Fréttablaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 10
16. mars 2012 FÖSTUDAGUR „Að hjóla er eins og kynlíf. Maður gleymir því aldrei. Svo eru hjólreiðar líka fín hreyfing.” Safnaðu mottu og áheitum á www.mottumars.is H :N M ar ka ðs sa m sk ip ti / S ÍA Sigurjón M. Egilsson stýrir Sprengisandi á sunnudags morgnum kl. 10–12 Sprengisandur kraftmikill þjóðmálaþáttur Dagskrá 15.00 Ellý Katrín Guðmundsdóttir, borgarritari Reykjavíkurborg. Fundarstjóri og stjórnandi pallborðs 15.05 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Kostnaður við að eiga bíl á Íslandi 15.25 Ólafur Bjarnason, sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg. Samgöngur í Reykjavík 15.45 Finnur Sveinsson, sérfræðingur í samfélagslegri ábyrgð hjá Landsbankanum. Er framtíð í fl ýtibílum? 16.05 Pallborðsumræður. Auk fyrirlesara eru þátttakendur þeir Ástgeir Þorsteinsson frá Frama og Einar Kristjánsson hjá Strætó. Að fundinum standa átta aðilar sem hafa frumkvæði að verkefninu en það eru Advania, Alcoa Fjarðaál, Íslensk nýorka, Landsbankinn, Landspítalinn, Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Reykjavíkurborg. Er framtíð í fl ýtibílum? Fundur um framtíð fl ýtibíla á Íslandi verður haldinn í Tjarnarbíói þriðjudaginn 20. mars kl. 15-17. Fjallað verður um samgöngur, kostnað við að eiga bíl og hugmyndir um innleiðingu á fl ýtibílum á Íslandi. Öllum er velkomið að sækja fundinn. LANDBÚNAÐUR Hætt hefur verið við að skera niður allt sauðfé á bænum Merki á Jökuldal. Riða greindist í einu heilasýni úr kind þaðan sem slátrað var á Vopnafirði í haust. „Samkvæmt greiningum á Til- raunastöðinni á Keldum þá er riðan í flokki óhefðbundinna tilfella af riðu eða af afbrigðinu NOR 98 og er þetta fjórði bærinn á Íslandi þar sem þetta afbrigði greinist,“ segir á vef Matvælastofnunar. „Við þeim tilfellum hefur verið brugð- ist með niðurskurði, eins og um hefðbundna riðu væri að ræða.“ Stefanía Þorgeirsdóttir, sérfræð- ingur á Keldum, skrifaði grein um málið í Bændablaðið en hún er einn helsti sérfræðingur landsins í riðu. Í greininni kemur fram að nokkur óvissa ríki um skilgreiningu á riðu- afbrigðinu, sem sé greinilega mun minna smitandi en hefðbundin riða. Yfirdýralæknir hefur nú ákveð- ið að ákveðin millileið verði farin. Öllum kindum sem eru fimm ára og eldri verði fargað, ásamt kind- um sem eru mest skyldar jákvæðu kindinni. Þá verði heilasýni rann- sökuð og ákvörðun um frekari nið- urskurð tekin í framhaldi af niður- stöðum rannsókna. - óká Farin verður millileið vegna riðuveiki á Jökuldal: Hætt við niðurskurð á fé NOREGUR, AP Norska lögreglan hefur gengist við því að hafa ekki brugðist nógu hratt við þegar fréttir bárust af drápunum í Útey í fyrrasumar þar sem Anders Behring Breivik myrti 69 manns. Niðurstöður innri rannsóknar lögreglunnar leiddu í ljós að galli í samskiptaferlum hefði orsakað tafir á viðbrögðum. Einnig hefði ofhleðsla á hraðbáti á leið út í eyj- una með sérsveitarmenn tafið málin, en alls voru tiltekin 54 atriði þar sem betur hefði mátt fara. Breivik náði að athafna sig á Útey í eina klukkustund og tutt- ugu mínútur áður en lögregla handtók hann. Tuttugu manns hið minnsta eru taldir hafa fallið í valinn á Útey síðasta stundar- fjórðunginn áður en Breivik var stöðvaður. Øystein Mæland, lögreglustjóri í Ósló, sagðist á blaðamannafundi harma að lögregla skyldi ekki hafa náð að stöðva Breivik fyrr en raunin varð. Hann baðst afsök- unar fyrir hönd lögreglunnar að Breivik náðist ekki fyrr og sagði ljóst að lögreglan hefði ekki verið undir hryðjuverkin búin á þessum tíma. „Hver mínúta var einni mín- útu of mikið,“ sagði hann. „Hefðum við getað brugðist hraðar við? Svarið er já. Ef bát- urinn hefði ekki verið ofhlaðinn hefðum við komist fyrr út í Útey. Við vitum ekki hvort það hefði leitt til betri niðurstöðu, en það er ekki útilokað. Og það er sárt að hugsa sér að við hefðum getað bjargað mannslífum ef við hefðum yfirbugað gerandann fyrr.“ Lögregla hefur hingað til verið treg til að viðurkenna að eitthvað annað hafi verið hægt að gera til að bregðast við árás Breiviks. Grete Faremo dómsmálaráð- herra tók undir afsökunarbeiðni lögreglunnar, en margir aðstand- enda hinna látnu hafa lýst yfir ánægju með afsökunarbeiðni lög- reglu. Faremo sagði einnig að innri rannsóknin hefði verið mik- ilvæg, gott væri að fá staðreynd- irnar upp á borðið. Breivik sjálfur er enn til rann- sóknar hjá geðlæknum til að skera úr um sakhæfi hans. thorgils@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is Gengst við mistökum Norska lögreglan viðurkennir að hafa ekki brugðist nógu hratt við hryðjuverkum Anders Breivik í fyrra. 54 atriði hefðu betur mátt fara samkvæmt rann- sókn. Lögreglustjóri baðst afsökunar vegna málsins. BLAÐAMANNAFUNDUR Í ÓSLÓ Lögreglan kynnti innri rannsókn sína fyrir fjölmiðlum í gær. Lögreglustjórinn Øystein Mæland baðst afsökunar fyrir hönd lögreglunnar. SAMKEPPNISMÁL Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest úrskurð Samkeppniseftirlitsins um að heimila samruna Íslands- banka og Byrs. MP banki kærði á sínum tíma ákvörðunina og krafðist þess að hún yrði felld úr gildi. Í úrskurði Samkeppniseftirlits- ins frá því í október kom fram að sterkar vísbendingar væru um að samruninn myndi auka skaðlega fákeppni. Hins vegar ylli alvarleg staða Byrs því að ástæða væri til þess að heimila samrunann með vísan til reglna samkeppnisréttar um fyrirtæki á fallanda fæti. Taldi eftirlitið að raunhæfir möguleikar á annarri sölu en til Íslandsbanka hefðu ekki verið fyrir hendi. - mþl Samruni Íslandsbanka og Byrs: Kæru MP Banka vísað frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.