Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.03.2012, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 16.03.2012, Qupperneq 22
2 • LÍFIÐ 16. MARS 2012 Hin síunga Valgerður Matthíasdóttir sat glæsileg að vanda í sófa Íslensku kaffi- stofunnar á Höfða- torgi í vikunni. Á veitingastaðnum Snaps er margt um manninn í hverju hádegi en þar voru sam- ankomnar ritstýra Nude Magasín, Jóhanna Björg Christensen, og pjattrófan Margrét Gústavsdóttir eitt hádegið í vikunni. Fleiri glæsikonur voru saman á veit- ingahúsinu Sushisamba síðast- liðna helgi en þar var fatahönnuð- urinn Andrea Magnúsdóttir ásamt flugfreyjunni Söru Regins og fleiri flottar. Sömu helgi voru sjarmatröllin og tví- burarnir Arnar og Bjarki meðal gesta á Bar 101. Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Ellý Ármanns elly@365.is og Kolbrún Pálína Helgadóttir kolbrunp@365.is Förðunn Jóhönnu: Margrét R. Jónasar Hár Jóhönnu: Daði á Kompaníinu Fatnaður Jóhönnu: Vera Moda Skart Jóhönnu: Hildur Hafstein Forsíðumynd Stefán Karlsson Útlitshönnun Arnór Bogason Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is Lífið Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 www.visir.is/lifid HVERJIR VORU HVAR? Vaxtarræktarjöfurinn Magnús Bess Júlíusson og unnusta hans, fit- nessdrottningin Katrín Eva Auð- unsdóttir dvelja nú á Venice Beach í Kaliforníu, á strönd sem er kölluð Muscle Beach. Tilgangur ferðarinn- ar var meðal annars sá að hitta fjöl- skyldu Magga í fyrsta skipti, en faðir hans, Júlíus Bess, hefur leitað henn- ar nú í hartnær fimmtíu ár og loks fundið! Lífið heyrði í Katrínu sem var í skýjunum enda yfir mörgu að gleðj- ast en parið á von á sínu öðru barni á aðeins tveimur árum nú í sumar. „Júlíus Bess, faðir Magga Bess, er búinn að leita að föður sínum í 50 ár, en faðir hans var bandarískur hermaður sem kom hingað í stríð- inu. Fullur kraftur var settur í leitina rétt eftir jól og viti menn, hún skilaði árangri þegar börn, barnabörn og systkini föður Júlla eða afa Magga komu í leitirnar en hann er látinn í dag,“ segir Katrín. Aðspurð um móttökurnar þegar þau hittu ættingja Magga segir hún þær hafa verið fram- ar öllum vonum. „Þetta er ofboðs- lega jákvætt og yndislegt fólk sem hefur opnað heimilin sín fyrir okkur og við erum svo velkomin að það er dásamlegt. Það var haldin stór veisla, þar sem fullt af Bessur- um komu saman alls staðar að úr Bandaríkjunum á búgarði sem ein af frænkunum á.“ Katrín segir alla ættingjana langa að koma til Íslands. „Það er aldrei að vita nema að stórt Bess-ættar- mót verði haldið á Íslandi í sumar. Alltaf dreymt um dvelja erlendis Katrín og Maggi fóru út í byrjun febrúar og munu dvelja þar fram að miðjum apríl. „Við ákváðum í fyrra að láta drauminn verða að veruleika og prófa að búa hér og æfa. Þar sem við lifum og hrær- umst í sportinu þá er mjög gaman að vera á þeim stað í heiminum sem er Mekka líkamsræktarinnar. Maggi, sem vinnur sem vélvirki í Álverinu í Straumsvík ásamt því að þjálfa með, er í fæðingarorlofi um þessar mundir og gat því látið þetta verða að veruleika með mér. Katrín segir Bandaríkjamenn gapa af undrun þegar þeir heyra af því að hann fái sex mánuði í orlof. „Maggi tók mína þrjá mánuði þar sem ég get unnið hvar sem er í heiminum,“ segir Katr- ín sem er fullu starfi með fjarþjálfun http://betriarangur.is/. „Ég vil meina að ég sé í besta starfi í heimi, því ég upplifi persónu- legan árangur með öðrum á hverj- um einasta degi og það er virkilega gefandi.