Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.03.2012, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 16.03.2012, Qupperneq 18
18 16. mars 2012 FÖSTUDAGUR Ég ritaði grein um skattpíningu barna sem beið birtingar í Fréttablaðinu í á þriðju viku en birtist loks hinn 29. febrúar síðastliðinn. Strax daginn eftir birtist grein frú Jóhönnu Sigurðar- dóttur sem á að vera svar við minni grein. Ég ræddi í grein minni um þá ósanngjörnu skattlagningu að taka út stóra hlutdeild af vaxta- tekjum allra þeirra barna sem eiga sparifé í bönkum. En það er ekki nóg með að drjúgur hluti vaxtanna sé tekinn heldur hirðir ríkið líka stóran hluta verðbótanna sem bankinn bætir inn á bækur barna. Ég dreg það mjög í efa að lög- legt sé að taka skatt af verðbótum, en þær eru ekki vaxtatekjur heldur leiðrétting á verðgildi sparifjár. Í töflu fyrir ofan má sjá innstæður á reikningum þriggja langafabarna minna, hverjir vextir af þeim eru og hversu háir skattar eru inn- heimtir af hverjum reikningi: Í grein Jóhönnu er engu svarað um skattlagn- ingu sparifjár barna heldur fer hún að ræða um tekjuskattinn og bregður þá ekki út af hennar vana að kenna Sjálfstæðisflokknum um ákveðna hækkun á skattinum meðan hann var við völd. Ég treysti forystumönnum Sjálfstæðisflokksins til að svara fyrir sig en ég vil í fullri vinsemd benda frú Jóhönnu á að hennar flokkur, Samfylkingin, og hún sjálf stóðu að öllum þessum sköttum sem lagðir voru á. Jóhanna var meira að segja með- flutningsmaður að öllum þessum frumvörpum þar sem þetta voru stjórnarfrumvörp. Það er ótrúlegt hvað frú Jóhönnu er títt um að kenna Sjálfstæðisflokknum um allt sem aflaga hefur farið í stjórnartíð hans og hennar eigin flokks. Tilgangur minn með skrifum mínum var að benda á þessa ranglátu skattlagningu og skora á stjórnvöld að afnema með öllu fjármagnstekju- skatt á börn 16 ára og yngri. Jóhanna hreykir sér af því í svari sínu að fjöldi þeirra sem greiði fjár- magnstekjuskatt hafi hrapað. Mér kemur í þessu sambandi til hugar að fjöldi fólks tekur í stórum stíl út sparifé sitt og geymir undir koddanum. Sér í lagi á þetta við um aldraða og öryrkja sem ella eiga á hættu að bætur almannatrygginga skerð- ist. Jóhanna stendur oft í ræðustól Alþingis og kvartar sáran undan því hve stjórnarandstöðu- flokkarnir eru leiðinlegir og illgjarnir í garð ríkisstjórnarinnar. Ekki dettur mér í hug að gagnrýna stjórnarandstöðuna fyrir of mikla hörku í garð ríkisstjórnarinnar en hitt finnst mér afleitt hversu lin stjórnarandstaðan er í garð þessarar endemis ríkisstjórnar og mætti hún þar bæta ráð sitt verulega. Hér á árum áður, en þó eftir að farið var að leita álits fólks á gerðum og stöðu ríkisstjórna, kom það stundum fyrir í þeirri eftirgrennslan að stjórnin naut ekki stuðnings meirihluta kjósenda. Þá krafðist stjórnarandstaðan, sér í lagi vinstri- flokkarnir, þess að ríkisstjórnin segði af sér. En hvað gerist núna? Í nýlegri skoðanakönnun mælist samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna aðeins 26 prósent, en ríkisstjórn sem er svo rúin trausti dettur þó ekki í hug að fara frá og meira að segja frú Jóhanna telur að hún eigi eftir að sitja miklu lengur að völdum. Ég held að hún ræði ekki við þá samflokksmenn sína sem vilja að hún hætti