Fréttablaðið - 22.03.2012, Blaðsíða 26
22. mars 2012 FIMMTUDAGUR
VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000
LÉTTÖL
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT - 512 5100 - STOD2.IS
FYRSTI ÞÁTTUR
Í KVÖLD KL. 21.00
NÝ GAMANÞÁTTARÖÐ
Á STÖÐ 2
STÖÐ 2 Á AÐEINS
244 KR.
Á DAG
Allir áskrifendur
Stöðvar 2 safna
punktum
Má bjóða ykkur jákvæða frétt í tilefni dagsins? Stórfrétt
sem sýnir svart á hvítu hvernig
einbeittur vilji og samstaða geta
gert heiminn að betri og barn-
vænni stað? Þúsaldarmarkmiði
Sameinuðu þjóðanna um aðgengi
að hreinu drykkjarvatni hefur
verið náð!
Vatn er undirstaða alls. Þó eru
ekki allir þeirrar gæfu aðnjótandi
að geta drukkið heilnæmt vatn,
hvað þá nóg af því. Daglega veikj-
ast alltof mörg börn af ástæð-
um sem rekja má til óhreins og
mengaðs drykkjarvatns. Vatnið
veldur til dæmis niðurgangs-
pestum sem orsakað geta ofþorn-
un og því miður: Dauða. Þetta er
ekki einungis skelfilegt heldur
óþarft með öllu – dauðsföll þess-
ara barna má koma í veg fyrir.
Einmitt af þessum sökum
glöddumst við hjá UNICEF ákaf-
lega þegar stöðuskýrsla á vegum
okkar og Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar barst nýverið.
Hún leiddi í ljós stóráfangann
sem náðst hefur í baráttunni
fyrir drykkjarhæfu vatni í heim-
inum. Árið 2000 settu Sameinuðu
þjóðirnar sér svokölluð Þúsald-
armarkmið um þróun og eitt
þeirra var að lækka um helming
á tímabilinu 1990-2015 hlutfall
þeirra jarðarbúa sem ekki hefðu
aðgang að drykkjarhæfu vatni.
Það er þessu markmiði sem nú
hefur verið náð – og það nokkrum
árum fyrir tilsettan tíma. Á tutt-
ugu árum fengu tveir milljarðar
manna aðgang að hreinu vatni!
Áður hefðu margir sagt að slíkt
væri ógerningur.
Heimsforeldrar skipta sköpum
Hreinlæti og hreint vatn skipta
miklu fyrir heilsu og velferð
barna. UNICEF, Barnahjálp
Sameinuðu þjóðanna, leiðir hjálp-
arstarf á sviði vatns- og hrein-
lætismála hvar sem neyðar-
ástand ríkir. UNICEF rekur á
hinn bóginn allt sitt starf með
frjálsum framlögum og engu
öðru. Mánaðarlegir styrktaraðil-
ar samtakanna – heimsforeldrar
– gegna lykilhlutverki. Þökk sé
þeim getur UNICEF barist fyrir
réttindum barna á heimsvísu,
sinnt hjálparstarfi á stöðum sem
njóta engrar fjölmiðlaathygli og
ráðist í risavaxin verkefni eins
og að auka aðgengi barna um
víða veröld að drykkjarhæfu
vatni.
Í dag er alþjóðlegur dagur
vatnsins. Minnumst þess í dag
hversu lánsöm við erum hér á
landi að hafa nóg af hreinu vatni
og veitum því athygli að áður en
degi hallar munu nær 800 millj-
ónir jarðarbúa hafa neyðst til
að drekka skítugt eða sýkt vatn.
Minnumst þess um leið að þessu
má vel breyta. Til hamingju með
daginn!
Viltu brúnt vatn?
