Fréttablaðið - 16.03.2012, Side 54

Fréttablaðið - 16.03.2012, Side 54
16. mars 2012 FÖSTUDAGUR34 FÖSTUDAGSLAGIÐ Ný fótboltavefsíða, 433.is, fer í loft- ið í dag. Þar verður ítarleg umfjöll- un um fótbolta, bæði innlendan og erlendan. „Það hefur í rauninni bara verið ein síða að sinna þessum stóra markaði. Þeir sem koma að þessu telja að það sé pláss fyrir tvo aðila, þannig að það var ákveðið að kýla á þetta,“ segir ritstjórinn Hörður Snævar Jónsson. Fjórir starfsmenn verða í fullu starfi á síðunni og að sögn Harð- ar verður töluverð áhersla lögð á sjónvarp og umfjöllun um atvinnu- menn erlendis. Þegar er búið að heimsækja landsliðsmennina Gylfa Sigurðsson, Aron Einar Gunnars- son, Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbein Sigþórsson og spjalla við þá um lífið og tilveruna. Vefsíðan Fotbolti.net hefur verið vinsælasta fótboltasíða landsins undanfarin ár og Hörður Snævar starfaði þar einmitt í sex ár. Hann segir 433.is vera tilbúna í sam- keppnina. „Þeir hafa verið stærst- ir en hafa í rauninni aldrei feng- ið alvöru samkeppni. Við teljum okkur í stakk búna til að veita þeim samkeppni á jafnréttisgrundvelli.“ Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, opnar síðuna með formlegum hætti á sportbarnum Úrillu górillunni í kvöld. - fb Nýr vefur í samkeppni við Fótbolta.net KLÁR Í SAMKEPPNI Hörður Snævar Jónsson ritstýrir fótboltasíðunni 433.is sem fer í loftið í dag. Hann er tilbúinn í samkeppni við Fótbolta.net. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA „Ég á von á að við klárum samn- inga á næstu dögum,“ segir leik- stjórinn Ólafur Jóhannesson um samning við kvikmyndarisann New Regency um endurgerð á íslensku spennumyndinni Borgríki. Aðdragandinn hefur verið nokk- uð langur en það var strax í haust, fyrir frumsýningu Borgríkis á Íslandi, sem Ólafur gerði samning við umboðsskrifstofuna Principal Entertainment. Þar komst hann í samband við Hollywood-framleið- endurna James Mangold og Cathy Conrad, sem sáu til þess að New Regency fékk veður af myndinni en Mangold og Conrad eru með myndir á borð við Walk the Line, Girl Interrupted og Scream 1, 2, 3 og 4 á ferilskránni. „Kathy Conrad og James Mani- gold eru mjög stór nöfn í bransan- um. Nú fer ákveðin undirbúnings- vinna í gang þarna úti undir þeirra stjórn. Það er verið að finna góða handritshöfunda sem geta lagað handritið að bandarískum veru- leika en ekki er komið neitt á hreint með leikstjóra eða hvaða borg verð- ur sögusviðið,“ segir Ólafur en New Regency er eitt af stærstu fram- leiðslufyrirtækjum í Bandaríkj- unum. „Þetta er mjög stórt og við Kristín Andrea, sem framleiddi Borgríki með mér, erum komin með sterkan lögfræðing til að sjá um okkur þarna úti því þetta er mikill frumskógur.“ Bíómyndin Borgríki sló í gegn hérlendis og er Ólafur þegar byrj- aður að huga að framhaldsmynd. Ólafur skrifar sjálfur handritið í samvinnu við Hrafnkel Stefánsson og er fyrsti hluti þess tilbúinn. „Við erum byrjuð að undirbúa Borgríki 2 og í vikunni höfum við verið að búa til stiklu fyrir fjárfesta,“ segir Ólafur sem getur ekki gefið mikið upp um söguþráðinn í framhalds- myndinni en hann á von á því að aðalleikararnir verði þeir sömu, þau Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ing- var E. Sigurðsson, Sigurður Sigur- jónsson og Zlatko Krickic. Þrátt fyrir að undirbúningur sé hafinn á Ólafur von á að nokkur bið verði í myndina sjálfa. „Ég tel að það séu allavega eitt til tvö ár þangað til við hefjum tökur.“ alfrun@frettabladid.is ÓLAFUR JÓHANNESSON: BYRJAÐUR AÐ UNDIRBÚA BORGRÍKI 2 New Regency endurgerir Borgríki í Hollywood „Þessa dagana er það Midnight City með M83. Ég kemst alltaf í gírinn þegar ég hlusta á það.“ Valdimar Guðmundsson tónlistarmaður. BORGRÍKI 2 Í BÍGERÐ Ólafur Jóhannesson er byrjaður að undirbúa Borgríki 2 en þessi mynd er úr kynningartökunum fyrir fram- haldsmyndina en tökur á stiklu fyrir fjárfesta hafa staðið yfir í vikunni. „Maður þarf að skapa sér vinnu sjálfur og maður verður ekki ríkur.” Katrín Gunnarsdóttir segir frá starfi dansarans. Krakkasíðan er í helgarblaði Fréttablaðsins krakkar@frettabladid.is Sigurjón M. Egilsson stýrir Sprengisandi á sunnudags morgnum kl. 10–12 Sprengisandur kraftmikill þjóðmálaþáttur „Þetta er besta stuttmyndahátíð- in í Belgíu og sérhæfð fyrir stutt- myndir,“ segir Helgi Jóhannsson sem fylgir eftir stuttmynd sinni, Þegar kanínur fljúga, á hátíðinni Brussels Short Film Festival í Brussel nú í byrjun maí. Halldór Ragnar Halldórsson er annar leikstjóri myndarinnar og fer að sjálfsögðu með til Belgíu. „Þessi mynd er barnið okkar,“ segir Helgi. Þetta er fyrsta alvöru stuttmynd þeirra félaga, en þeir eru nú þegar búnir að komast með hana inn á nokkrar erlendar hátíð- ir. Helgi segir að á milli þrjú og fjögur þúsund myndir hafi verið sendar inn fyrir hátíðina í Brussel, en aðeins 100 komist inn. „Það er frábært að komast á hátíð sem er bara fyrir stuttmyndir, því þær eiga það stundum til að týnast innan um stóru myndirnar á kvik- myndahátíðum,“ segir hann. Strákarnir fá að upplifa ljúfa lífið í Brussel, því aðstandendur hátíðarinnar borga allan ferða- kostnað, hótel og uppihald. „Þetta er auðvitað Brussel, ætli ESB sé ekki að borga þetta,“ segir Helgi léttur. „Það skiptir nú mestu máli að hafa komist inn á hátíðina, allt annað er bara bónus“ bætir hann við. Til að kóróna ferðina hafa aðstandendur svo lofað þeim félögum einkabílstjóra sem sæki þá á flugvöllinn og sjái um að flytja þá á hátíðina. Helgi segist aldrei hafa haft einkabílstjóra áður, svo það verði skemmtileg upplifun. Hann veit ekki með gæði farartækisins, en segist að sjálfsögðu heimta að fá eitthvað almennilegt „Það er eins gott að þetta sé limmósína,“ segir hann og hlær. - trs Með einkabílstjóra í Brussel ÞEGAR KANÍNUR FLJÚGA Helgi fylgir stuttmynd sinni á hátíðina Brussels Short Film Festival í byrjun maí.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.