Fréttablaðið - 22.03.2012, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 22.03.2012, Blaðsíða 60
22. mars 2012 FIMMTUDAGUR44 Bruce Springsteen og hljómsveit- in Arcade Fire stigu á svið saman á tónlistarhátíðinni South By Southwest í Texas. Springsteen spilaði lög af sinni nýjustu plötu, Wrecking Ball, ásamt hljómsveit sinni The E Street Band. Einnig spilaði hann lag Woody Guthrie, I Ain´t Got No Home. Undir lok tónleikanna mætti Arcade Fire upp á sviðið ásamt The Low Anthem og gítarleikar- anum Tom Morello og tóku þau lagið This Land Is Your Land. Morello er einmitt gestaspilari á plötu Springsteen. Á sviði með Springsteen ARCADE FIRE Hljómsveitin spilaði lag með Bruce Springsteen í Texas. Hasarleikarinn Jason Statham kveðst ekki njóta aðstoðar umboðsmanns vegna þess að hann kýs að sjá um þau mál sjálfur. Blaðamaður tímaritsins Detail spurði leikarann hvort hann liti á sig sem vörumerki og svaraði Statham því neitandi. „Nei, af hverju ætti ég að gera það? Kim Kardashian er vöru- merki, ekki ég,“ sagði leikarinn og bætti við að það hefði verið algjörlega tilgangslaust fyrir hann að ráða til sín umboðsmann og því stjórnaði hann sér sjálfur. Einn á báti EINN Á BÁTI Jason Statham er ekki með umboðsmann og telur sig ekki þurfa þess. NORDICPHOTOS/GETTY Leikarinn Johnny Depp tekur lagið með vini sínum, tónlist- armanninum Marilyn Man- son, á væntanlegri plötu þess síðarnefnda. Vinirnir syngja saman slagarann You‘re So Vain sem Carly Simon gerði frægan árið 1972. Depp og Manson hafa verið góðir vinir í rúman áratug og hafa áður sungið saman dúett, þá fyrir kvikmyndina From Hell sem Depp lék í. Hægt verður að hlýða á dúettinn á væntanlegri plötu Mansons, Born Villain, sem kemur út 1. maí næstkom- andi. Syngja saman SYNGJA SAMAN Vinirnir Johnny Depp og Marilyn Manson syngja saman dúett á væntanlegri plötu þess síðarnefnda. NORDICPHOTOS/GETTY Söngkonan skrautlega Lady Gaga er orðin þreytt á fjöl- miðlum og ætlar að hunsa þá á næstunni. Eftir að sjón- varpsviðtal sem Oprah Win- frey tók við hana verður sýnt ætlar hún hætta að tala við fjölmiðla. „Fyrir utan þetta viðtal ætla ég ekki að tala við neinn í langan tíma. Engin blöð og ekkert sjónvarp. Ef mamma hringir og ætlar að segja mér frá einhverju sem hún frétti ætla ég ekki að hlusta,“ sagði Gaga í viðtalinu við Winfrey. Hún segist einnig vera hætt að lesa neikvæðar fréttir um sig. Gaga gaf á síðasta ári út plötuna Born This Way en hefur haft hægt um sig í byrj- un þessa árs. Stutt er síðan Gaga reidd- ist yfir áætlunum um að gera kvikmynd byggða á lífi henn- ar. Hún óttast að í myndinni, sem heitir Fame Monster: The Lady Gaga Story, verði hún túlkuð sem óörugg mann- eskja með mikla þörf fyrir umhyggju. Lady Gaga í fjölmiðlabann FJÖLMIÐLABANN Lady Gaga er orðin þreytt á fjölmiðlum og ætlar að fara í sjálfskipað fjölmiðlabann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.