formennsku. Sjálf talar hún líkt og hún eigi eftir marga mannsaldra við stjórnvölinn. Samfylkingin logar innan frá og það er ósk margra á þeim bæ að stjórnin fari frá og ekki er Steingrímur J. Sigfússon á því að boða til kosninga þó að fylgið falli af honum í stríðum straumum alla daga. Nær væri fyrir frú Jóhönnu að taka ábend- ingunni í fyrri grein minni og hætta að skatt- leggja börn. Ég tel rétt að hún gangi enn lengra og afnemi með öllu skatta á inneignir aldraðra og öryrkja í þessu landi. Ef frú Jóhanna yrði við þeirri hvatningu minni er alla vega ljóst að hún yrði ekki jafnilla þokkuð og hún er nú. Enn um skattpíningu barna Sannleikurinn birtist stundum með undarlegum hætti. Í fljótu bragði virðist Lands- dómur grátbroslegur brandari. Hann er skipaður af Alþingi til að fjalla um og dæma í málum sem sama Alþingi hefur ákveðið að höfða gegn ráðherrum vegna meintra brota í embættisrekstri. Með vissum hætti má því segja að hér fari sami aðilinn með ákæru- og dómsvald. Sem í þró- uðum réttarríkjum þykir ekki góð latína. Þetta segir þó ekki einu sinni hálfa sögu. Þegar haft er í huga að ráðherrar eru nær undantekningarlaust alþingis- menn, að í dómnum sitja hæsta- réttardómarar skipaðir af ráð- herrum helstu valdaflokka landsins, auk annarra dómenda sem Alþingi hefur valið eftir flokkspólitískum línum, má segja að hér sé íslensk valdastétt að dæma í eigin sök. Það verður heldur ekki sagt að réttarhaldið yfir Geir Haarde, fyrrverandi forsætis- ráðherra, sé stíl- brot við þá umgjörð sem hið samansúrr- aða löggjafar-, fram- kvæmda- og dóms- vald hefur búið því. Sakborningurinn er eins og afmælisbarn í veislu; býður jafnt ákærendur, vitni sem dómendur inni- lega velkomna með handabandi. Eigin- konan gætir þess vandlega að horfa aðdáunaraugum á mann sinn hvenær sem sjónvarpsvélum er beint að henni. Gamall og góður vinur sér um brand- arana. Og til að kóróna sköpun- arverkið sjá fréttamenn (4. vald- ið), valdir eftir flokkspólitískum kvarða, um að lýsa herlegheitun- um á viðeigandi hátt. Myndin sem dregin er upp í fjölmiðlum er nokkurn veginn skýr þótt menn greini nokkuð á um hvenær þeir sáu hrunið fyrir. Geir gerði ekkert rangt. Árin 2007 og 2008 var einfaldlega allt orðið um seinan og alvarleg- ustu glöpin, sem Geir hefði getað framið, hefðu verið þau að segja almenningi satt og rétt frá. Sem hann kaus að gera ekki. Núver- andi forsætisráðherra hefur jafn- framt stigið fram forvera sínum til stuðnings og lýst því yfir að á þessum tíma hafi bókstaflega ekk- ert verið hægt að gera. Tilkvaddir álitsgjafar hafa almennt tekið undir þá yfirlýs- ingu Geirs að hættulegast af öllu hefði verið að upplýsa almenning. Ætla má að þessi skoðun sé líka farin að síast inn í vitund almenn- ings. Það er hins vegar gömul saga og ný að börn eru oft skarpari greinendur en aðrir. Þegar fram komu í fréttum þau orð Geirs að ekki hefði mátt segja almenningi sannleikann árið 2008, spurði lítil stúlka pabba sinn: Pabbi, má maður ljúga? Þessi barnslega einlæga spurn- ing setur réttarhald landsdóms skyndilega í nýtt ljós. Þetta er ekki bara mál Alþingis gegn fyrrverandi ráðherra. Þetta er ekki aðeins mál gegn persónu Geirs Haarde. Málið snýst um skyldur kjörinna ráðamanna við umbjóðendur sína – lýðræði en ekki