Fréttablaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 26
6 • LÍFIÐ 16. MARS 2012 7.15 Vakna og byrja daginn á að knúsa tíkina mína, Konný, í dá- góða stund. Það hleður mann svo sannarlega jákvæðri orku fyrir daginn. Hún kúrir svo áfram á meðan ég fer í sturtu og geri sjeik dagsins en vaknar um leið og morgunmaturinn hennar er klár. 8.15 Við Konný förum í morgun- göngu í snjókomunni og alla jafna hefði hún svo komið með mér í vinnuna en þar sem hún er að lóða þá skutla ég henni til mömmu sem ætlar að vera með hana í dag. 9.00 Mæti í vinnuna og kíki á plan dagsins. Fyrri hluti dagsins fer í myndvinnslu. 12.00 Hitti Heiðu vinkonu og hún tekur af mér mynd til að láta fylgja þessari dagbók. Við lentum svo í smá ævintýri þar sem að það var aðeins meiri hálka úti en ég gerði mér grein fyrir en Heiða gerði sér lítið fyrir og ýtti bílnum nánast upp alla Öskjuhlíðina. Við fórum að því loknu og fengum okkur hádegismat og áttum mjög gott ljósmyndaspjall. 13.00 Seinni hluti vinnudagsins fer í áframhaldandi myndvinnslu, undirbúning fyrir flutning fyrir- tækisins og myndatöku á stór- glæsilegum brúðartertum, en það er brúðarblað í vinnslu hjá okkur núna. Í millitíðinni afhendi ég Brynju Dögg Friðriksdóttur gjafa- bréf frá Íslandsbanka, sem hún fékk fyrir að eiga myndskeið árs- ins í flokknum daglegt líf. Úrslitin voru tilkynnt við opnun sýningar- innar Myndir ársins 2012 í Gerð- arsafni í Kópavogi um síðustu helgi. 17.15 Fer og sæki Siggu vinkonu og við komum okkur upp í Hafn- arfjörð þar sem við hittum fleiri göngufélaga sem eiga það sam- eiginlegt að stefna á að toppa í vor. 18.13 Lagt af stað í göngu dagsins á Helgafellið og umhverf- is Valahnúka. 19.08 Toppnum á Helgafellinu náð. 21.00 Fer og sæki Konný til for- eldra minna og stoppa aðeins svo við getum nú fylgst með því sem er að gerast í lífi okkar. 22.30 Kem heim að loknum góðum degi og byrja á að svara nokkrum tölvupóstum sem liggur á. Svo er það bara heitt bað, smá lestur og góður nætursvefn. Hver er konan? Sigríður Dögg Auðunsdóttir fjölmiðlaráðgjafi. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég ætlaði alltaf að verða læknir. Er nú reyndar ekk- ert búin að gefa það upp á bát- inn enda kornung enn þá. Reynd- ar dreymdi mig einnig um að verða rithöfundur enda er ég mik- ill áhugamaður um bókmenntir og les mjög mikið mér til ánægju. Bakgrunnur/menntun? BA í bók- menntafræði og framhaldsnám í hagnýtri fjölmiðlun. Starf? Framkvæmdastjóri SDA, ráðgjöf sem sérhæfir sig í al- mannatengslum, fjölmiðlaráð- gjöf og textagerð (www.sdaradg- jof.com) Hvernig varð hugmyndin að fyrir- tækinu til? Fyrirtækið varð eigin- lega til af sjálfu sér. Ég er reyndar búin að ganga með það lengi í maganum að stofna eigið fyrirtæki sem sérhæfir sig í fjölmiðlaráðgjöf en aldrei verið í aðstöðu til þess að láta verða af því. Svo komu þær aðstæður einmitt upp núna rétt eftir áramótin og ég bara lét vaða. Fjölmiðlaráðgjöf er mín sterka hlið, þarna er ég á heimavelli. Ég var blaðamaður til margra ára og hef einnig áralanga reynslu af al- mannatengslum, bæði hér á landi og í London, þar sem ég vann hjá stærsta almannatengslafyrirtæki heims, Weber Shandwick í um þrjú ár. Hvaða viðskiptavinir eru á þínum snærum? Viðskiptavinir mínir eru allt frá litlum fyrirtækjum og einstaklingum upp í alþjóðleg stórfyrirtæki og