Fréttablaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 46
16. mars 2012 FÖSTUDAGUR26 popp@frettabladid.is Útskriftarnemar í hár- greiðslu frá Iðnskólanum í Hafnarfirði ætla að halda námskeið þar sem kenndar verða einfaldar barna- greiðslur gegn vægu verði. TÍSKA „Ég á þrjár dætur, þriggja, fjögurra og sjö ára, og langar mikið að verða betri í að gera alls konar greiðslur í þær,“ segir Þór- dís Brynjólfsdóttir, sem hyggst mæta á sérstakt hárgreiðslunám- skeið fyrir foreldra í þeirri von að fullkomna kunnáttu sína í að greiða dætrum sínum. Þórdís segist hafa heyrt af svona námskeiði áður, en að þá hafi verið einblínt á feður. Hún segir sjálfa sig og dætur sínar allar vera með þykkt hár sem erf- itt sé að eiga við. „Ég sendi stelp- urnar nú aldrei út úr húsi nema þær séu snyrtilega greiddar, en yfirleitt eru þær bara með tagl eða spennur. Ég er voða klaufsk við að flétta og vonast helst til að læra að gera mismunandi fléttur, það er nú svo mikið í tísku í dag þetta fléttudæmi,“ segir Þórdís, sem reiknar með að taka tvær eldri stúlkurnar með sér á nám- skeiðið. Ólöf Sunna Magnúsdóttir, einn útskriftarnemanna sem stend- ur fyrir námskeiðinu, segir það hugsað fyrir alla þá sem eiga erfitt með að greiða börnunum sínum. Mæður, feður og jafnvel ömmur og afar eru velkomin. „Sumir eiga í erfiðleikum með það eitt að setja teygjur í hár barnanna sinna meðan aðrir vilja kannski læra einhverjar sætar barnagreiðslur, en við ætlum að kenna allan skalann,“ segir hún og bætir við að dúkkuhausar verði á staðnum fyrir þá sem hafa ekki tök á að taka börn með sér eða eru með börn með of stutt hár. Námskeiðið er haldið sem fjár- öflun til að standa undir kostn- aði við útskriftina og fer fram á Hárgreiðslustofu Hrafnhildar í Árbænum þann 17. mars. Í boði verða tvö námskeið sem áætlað er að taki um eina og hálfa klukku- stund hvort, og hefjast þau klukk- an 10 og 12. Verði mikil aðsókn verður svo bætt við námskeiði klukkan 14. Verðið er 2.500 krón- ur og hægt er að skrá sig á tölvu- póstfanginu margretosk1@hotma- il.com. tinnaros@frettabladid.is LÆRIR AÐ FLÉTTA HÁR DÆTRANNA FLÉTTUR Í TÍSKU Þórdís segir sig og dætur sínar allar vera með mjög þykkt hár. Hún vonast til að læra að gera mismunandi fléttur í þær og jafnvel sjálfa sig á námskeiðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 549 KALÓRÍUR aukalega á dag innbyrða þeir sem ekki fá nægan nætursvefn samkvæmt nýjum rannsóknum við Mayo Clinic í Rochester. Fullorðnum er ráðlagt að ná 6,5 klukkustunda svefni á hverri nóttu að meðaltali. TÆKNI Japanski raftækjaris- inn Sony hefur þróað snjall- síma þar sem hægt er að vafra um netið með því að setja fingur yfir tenglana án þess að snerta þá. Fyrirtækið kallar þessa nýjung „fljót- andi snertingu“. Sím- inn nefnist Xperia Sola og verður sett- ur á markað seinna á þessu ári, sam- kvæmt BBC. Mörg önnur stórfyrirtæki eru að þróa svipaða snertilausa síma, þar á meðal Apple og Microsoft. Markmið- ið er að notendur fari á netið, svari símanum og skoði myndir með því að nota handahreyfingar í stað snertingar, þar á meðal að smella fingrum fyrir framan skjáinn. Snertilaus snjallsími TÍSKA Stílistinn Kate Young trónir á toppi lista yfir valdamestu stíl- ista í Hollywood um þessar mund- ir. Young tekur við titlinum af Rachel Zoe. Meðal viðskiptavina Young eru leikkonurnar Michelle Williams og Natalie Portman sem vekja ávallt athygli fyrir kjólaval sitt á rauða dreglinum. Í öðru sæti listans, sem tímaritið Hollywood Reporter tók saman, situr Leslie Fremar, sem ber meðal annars ábyrgð á klæða- vali Charlize Theron og Reese Witherspoon. Stílistinn Petra Flan- nery er í þriðja sæti, en sú starf- ar mikið með ungum og upprenn- andi stjörnum líkt og Emmu Stone, Zoe Saldana, Milu Kunis og Megan Fox. L‘Wren Scott hreppti tólfta sætið, en hún starfar bæði sem stílisti og hönnuður og er að auki trúlofuð rokkaranum Mick Jagger. Scott starfar náið með forsetafrú Bandaríkjanna, Michelle Obama. Valdamesti stílistinn VINSÆL OG VEIT AF ÞVÍ Kate Young er vinsæl í Hollywood. NORDICPHOTOS/GETTY ORSÖK OFFITU BARNA Vísindamenn hafa fundið tengsl á milli aðstæðna fóstra í móðurkviði og offitu barna. Ástæðan fyrir breytingum á fósturvísum við fæðingu getur verið mataræði móðurinnar, mengun sem hún hefur andað að sér eða streita. Í rannsókn vísinda- manna við háskólann í Newcastle voru þessar breyt- ingar tengdar við aukna líkamsþyngd níu ára barna. Samkvæmt frétt BBC telja vísindamennirnir að enn eigi eftir að sanna betur sambandið milli þessara breytinga og offitu barna. Rannsóknin var birt í tímaritinu Plos One. www.facebook.com/drdenimiceland LAUGAVEGI 7 & SMÁRALIND lifsstill@frettabladid.is 26 HEILSA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.