Fréttablaðið - 22.03.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.03.2012, Blaðsíða 10
22. mars 2012 FIMMTUDAGUR10 SAMFÉLAGSMÁL Mun fleiri Íslend- ingar spila reglulega peningaspil en áður. Samkvæmt niðurstöð- um nýrrar rannsóknar á vegum Háskóla Íslands og innanríkis- ráðuneytisins eru 0,8 prósent þjóðarinnar spilafíklar og um 1,7 prósent glíma við alvarlegan spila- vanda. Hlutfallið er mun hærra hjá körlum en konum, 4,3 prósent á móti 0,7 prósent. Gera má ráð fyrir því að fjögur til sjö þús- und Íslendingar eigi í alvarlegum vanda með peningaspil. Niðurstöðurnar sýndu meðal annars að drengir eru margfalt líklegri en stúlkur til að greinast með spilavanda og að aðrir mögu- legir áhættuþættir spilavanda unglinga eru meðal annars athygl- isbrestur með ofvirkni, neysla áfengis og annarra vímuefna og regluleg þátttaka í peningaspil- um á netinu. Um 75 prósent þjóðarinnar spiluðu einhvers konar peninga- spil síðustu tólf mánuði áður en könnunin var gerð, sem var fyrri hluta síðasta árs. Vinsælustu spil- in eru Lottó, flokkshappdrætti, skafmiðar, póker og spilakassar. Svipaðar kannanir voru gerðar á árunum 2005 og 2007 og séu þær niðurstöður bornar saman við nýjustu könnunina kemur í ljós að þátttaka í peningaspilum var mest í fyrra. Um 15 prósent Íslendinga spila peningaspil vikulega eða oftar. Eins og með aðra þætti könnun- arinnar er það mun algengara meðal karla en kvenna. Tæp 20 prósent hafa lagt peninga undir í peningaspilum á netinu, og um 3,3 prósent höfðu spilað á erlend- um fjárhættuspilasíðum. Rúmlega helmingur svarenda í könnuninni taldi sig hafa tapað lítillega á pen- ingaspilum og um 30 prósent töldu sig vera á sléttu. Þeir sem eru á aldrinum 18 til 25 ára eru marg- falt líklegri en aðrir til að eiga við spilavanda að glíma, en einn- ig benda niðurstöðurnar til þess að vandinn sé algengari hjá þeim sem hafa minni menntun og eru í lægri tekjuhópum. Rannsóknin var unnin af Félagsvísindastofnun HÍ og byggði á 3.227 manna slembiúr- taki úr Þjóðskrá. Svarhlutfall var 62 prósent. sunna@frettabladid.is PÁFI OG DJÖFULL Benedikt sextándi páfi mun heimsækja Mexíkó í fyrsta skipti á morgun. Þessi maður dansaði í gervi djöfulsins fyrir framan vegg- spjald af páfanum í gær af þessu tilefni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KÓPAVOGUR Sóknarnefndir Kárs- ness-, Digraness, Hjalla-, og Lindasóknar óska eftir því að bæjarráðið í Kópavogi lækki verulega vatnsskatt og holræsa- gjald á kirkjur bæjarins. „Það er flestum kunnugt að sóknargjöld hafa lækkað verulega undanfarin ár og því mikill vandi fyrir höndum að viðhalda því mikla starfi sem unnið er í öllum kirkjum bæjarins og því leitað leiða til að lækka þann kostnað,“ segir í sameiginlegu bréfi sóknar- nefndanna til bæjarráðs. Í bréfinu segir að í Reykjavík séu umrædd gjöld lægri. „Er það von okkar að beiðni okkar verði tekið af velvild og skilningi og sem viðurkenning á því mikla starfi sem unnið er fyrir unga sem aldna í kirkjum bæjarins,“ segja sóknarnefndirnar í Kópa- vogi. Bæjarráðið hefur falið bæjarrit- ara að gefa því umsögn um erindi sóknarnefndanna. - gar Sóknarnefndir vega upp á móti lækkun sóknargjalda: Vilja lækkun vatnsskatts HJALLAKIRKJA Fjórar sóknarnefndir í Kópavogi