Dagur vatnsins
Stefán Ingi
Stefánsson
framkvæmdastjóri
UNICEF á Íslandi
Gegnumbrot
skáldskaparins
Nýlega (nánar tiltekið 10. mars sl.) las ég í Fréttablaðinu
ágæta grein eftir Hermann Stef-
ánsson rithöfund þar sem hann
fjallar um það sem hann kall-
ar öfgamaskúlínisma og varar
við honum og hvetur okkur öll,
okkur alla réttara sagt, karla
þessa lands, til að hafna honum
í orðum og æði.
Á sama tíma berast okkur dag-
lega fréttir af auknu ofbeldi karla
gegn konum og þeim jafnvel
barnungum, skipulögðum hóp-
nauðgunum og um leið vaxandi
ásókn maskúlínglæpagengja utan
úr heimi sem hafa líklega frétt
að Ísland sé gósenland fyrir kyn-
ferðisglæpamenn, hér sé þeim
beinlínis hampað sem hetjum.
Sennilega er besta leiðin til að
sporna gegn þessari ómennsku
allri einmitt sú sem Hermann
Stefánsson stingur upp á, nefni-
lega sú að vel meinandi karlar á
öllum aldri, þeir eru ennþá til, við
erum ennþá til, rísi upp og lýsi
frati sínu opinberlega, í fjölmiðl-
um, sem víðast, á þessu öfgafulla
maskúlín-mentalíteti sem virð-
ist vera að grafa um sig dýpra og
dýpra innra með jafnvel ungum
drengjum sem greinilega hafa
alltof margar vondar fyrirmynd-
ir upp á að horfa alltof mörgum
stundum.
Hættið karlar – afar, pabbar,
ungir drengir – að láta sem ykkur
þyki klám og t.d. nauðgunartal
og nauðgunarhótanir og ofbeldi
í orðum og gjörðum fyndið. Það
er ekki fyndið heldur hallæris-
legt og ógeðslegt. Gerið frekar,
gerum frekar allir sem einn það
sem Hermann Stefánsson sting-
ur upp á. Gerum „eitthvað annað
á opinberum vettvangi en fara
með vonda fyndni“. Hvernig til
dæmis? Gefum Hermanni aftur
orðið: Með því að: „Lesa bækur,
tefla, fara með fyndna fyndni,
spila tónlist, leggja stund á gegn-
umbrot skáldskaparins, ástunda
sannar ögranir, fíflast, láta öllum
illum látum, ganga gegn skin-
helginni, hrista upp í hlutunum,
vera næs, gera það kúl að vera
næs.“
Fyrir allmörgum árum kenndi
ég stórum strákahóp í 10. bekk
íslensku. Langt fram eftir hausti
komst ég í lítið samband við
strákana, þeir voru svo rosalega
miklir töffarar og ég of mjúkur,
of mikill bókabéus, of ljóðrænn
fyrir þá. Einu sinni í nóvember
var ljóðatími. Ég ákvað að gef-
ast ekki upp heldur fór á ljóða-
flug og sagði við strákana: Vitiði
strákar, það er miklu meira töff,
meira kúl og miklu meira næs
líka og líklegra til árangurs að
fara með ljóð í viðurvist stelpn-
anna heldur en að klæmast við
þær og vera grófur og dónalegur
og ógeðslegur. Prófiði næst þegar
ykkur langar að hrífa stelpu og
sjáið sólina rísa austan yfir Eyja-
fjöll, Tindfjöll og Heklu að segja:
Þarna siglir hin rósfingraða
morgungyðja upp á himins bláa
bogann. Fyrst göptu þeir en svo
langaði þá ólma að skilja þessi
orð. Og nokkrir lærðu þau strax
utan að og ákváðu að slá um sig
með þeim við fyrsta tækifæri í
góðum félagsskap. Með góðum
árangri, það sá ég vel.
Gegnumbrot skáldskaparins
virkaði! Og getur virkað enn um
langa framtíð.
Samfélagsmál
Trausti
Steinsson
kennari á Selfossi
Hættið karlar
– afar, pabbar,
ungir drengir – að láta
sem ykkur þyki klám
og t.d. nauðgunartal
og nauðgunarhótanir
og ofbeldi í orðum og
gjörðum fyndið.