“ 14 mánuðir á milli barna Saman eiga þau Katrín og Maggi Ísabellu Bess, en hún kom í heim- inn í mars á síðasta ári en von er á öðru barni í júní. „Við fengum að vita það rétt áður en við fórum út að við eigum von á strák. Það verður fyrsti strákurinn hans Magga, sem er bara yndislegt, það verða því aðeins fjórtán mánuðir á milli Ísa- bellu og litla bróður hennar.“ Fyrir á Maggi þær Rögnu Dögg fædda 1991 og Viktoríu Rós fædda 1997. „Þær koma út til okkar yfir páskana og við hlökkum mikið til að fá þær. Spurð um heilsuna á með- göngunni og hvernig tilfinning það er að vera með ungt barn og ólétt á sama tíma segist hún mjög heppin. „Ég er búin að vera ofboðs- lega heppin á báðum meðgöngun- um og þarf að hafa ótrúlega lítið fyrir þessu. Það besta sem ég geri þessa dagana er að skella mér á línuskauta meðfram strandlengj- unni hér, með Ísabellu í kerrunni í 27 stiga hita. Ég finn ekkert fyrir því að vera ólétt, svo er Maggi besti pabbi í heimi og gerir allt með dóttur sinni og léttir þar af leiðandi undir með mér en ég vinn mjög mikið.“ Katrín Eva, sem hóf feril sinn í fitness fyrir aðeins nokkrum árum, hefur náð einstökum ár- angri og því forvitnilegt að vita hvort hún ætli sér aftur á pall eftir barneignirnar. „Ég stefni allavega á að koma mér í gott form eftir meðgöngu, en þannig líður mér best. Ég á bara einn líkama og hugsa því vel um hann. Hvað keppnir varðar þá líður mér eins og ég sé búin að vera að keppa stanslaust síðan ég steig síðast af sviði enda búin að þjálfa ansi margar fitness-stelpur fyrir sviðið og búin að fylgja Magga eftir í allar hans keppnir, hérlendis sem erlendis. En sviðið er vissulega besta gulrótin að „ofurforminu“ og þess vegna er aldrei að vita hvað maður gerir, segir Katrín hlæjandi. MYND/US WEEKLY Maggi Bess og Katrín Eva Auðunsdóttir eru þakklát fyrir öll kraftaverkin FJÖLSKYLDUFUNDUR EFTIR HÁLFRAR ALDAR LEIT Bon Jovi í göngutúr í Langjökuls Primaloft úlpunni frá 66°norð- ur ásamt ásamt sonum sínum, Jesse James Louis (17), Jacob Hurley (9) and Romeo Jon (8). Yngsti sonurinn Romeo Jon er í Magna dúnúlpu frá 66°norður. Siggi Hlö fór á tónleika með goðinu sínu, Bon Jovi, í Barcelona í júlí í fyrra en Sigga og konunni hans var boðið þangað af Bon Jovi sjálfum. Hann gaf söngvaranum úlpu eins og sjá má á mynd sem birtist í tímarit- inu US Weekly af Bon Jovi og yngsta syni hans í íslenskum úlpunum. „Hann bauð mér út af því að konan mín, Þorbjörg Sigurðardóttir, sem rekur fyrirtækið Visitor.is, skipulagði sumarfríið þeirra á Íslandi,“ svar- ar Sigurður Hlöðversson, eða Siggi Hlö eins og hann er iðulega kallað- ur, þegar hann er spurður hvað hann hafi verið að gera með Bon Jovi en Siggi færði söngvaranum gjöf sem innihélt nokkrar úlpur frá 66°norður í þakklætisskyni. Af hverju gafst stjörnunni úlpur? „Af því að hann býr í New Jersey þar sem er svipað veður og hérna heima á Íslandi. Harður vetur og gott sumar.“ Fórstu í kerfi þegar þú hittir stór- stjörnuna? „Nei! Ég var ekki „starstruck“ en mér leið fáránlega vel alls staðar þar sem ég gekk um því lífverðirnir skiptu sér ekkert af mér þar sem ég var í boði hans. Ég gat valsað þarna um alls staðar á tónleikasvæðinu. Ég var með familymember-passa!“ MYND/EINKASAFN SIGGA BON JOVI Í ÚLPU FRÁ SIGGA HLÖ Maggi Bess, Katrín Eva og Ísabella Bess á búgarði fjölskyldu hans í Bandaríkjunum, sem þau voru að hitta í fyrsta sinn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.