Fréttablaðið - 16.03.2012, Page 12
16. mars 2012 FÖSTUDAGUR12
Föstudagsviðtaliðföstuda
gur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra
Það er að
ýmsu leyti
gott að fá
að koma
þarna og
fá að tala.
Vegna þess
að maður
hefur upp-
lifað það í
þrjú ár að
það hafa
engin hlust-
unarskilyrði
verið í sam-
félaginu.
Hefðum þurft sannleiksnefnd
Við erum ekki búin að gera upp hrunið og réttarhöld fyrir Landsdómi munu ekki hjálpa okkur við það. Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir fer yfir aðkomu sína að málinu yfir Geir Haarde og starf sitt í þágu kvenfrelsismála í Afganistan í samtali við Stíg Helgason.
I
ngibjörg Sólrún Gísladóttir,
fyrrverandi utanríkisráðherra,
hóf í nóvember á síðasta ári
störf fyrir UN Women í Kabúl
í Afganistan. Hún fer þar með
umboð frá Sameinuðu þjóð-
unum til að vinna að framgangi kven-
réttinda og stýrir stofnun um verkefnið
með á áttunda tug starfsmanna. „Mig
vantaði vinnu. Það var bara svo ein-
falt,“ segir Ingibjörg, spurð hvers vegna
hún sótti um starfið. Hún hafði þá verið
atvinnulaus í vel á þriðja ár. „Mig lang-
aði að leita aftur í ræturnar mínar. Ég
var ákveðin í að mig langaði að vinna að
kvennamálum því að þaðan kem ég upp-
haflega inn í pólitíkina.“ Hún hafi því
sótt um nokkur slík störf og loks verið
valin til starfa hjá UN Women úr nokkuð
stórum hópi umsækjenda.
Hún segist ekki sjálf finna fyrir því
hve erfitt það sé að vera kona í Afgan-
istan því aðstæður séu aðrar í Kabúl
þar sem hún vinnur. „Það er náttúru-
lega hræðilegt að vera afgönsk kona.
Aðstæður eru alveg óskaplegar,“ segir
Ingibjörg, og nefnir sem dæmi að þorri
afganskra kvenna sé ólæs, á hálftíma
fresti deyi kona af völdum meðgöngu
eða fæðingar, ofbeldi í garð kvenna sé
útbreitt og margar stúlkur séu barnung-
ar gefnar eldri mönnum. Á hinn bóginn
séu líka í landinu aðdáunarverðar, sterk-
ar og áberandi konur í stjórnmálum og
kvennahreyfingu. „Annars vegar ertu
með hóp af konum, ekki mjög stóran en
hóp samt, sem er gríðarlega sterkur, öfl-
ugur og óhræddur, og svo ertu aftur með
mikinn massa af konum sem eru algjör-
lega réttlausar og eiga engin tækifæri í
tilverunni.“
Þetta hafi þó lagast á liðnum árum
og smátt og smátt megi merkja við-
horfsbreytingu, sem fylgi því að fram á
sjónarsviðið stígi frjálslyndari öfl.
Eigum stefnumót úti í heimi
„Starf mitt felur það í sér að við styðj-
um við afgönsk stjórnvöld í stefnumótun
þeirra í málefnum kvenna og hvetjum
þau til að gera breytingar sem skipta
máli fyrir konur. Við erum líka mál-
svarar kvenna gagnvart stjórnvöldum
og kerfinu öllu.“
Erfiðust séu einstaklingsmálin og
gagnvart þeim verði hún svolítið magn-
þrota. „Hvað getur maður gert þegar
maður rekst á sextán ára stúlku í
kvennaathvarfi sem er að eignast barn
af því að henni var nauðgað, hún er
þarna en nauðgarinn gengur laus? Hún
á enga möguleika, enga framtíð fyrir
sér. Hvað getur maður gert fyrir þessa
stúlku? “
Ingibjörg býr og starfar á lokuðu
öryggissvæði í Kabúl í sex vikur í senn
og fær þá einnar viku frí eins og tíðk-
ast með starfsmenn SÞ á stríðshrjáð-
um svæðum, sem hún ver yfirleitt utan
Afganistan, en þó ekki á Íslandi. Hún
ferðast um ein með bílstjóra á bryn-
vörðum jeppa, hefur í þrígang skroppið
út fyrir Kabúl til að öðlast betri skilning
á landi og þjóð, er ekki í samneyti við
neina Íslendinga og vinnan á hug hennar
allan. „Það er ekkert sem dregur athygl-
ina frá starfinu, ekkert sem truflar mig.