segja í bréfi til bæjaryfirvalda að þeim sé mikill vandi á höndum. „Taktu þátt í Mottumars. Þitt framlag skiptir máli.” Safnaðu mottu og áheitum á www.mottumars.is H :N M ar ka ðs sa m sk ip ti / S ÍA Spilafíkn hrjáir 4,3 prósent karlmanna Talið er að fjögur til sjö þúsund Íslendingar glími við spilafíkn. Samkvæmt nýrri rannsókn er spilafíkn mun algengari meðal karlmanna en kvenna. Lög verða endurskoðuð til að bregðast við vandanum, segir innanríkisráðherra. GULLNÁMAN Spilakassa Gull- námunnar, sem reknir eru af Happ- drætti Háskóla Íslands, er að finna á 31 stað á landinu, þar af eru 27 á höfuðborgarsvæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra segir brýnt að samræma það regluverk sem gildir um spilakassa og happdrætti. Einnig vill hann láta auka eftirlit gífurlega og takmarka aðgengi að spilakössum. Þá vill hann grípa til úrræða til að sporna gegn fjárhættu- spilum á netinu. „Allt þetta og fleira verður tekið til skoðunar,“ segir Ögmundur. „Það var gott að heyra hve alvarlega menn taka þessari umræðu.“ Innanríkisráðuneytið er nú að láta skoða hvaða lagabreytinga er þörf til þess að sporna við þeim vaxandi vanda sem spilafíkn er hér á landi. „Auk þess hef ég kallað til sérstakan starfsmann til að kortleggja þetta og undirbúa stefnumótun sem ég ætla að leggja fram með haustinu,“ segir Ögmundur. „Í samræmi við það verða breytingar á lögum og reglugerðum og starfsumhverfi þessara spilakassa og fjárhættuspilum almennt.“ Að hans mati er ágengasti aðilinn á mark- aðnum fjárhættuspil á netinu. „Í gegn um þau renna gríðarlegir fjármunir út úr landi í verðmætum gjaldeyri, en það sem verra er að þetta eyðileggur verðmæt líf fjölskyldna.“ Aðgengi að kössunum verði takmarkað SVÍÞJÓÐ Ingvar Kamprad, stofn- andi IKEA, vill að velgjörðar- sjóður fyrirtækisins verði meðal þeirra stærstu í heimi. Markmið- ið er að taka þátt í að hjálpa hundrað millj- ónum barna til ársins 2015, hefur Dagens Industri eftir Per Heggenes, framkvæmda- stjóra sjóðsins. Kamprad, sem talinn er meðal ríkustu manna heims, hefur verið gagn- rýndur fyrir lítil framlög til góð- gerðarmála. Í fyrra var veitt 580 milljón- um sænskra króna úr velgjörðar- sjóði IKEA og var það 44 prósenta aukning frá árinu áður. Markmið- ið er að veita nær einum milljarði sænskra króna úr sjóðnum í ár. - ibs Veitt úr velgjörðarsjóði: Kamprad gefur milljarða króna INGVAR KAMPRAD ÍRAK, AP Al-Kaída hefur lýst sprengjuárásum í átta borgum í Írak á hendur sér. Minnst 46 létust í árásunum í fyrradag, en þeim var beint gegn lögreglunni og sjíta-múslimum. Í borginni Karbala sprungu tvær bílasprengjur á fjölfarinni götu. Þá var hús lögreglumanns í Fallujah sprengt í loft upp, sprengja sprengd við lögreglustöð í borginni Kirkuk og nokkrar víðs vegar um Bagdad. Að auki voru árásir gerðar á veitingastaði og verslanir í tveimur litlum bæjum í suðurhluta landsins. Leiðtogar arabaríkjanna hitt- ast á fundi í Bagdad í næstu viku og hafði verið óttast að reynt yrði að grafa undan öryggi í landinu vegna þess. - þeb Al-Kaída ber ábyrgð: 46 drepnir í árásum í Írak BELGÍA, AP Þúsundir manna mættu á minningarathöfn fyrir fimm- tán af þeim sem létust í rútuslysi í Sviss í síðustu viku. Albert konungur Belgíu var