fámennisveldi. Forsætisráðherra hrunstjórn- arinnar er fjarri lagi eini sak- borningurinn í málinu. Nær allir þeir sem að réttarhaldinu koma eru með einum eða öðrum hætti sakborningar. Og játning í mál- inu liggur þegar fyrir. Um leið og Geir lýsti því yfir að hann hefði ekki séð neina ástæðu til að upplýsa umbjóðendur sína, almenning í landinu, um það sem var að gerast þá opinberaði hann jafnframt að hann setti hagsmuni fámennrar klíku fjár- glæframanna ofar velferð alþýðu manna. Geir Haarde braut með öðrum orðum gegn þeim sem hann hafði ríkastar skyldur við. Ekki bara hann. Forverar hans líka og eftirmaður. Hér skal engu um það spáð hvort landsdómur Alþing- is mun dæma Geir Haarde sekan. Því er mjög haldið á lofti að málið sé flókið og umfangsmikið, enginn hafi í raun- inni gert neitt rangt heldur öðru nær. En málið er í raun ekk- ert flóknara en eftir- farandi dæmi: Hópflutninga- bíll fullur af far- þegum nemur stað- ar á Kambabrún. Bíllinn er keyptur á bílaláni og bank- inn fær bílstjórann til að taka bremsurnar af, svona til að auka frelsið, gamanið og áhættuna við aksturinn. Bíl- stjórinn hlýðir þessu enda sjálf- ur fylgjandi frelsi einstaklings- ins. Hann lætur farþegana ekki vita að bíllinn sé bremsulaus þar eð slíkt myndi aðeins hafa vand- ræði í för með sér. Hann leggur af stað, gefur hressilega í, setur í hlutlausan og reynir eftir bestu getu að stýra bílnum klakklaust niður í Hveragerði. Sem auðvitað tekst ekki. Dettur einhverjum í hug að bíl- stjórinn yrði síðan dæmdur sýkn af allri sök? Jafnvel þótt sýnt yrði fram á að hann hefði gert allt sem í hans valdi stóð til að halda bílnum á veginum? Nú liggur fyrir tillaga að nýrri stjórnarskrá. Margt er þar til bóta en engu að síður er sá alvar- legi annmarki á að þar vantar það grundvallarákvæði að hið æðsta og endanlega vald sé fólks- ins. Væri ekki ráð að koma þess- ari setningu inn í tillöguna áður en hún verður borin upp í þjóðar- atkvæðagreiðslu? Pabbi! Má maður ljúga? Bankareikningar barna Innstæða Vextir Skattur 443.176 10.212 6.229 434.848 9.660 5.817 185.288 3.954 2.111 Fjármál Matthías Bjarnason fv. ráðherra Landsdómur Vigfús Geirdal sagnfræðingur Tilkvaddir álitsgjafar hafa almennt tekið undir þá yfir- lýsingu Geirs að hættulegast af öllu hefði verið að upplýsa almenning. AF NETINU Rammaáætlun og tækifærissinnar Nú þegar niðurstaða Rammaáætlunar liggur loks fyrir, ætlumst við til að farið sé að niðurstöðum hennar og skammtímahugsun vikið til hliðar. Sé litið til alls þessa er harla einkennilegt og reyndar mótsagnarkennt þegar einhver hópur stígur nú fram að segist tala fyrir munn nátt- úruverndarsinna. Þessi hópur vill ýta til hliðar niðurstöðum Rammaáætl- unar og hverfa aftur til tækifærissinnaðrar ákvarðanatöku stjórnmálamanna og hefur í frammi allskonar dylgjur í garð þeirra sem ekki eru sammála þeirra sjónarmiðum. Því fer fjarri að þetta fólk tali fyrir munn allra náttúruverndarsinna. Það liggur fyrir að það þarf að virkja á Íslandi, það viðurkenna nátt- úruverndarsinnar. Það eru ákveðin svæði sem eru betur til þess fallin en önnur. Það er ekki þar með sagt að það þurfi að virkja öll þessi svæði nú þegar. http://gudmundur.eyjan.is/ Guðmundur Gunnarsson

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.