Fréttablaðið - 22.03.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.03.2012, Blaðsíða 4
22. mars 2012 FIMMTUDAGUR4 Rangt var farið með í vísu í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær. Rétt er vísan svona: Heimsins brestur hjálparlið, hugur skerst af ergi. Þegar mest ég þurfti við, þá voru flestir hvergi. HALDIÐ TIL HAGA SAMFÉLAGSMÁL „Við fengum dán- arbú í hús og hugsuðum með okkur að við þyrftum einhvern veginn að koma því í pening,“ segir Ásgerður Jóna Flosadótt- ir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Fjölskylduhjálpin hefur nú komið á fót húsmunasölu fyrir utan aðstöðu sína í Eskihlíð. Þar verður opið alla miðvikudaga en tekið á móti framlögum alla virka daga frá klukkan eitt til sex. Ágóðinn rennur í matarsjóð samtakanna. Í dánarbúinu sem barst Fjöl- skylduhjálpinni í vikunni voru meðal annars sófi, tvö eld- húsborð og stólar, örbylgju- ofn, símaborð, hægindastóll og þvottavél. „Það er strax eitthvað farið að seljast,“ sagði Ásgerður Jóna um miðjan dag í gær. - sh Nýbreytni hjá Fjölskylduhjálp: Selja húsmuni úr dánarbúi NÓG AÐ GERA Sjónvörpin fást á aðeins 1.500 krónur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON GENGIÐ 21.03.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 227,7596 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 125,39 125,99 199,10 200,06 166,18 167,10 22,347 22,477 21,839 21,967 18,676 18,786 1,4937 1,5025 193,14 194,30 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Fundir og ráðstefnur Veislusalurinn er vel tækjum búinn og er því tilvalinn fyrir hvers kyns ráðstefnur og fundi, stóra sem smáa. Í salnum er meðal annars hágæða hljóðkerfi, skjávarpi, flettitafla og púlt. Starfsfólk okkar veitir þér ráðgjöf varðandi veitingar og annað sem huga þarf að. GLÆSILEGUR VEISLUSALUR! Náttúruparadís í hjarta borgarinnar www.nautholl.is www.facebook.com/nautholl nautholl@nautholl.is sími 599 6660 VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 18° 18° 15° 15° 18° 17° 12° 12° 22° 15° 16° 21° 28° 17° 17° 14° 15° Á MORGUN 5-10 m/s. LAUGARDAGUR 10-15 m/s SV-til annars hægari. 3 4 4 7 7 6 6 3 3 6 8 15 7 8 6 7 8 5 7 8 7 13 7 9 10 9 8 10 10 10 8 11 VOR Í LOFTI Það hlýnar heldur er líður á daginn en útlit er fyrir milda daga áfram. Helgin lítur vel og má búast við 8-14 stiga hita víða. Bjart og fallegt veður á laugardag en strekkingur suð- vestantil og fer að rigna á sunnudags- nótt. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður LÖGREGLUMÁL Tveir tæplega tví- tugir menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær, grunað- ir um að tengjast sprengingu í Bankastræti og ráni í matvöru- verslun í grenndinni að morgni þriðjudags. Mennirnir voru hand- teknir í fyrrakvöld. Sprengjan sprakk á rúðu í glugga skartgripaverslunarinn- ar GÞ en náði ekki að gera gat og því höfðu mennirnir ekkert upp úr krafsinu. Ránið var framið um klukkustund síðar. Þar var starfs- manni hótað með sprautunál. Þriðja mannsins var leitað fram eftir degi í gær. Maðurinn, sem er Íslendingur, gaf sig fram við lögreglu um kvöldmatarleyt- ið. Þjóðerni hinna tveggja liggur ekki fyrir. - sh Sprenging og rán í rannsókn: Tveir úrskurð- aðir í varðhald LÖGREGLUMÁL Héraðsdómur Reykjaness framlengdi í gær gæsluvarðhald yfir Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni til 31. mars. Þeir eru grunaðir um tvær hrottalegar lík- amsárásir fyrir nokkrum mán- uðum og skipulagða glæpastarf- semi. Annþór, sem er þekktur hand- rukkari með nokkra dóma á bak- inu, og Börkur, sem hlaut sjö og hálfs árs fangelsidóm árið 2005 fyrir lífshættulega árás með öxi, voru handteknir fyrir viku í umfangsmikilli lögreglurassíu á höfuðborgarsvæðinu. Fjórir aðrir hafa setið í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins en þeim hefur nú öllum verið sleppt, að því er fram kom í tilkynningu frá lögreglunni í gær. Einn þeirra er liðsmaður vélhjólasamtakanna Hells Angels. Í rassíunni í síðustu viku var leitað á átta stöðum, meðal ann- ars á sólbaðsstofum sem Annþór og Börkur reka saman. Lögregla hefur til skoðunar hvort fyrir- tæki þeirra hafi verið notuð til að þvætta ágóða af ólöglegri starf- semi. - sh Héraðsdómur fellst á kröfu lögreglunnar um framlengingu gæsluvarðhalds: Annþór og Börkur áfram í haldi HULINN Annþór var leiddur í og úr