við- staddur athöfnina sem og Willem Alexander, krónprins Hollands. Þá voru forsætisráðherrar beggja ríkjanna þar. Fjórtán barna og eins kenn- ara úr barnaskóla í Lommel var minnst í athöfninni og voru kistur þeirra á staðnum svo fólk gæti vottað virðingu sína. Önnur minn- ingarathöfn verður haldin í dag í bænum Heverlee, en börnin voru úr þessum tveimur bæjum. Þau voru á leið heim úr skíðaferð þegar slysið varð. Þrjár stúlkur eru enn á sjúkrahúsi í Sviss, en eru úr lífshættu. - þeb Þrjár stúlkur úr lífshættu: Fórnarlamba rútuslyss minnst FYLGST MEÐ Íþróttahöllin þar sem minningarathöfnin var haldin rúmar fimm þúsund manns en fjöldi fólks fylgdist með fyrir utan. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÍBÍA Yfirvöld í Máritaníu ætla að framselja Abdullah al-Seno- ussi, fyrrverandi samstarfsmann Gaddafís, til Líbíu, þar sem réttað verður yfir honum. Abdullah er sakaður um að hafa skipulagt árásir á óbreytta borgara í Líbíu á síðasta ári. Hann er jafnframt talinn hafa staðið að fjöldamorðum þar í landi árið 1996 þegar um 1.200 fangar voru myrtir. Abdullah er eftirlýstur af stríðsglæpadómstólnum í Haag og yfirvöldum í Frakklandi. - sþ Liðsmaður Gaddafís framseldur: Fjöldamorð og árásir á borgara SJÁVARÚTVEGUR Loðnuvertíð er að ljúka en aðeins tuttugu þúsund tonn eru óveidd af 591 þúsund tonna afla- marki, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Fiskistofu. Skip HB Granda áttu í gær óveidd um 1.500 tonn af kvóta fyrirtækisins og er vonast til þess að hægt verði að ná því magni í vikunni. Ingunn AK hefur lokið veiðum en hin skipin eru enn að. Að sögn Vilhjálms Vilhjálmsson- ar, deildarstjóra uppsjávarsviðs HB Granda, hafa aðstæður til veiða verið erfiðar síðustu dagana vegna leiðinda sjólags. Loðnan er að mestu hrygnd og hefur legið á botninum og lítil færi gefið á sér. „Veiðivonin hefur verið frá því um hádegisbil og fram á kvöld en það eru ekki stórar torfur sem menn hafa verið að kasta á. Við erum að vona að úr þessu rætist þannig að kvótinn náist og það vant- ar ekki mikið upp á til þess að það takist,“ segir Vilhjálmur. Þar sem loðnan er búin að hrygna fara síðustu farmar skipanna allir í framleiðslu á fiskmjöli og lýsi. Þess má geta að þrátt fyrir að lítið sé eftir af úthlutuðum loðnukvóta hafa tíu skip verið á miðunum síð- ustu daga en þegar mest var stund- uðu 25 skip loðnuveiðarnar, segir á heimasíðu HB Granda. - shá Aðeins smáslatti óveiddur af 590 þúsund tonna loðnukvóta: Fáeinir dagar eftir af vertíðinni Á MIÐUNUM Vertíðin hefur gengið vel, þrátt fyrir að brælur hafi tafið skip frá veiðum með reglulegu millibili. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR HEILSA Þeir sem eru með lengri baugfingur en vísifingur eru lík- legri til þess að þurfa gervilið í hné vegna slitgigtar. Þetta kom fram á rannsóknarráðstefnu Lyf- lækningasviðs LSH. Rúmlega 5.100 ljósmyndir af körlum og konum í kringum sjö- tugt voru skoðaðar. Þá voru einn- ig gerviliðir í hnjám og mjöðmum skoðaðir með hjálp tölvusneið- mynda. Orsakir tengslanna eru óþekktar en mögulegar skýring- ar tengjast meðal annars útlima- lengd og kynhormónum. - sþ Fólk um sjötugt rannsakað: Lengd fingra skiptir máli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.