verkefnin eins misjöfn og þau eru mörg. Það er allavega alltaf eitthvað nýtt og spennandi í gangi. Þú átt þrjú börn og þrjú stjúpbörn – hvernig gengur að samtvinna ferilinn og móðurhlutverkið? Ég set börnin í forgang og vil frekar verja frítíma mínum í samveru með börnunum en í heimilisstörf. Ég er engin ofurkona og get ekki gert allt 100%. Til þess að ég geti sinnt börnunum mínum eins og ég vil hef ég þurft að sækja mér utanaðkom- andi hjálp með heimilisstörfin. Ýmist höfum við verið með au-pair eða stúlku sem kemur daglega og hjálp- ar til, enda stórt heimili og foreldrar sem vinna langan vinnudag. Yngstu börnin eru fjögurra og sex ára þann- ig að róðurinn á heimilinu er örlítið að léttast. Við höfum verið án að- stoðar í um ár núna og það gengur alveg upp þó það sé ekki alltaf jafn- fínt hjá okkur og þegar við fengum hjálp. Við erum reyndar bæði hjón- in að vinna svo mikið þessa dag- ana að við höfum alvarlega verið að hugleiða það að fá aftur au-pair. Ég viðurkenni það fúslega að ég er betri mamma en húsmóð- ir. Ég er hins vegar ágætiskokkur og hef gaman af því að elda mat. Ég reyni að beina kröftum mínum innan heimilisins í samveru með börnunum og þannig hefur verka- skiptingin meðal okkar hjóna eig- inlega þróast, ég sinni börnunum og hann innkaupum og flestum heimilisverkum. Ég er ekki jafn- dugleg og maðurinn minn í til- tekt á heimilinu en ég elda alltaf kvöldmatinn. Svo á ég unglings- dóttur sem er einstaklega dugleg að hjálpa til við hin ýmsu heimil- isstörf og með yngri systkini sín. Hvert er þitt mottó í lífinu? Ég reyni að temja mér heiðarleika, jákvæðni, æðruleysi og bjart- sýni. Svo forðast ég af fremsta megni að tala illa um annað fólk. Mitt helsta mottó í lífinu er sennilega það að maður eigi aldrei að sjá eftir neinum ákvörðunum í lífinu því að á þeim tíma sem hver og ein ákvörðun er tekin er hún rétta ákvörðunin, annars hefði maður ekki tekið hana. Sigríður Dögg Auðunsdóttir ATHAFNAKONAN DAGUR Í LÍFI RAKEL ÓSK SIGURÐARDÓTTIR Dalvegi 18, Kóp. Sími 568 6500 www.fondra.is Opið 10-18 virka daga, Laugardaga opið frá 11-16 Jerseydagar 25% afsláttur af öllum jerseyefnum, föstudag og laugardag 17. og 18. mars Ný efni og ný snið B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér r ét t til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra .Kanarí Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri • Sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér sæti í sólina. Heimsferðir eiga örfá sæti laus þann 20. mars og bjóða þau á einstöku tilboði. Um er að ræða íbúðir á ensku ströndinni, á Atis Tirma og Fayna. Tryggðu þér sæti strax! Kr. 79.900 Verð á mann þann 20. mars í 8 nætur, 2-4 í íbúð á Atis Tirma eða Fayna. Innifalið flug, gisting og flugvallaskattur Kr. 89.900 Verð á mann þann 20. mars í 8 nætur, 2-4 í íbúð á Liberty. Innifalið flug, gisting og flugvallaskattur Kr. 109.900 – með hálfu fæði Verð á mann þann 20. mars í 8 nætur, 2 í herbergi á Berverly Park. Aukagjald v. allt innifalið kr. 18.400 á mann. Innifalið flug, gisting og flugvallaskattur frá kr. 79.900 20. mars Sértilboð til 8 nætur KEEPING UP WITH THE KARDASHIANS E! ENTERTAINMENT ER Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á STOD2.IS M YN D /V A LL I M YN D /H EI Ð A H EL G A D Ó TT IR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.