það
stefnir í brjálað sumar hjá okkur
og við erum samhentur hópur sem
vinnum hérna. Það er augljóslega
markaður fyrir svona fyrirtæki á
Íslandi en bara í gærkvöldi gekk
ég frá þremur bókunum fyrir
sumarið.“
En hvað er það sem helst heillar
útlendingana við land og þjóð
að mati Unnars? „Auðvitað er
það náttúran sem heillar og svo
skemmtilegt næturlíf. En ég verð
líka að vera hreinskilinn og segja
að stelpurnar heilla. Margir vilja
kynnast íslenskum stelpum.“
alfrun@frettabladid.is
REYKJAVÍK HEILLAR
Á níu mánuðum hefur við-
burðafyrirtæki Unnars Helga
Daníelssonar, Reykjavík Rocks,
verið í mikilli sókn en það
sérhæfir sig í að skipuleggja
skemmtiferðir til Íslands
fyrir vel stæða útlendinga.
Jared Leto og Liv Tyler eru á
meðal þeirra sem hafa notið
leiðsagnar Unnars og
félaga.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N