héraðsdómi undir teppi fyrir viku. FRAKKLAND, AP Franska lögreglan sat í allan gærdag um hús manns sem játað hefur að hafa skotið sjö manns til bana í Suður-Frakk- landi á rúmri viku. Maðurinn hafði lofað að gefast upp og koma friðsamlega út úr íbúðinni í gær- kvöldi, en umsátrið varði enn þegar Fréttablaðið fór í prentun. Hundruðir lögreglumanna umkringdu fimm hæða íbúðarhús í borginni Toulouse í allan gær- dag eftir misheppnaða tilraun lögreglu til að brjóta sér leið inn í íbúð mannsins í fyrrinótt. Lögregla fékk upplýsingar um að 24 ára gamall maður sem býr á jarðhæð í húsinu, Mohamed Merah, hafi staðið að baki þrem- ur skotárásum sem kostað hafa þrjú börn og kennara þeirra auk þriggja hermanna lífið. Til skotbardaga kom þegar lög- reglumenn reyndu að brjóta sér leið inn í húsið klukkan þrjú um nóttina. Þrír lögreglumenn særð- ust í áhlaupinu, og var í kjölfarið ákveðið að hefja umsátur um húsið og koma öðrum íbúum á brott. Talið var að Merah væri vopnaður hríðskotariffli, sjálf- virkri handvélbyssu og nokkrum skammbyssum. Þá óttaðist lög- regla að hann hafi komist yfir handsprengjur. Vélhjól sem Merah notaði við árásirnar fannst í bíl- skúr við húsið. Þá fundust fleiri vopn í bíl hans. „Við leggjum allt kapp á að handtaka hann og draga hann fyrir dóm fyrir ódæðið,“ sagði Claude Gueant, innanríkisráð- herra Frakklands. Hann sagði algerlega ónauðsynlegt að taka Merah á lífi. Saksóknarinn Francois Molins sagði í gær að Merah væri öfga- sinnaður múslimi sem héldi því fram að hann hafi fengið þjálfun í vopnaburði í Pakistan og Afgan- istan. Hann sagði að Merah hafi fúslega gengist við því í samtali við samningamenn lögreglunnar að hafa myrt fólkið. Hann sagði einnig að Merah héldi því fram að hann tilheyrði Al-Kaída hryðju- verkanetinu, og voðaverkin hafi verið framin til að hefna fyrir dráp á palestínskum börnum. Merah „sýndi enga iðrun, og virtist aðeins iðrast þess að hafa ekki haft ráðrúm til að myrða fleiri,“ sagði Molins. Bróðir Merah og móðir voru í haldi lögreglu í gær, en ekki er gefið upp hvort talið sé að þau hafi vitað af árásunum. Molins sagði að Merah hafi verið að leggja á ráðin um frek- ari ódæði, og hafi meðal annars ákveðið að myrða hermann í gær- morgun. Vélhjólið sem Merah notaði við skotárásirnar varð til þess að hann fannst. Hann stal vélhjólinu snemma í mars, en einn af bræðr- um hans vakti grunsemdir þegar hann spurði vélhjólaverkstæði hvernig hægt væri að breyta GPS- tæki hjólsins. brjann@frettabladid.is Langvinnt umsátur um fjöldamorðingja Franska lögreglan sat í allan gærdag um íbúð manns sem skotið hefur sjö til bana í Suður-Frakklandi á rúmri viku. Maðurinn er öfgasinnaður múslimi sem segist tilheyra Al-Kaída. Allt kapp var lagt á að ná fjöldamorðingjanum lifandi. SVISS, AP Svisslendingar greiða brátt þjóðaratkvæði um tak- markanir á fjölda innflytjenda í landinu. Tillagan gengur út á að svissneskir ríkisborgarar fái for- gang í störf og sett verði takmörk á hversu margir útlendingar geti starfað og búið í landinu. Þá geti innflytjendur aðeins notið tak- markaðrar félagsþjónustu. Hópurinn sem stendur að tillög- unni heitir Stop Mass Immigration og hefur flokkur þjóðernissinna auglýst tillöguna undanfarið. - þeb Þjóðaratkvæðagreiðsla í Sviss: Kjósa um fjölda innflytjenda KÓPAVOGUR „Ég held að öllum finnist óeðlilegt að það sé ráðinn í þetta fyrrverandi bæjarfulltrúi. Þau tengsl eru óþægileg þegar hugsað er um vanhæfi og siða- reglur,“ segir Hjálmar Hjálm- arsson, bæjarfulltrúi Næst besta flokksins í Kópavogi. Hjálmar vill meðal annars fá upplýsingar um hvaða vinnu Sigurrós Þorgrímsdóttir, fyrr- verandi bæjarfulltrúi Sjálfstæð- isflokks, innti af hendi fyrir þá einu milljón króna sem hún fékk greiddar fyrir aðkomu sína að ritun Sögu Kópavogs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri hefur bent á að Sigurrós var ráðin til starfans í tíð þess meirihluta sem Hjálmar tilheyrði. Hjálmar segist vonast til að málið skýrist með því að umbeðnar upplýsing- ar verði lagðar fram á bæjarráðs- fundi í dag. - gar Bæjarfulltrúi um söguritun: Óráð að ráða bæjarfulltrúa UMSÁTUR Lögreglumenn skiptust á skotum við fjöldamorðingjann þegar þeir réðust inn í íbúð hans í fyrrinótt, en svo tók við umsátur fram á kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.