Og það er í rauninni dálítið gaman að fá
að vinna þannig, að gefa sig bara algjör-
lega í starfið alla daga vikunnar frá
morgni til kvölds,“ segir hún.
Hún réði sig í fyrstu til árs og seg-
ist ekki vera búin að taka ákvörðun um
framhaldið. Og hún segir starfið svo
spennandi og lærdómsríkt að henni finn-
ist ekkert erfitt að vera fjarri fjölskyldu
og vinum löngum stundum. Enda hittir
hún sína nánustu af og til. „Við eigum
stefnumót úti í heimi. Og svo er auðvitað
skæpið. Maður er í daglegum samskipt-
um þar. Það er ekki mikið vandamál.“
Sannleiksnefnd vantar
Ingibjörg kom til landsins í vikunni til
að bera vitni fyrir Landsdómi, í réttar-
höldum þar sem hún hefði allt eins sjálf
getað setið á sakamannabekk ef tillaga
þingmannanefndar Atla Gíslasonar
hefði hefði verið samþykkt. Hún segir að
því fylgi að vonum blendnar tilfinningar.
„Það er sérkennilegt að sjá allar helstu
persónur og leikendur úr hruninu koma
til að fjalla um aðgerðir eða aðgerðaleysi
Geirs en ekki sínar eigin gerðir. Þetta
sýnir best að leiðin sem var valin var svo
óskaplega röng og gerir það að verkum
að það mun ekkert koma út úr þessu sem
getur fullnægt því fólki sem vildi velta
við hverjum steini,“ segir hún. Við blasi
að Geir verði sýknaður. „Ég veit ekk-
ert hvernig málið mun þróast en það er
enginn efi í mínum huga.“
Þú heldur að þetta muni ekki skila
okkur neinu?
„Nei, að minnsta kosti ekki uppgjöri
við hrunið, því miður. Það var ákveðið að
fara með málið í refsifarveg með þetta
afmarkaða tímabil undir, frá febrúar
fram í október 2008, í stað þess að fara
með þetta í farveg einhvers konar sann-
leiksnefndar þar sem málið yrði skoð-
að í miklu víðara ljósi. Það er það sem
menn eins og Ögmundur Jónasson átta
sig núna á þó að seint sé. Þetta gerir það
að verkum að það er búið að loka þeirri
leið – hún verður aldrei farin.“
Þú talar um sannleiksnefnd. Erum við
ekki búin að fara þá leið?
„Nei, það erum við ekki búin að gera.
Rannsóknarnefnd Alþingis vann ágætt
verk að mörgu leyti en vandamálið var
að hún þurfti að vinna svo hratt. Það var
orðið aðalatriði að koma skýrslunni út
sem fyrst í stað þess hún fengi bara þann
tíma sem hún þurfti. Hún vann ákveðna
grunnvinnu en það var mjög takmark-
andi. Tökum mig sem dæmi, ég fer til
rannsóknarnefndarinnar og ég sit þar í
klukkutíma í skýrslutöku. Það er allt og
sumt. Það sem fólk segir er aldrei gagn-
prófað og reynt að kafa dýpra eða fólk
spurt aftur og málum fylgt eftir. Það er
ekki við nefndina að sakast – hún hafði
mjög skamman tíma – en það hefði þurft
að skoða þetta miklu betur. Um starf
þingmannanefndarinnar ætla ég ekki
að tala að svo stöddu – það er þyngra
en tárum taki. Hún lét sig hafa það að
leggja fram ákærur á hendur einstak-
lingum sem voru bæði illa rannsakaðar
og vanreifaðar.“
Léttir að fá að segja frá
Réttarhöldin eigi sér þó jákvæðar hlið-
ar. „Það er að ýmsu leyti gott að fá að
koma þarna og fá að tala. Vegna þess að
maður hefur upplifað það í þrjú ár að það
hafa engin hlustunarskilyrði verið í sam-
félaginu. Það er eins og sá tímapunktur
sé kannski loksins kominn. Margt sem
ég er að segja þarna fyrir Landsdómi
er eitthvað sem ég hef verið að reyna að
segja í gegnum andmælin mín eða bréf-
ið mitt til þingnefndarinnar en það hafa
bara ekki verið móttökuskilyrði. Þetta
er í fyrsta skipti sem maður fær ráðrúm
til að tala og segja hlutina eins og þeir
blöstu við manni. Það er mikill léttir
líka. Þannig að þetta er ekki alslæmt.“
Í máli Davíðs Oddssonar kom fram
að utanríkisráðherra – og þú varst nú í
embætti utanríkisráðherra þótt þú hafir
verið erlendis veik – hefði stungið upp á
því að taka 30 til 40 milljarða evra lán til
að bjarga bankakerfinu á síðustu metr-
unum. Þú kannast ekkert við þetta?
„Þetta á að hafa verið um Glitnis-
helgina. Ég skil ekki hvernig í veröld-
inni ég á að hafa getað lagt þetta til. Ég
er komin á sjúkrahús þetta kvöld, 28.
september. Að morgni mánudagsins 29.
er ég skorin upp. Þannig að ég er hrein-
lega á skurðarborðinu þegar menn eru
að ræða Glitnismálin. Þetta er algjörlega
fráleitt.“
En hefurðu heyrt af því að starfandi
utanríkisráðherra, Össur Skarphéðins-
son, hafi verið með svona hugmyndir?
„Nei, ég hef ekki heyrt það. En þetta
er líka dæmi um smjörklípu. Davíð leik-
ur alltaf sama leikinn. Hann er eins og
smali sem hendir út spýtu og hundarnir
hlaupa á eftir spýtunni í hvert eitt sinn
og hugsa: Nei sko, spýta! Eins og þeir
séu að sjá hana í fyrsta sinn. Nú eru allir
álitsgjafarnir að tala um þetta. Þetta
virðist aðalmálið. Og hvaða máli skiptir
þetta? Segjum sem svo að ég eða Össur,
eða einhver annar, hefði spurt: Er þetta
leið til að fara? Það væri ekki í sjálfu sér
óeðlilegt að spyrja þeirrar spurningar á
fundi með seðlabankastjóra. Það er ekki
þar með sagt að menn séu að leggja það
til. Við erum að eltast við algjör auka-
atriði.“
Þið Össur Skarphéðinsson báruð
algjörlega á sitt hvorn veginn um Glitn-
ishelgi. Hann fullyrti fyrir dómi að þú
hefðir sérstaklega beðið hann um að
halda Björgvini G. Sigurðssyni utan við
alla þá atburðarás. Þú segir að þetta sé
ekki rétt. Er ekki annað hvort ykkar að
ljúga?
„Ég er búin að gera Landsdómi grein
fyrir því máli og læt það duga,“ segir
Ingibjörg.
525 8000
www.bilaland.is
KLETTHÁLSI 11 og EIRHÖFÐA
VIÐ ERUM Á TVEIMUR STÖÐUM:
(Bílakjarninn)
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
10
0
4
LEIÐIST EKKI Ingibjörg segir
starfið í Afganistan, þótt
það geti tekið á, vera nógu
spennandi og lærdómsríkt
til að henni finnist ekki erfitt
að vera fjarri fjölskyldunni og
vinum löngum stundum.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN