Fréttablaðið - 22.03.2012, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 22.03.2012, Blaðsíða 39
KYNNING − AUGLÝSING Skólar & námskeið22. MARS 2012 FIMMTUDAGUR 7 MPM-nám er mastersnám í verkefnastjórnun sem hentar þeim sem vilja stýra flóknum og krefjandi verk- efnum. MPM stendur fyrir Master of Project Management og hljóta nemendur meðal annars alþjóð- lega vottun í verkefnastjórnun. Námið var sett á laggirnar í Há- skóla Íslands árið 2005 en flutti al- farið yfir til Háskólans í Reykjavík síðastliðið sumar. „Þessi breyting hefur hleypt alveg nýju lífi í námið auk þess sem aðstaða nemenda hefur batnað til mikilla muna. Við finnum öll fyrir meiri hvatn- ingu, örvun og áhuga á nýjum stað,“ segir dr. Haukur Ingi Jónas- son, sem stýrir náminu ásamt dr. Helga Þór Ingasyni. Hann segir alla kennara og nemendur hafa flust sem einn maður yfir til HR, en þetta er eina meistaranámið í verkefnastjórnun sem boðið er upp á hér á landi. „Námið er orðið vel slípað og megininntak þess hefur í meg- indráttum ekki breyst. Þróunin heldur þó sífellt áfram og er tölu- vert um nýja kennara, bæði ís- lenska og erlenda. Má þar nefna dr. Ellen Gunnarsdóttur, sem kennir nú í námskeiðinu verkefna- stjórnun á framandi slóð og Ben- jamin Lund, danskan sérfræðing í samningatækni, sem kemur að kennslu í námskeiðinu Samning- ar í verkefnastjórnun: Samning- ar, deilur og áföll. Haukur segir lagt upp úr góðum tengslum við fólk sem er í fremstu röð í faginu og kemur meðal annars frá MIT, Stanford, Heriot-Watt og víðar. Sjötíu nemendur stunda nú MPM-nám við HR á tveimur árum en nemendur á lokaári vinna nú að lokaverkefni á sviði verkefna- stjórnar sem verða kynnt á ár- legri ráðstefnu MPM-námsins á ráðstefnunni Vor í íslenskri verk- efnastjórnun. Ráðstefnan verður haldin 25. maí og kennir þar ým- issa grasa. Kennsla MPM-námsins fer fram í meistararými Háskólans í Reykjavík og segir Haukur að- stöðuna til fyrirmyndar. „Það er líka gaman að finna þann áhuga sem ríkir á náminu innan skólans, bæði meðal kennara og annars starfsfólks, og leggja sig allir fram um að gera það sem best úr garði.“ Haukur Ingi segir forsvars- menn námsins hafa mikinn metnað fyrir hönd þess og er sí- fellt verið að skerpa á áherslum og auka samstarf við erlenda aðila. Til langs tíma litið gæti jafnvel farið svo að námið yrði kennt á ensku og þar með opnað fyrir er- lendum nemendum. Þeir Hauk- ur Ingi og Helgi Þór Ingason eru virkir þátttakendur í þróun verk- efnastjórnunar og halda iðulega erindi erlendis um nýjungar í fag- inu, nú síðast á IPMA Expert Sem- inar við Tækniháskólann í Zurich. „Þarna kom fram að eftirspurn eftir fagmenntuðum verkefna- stjórum væri að aukast og myndi stóraukast til dæmis í Þýskalandi á komandi árum. Þá erum við, ásamt Ara Kristni Jónssyni rektor HR, búnir að kalla saman sérfræðinga úr ís- lensku atvinnulífi sem munu hitt- ast á morgun til að ræða fagið, námið og starf verkefnastjóra í framtíðinni. Þar er ætlunin að fá fram góðar og gagnrýnar hug- myndir til áframhaldandi þróun- ar námsins.” Haukur Ingi segir fólk úr öllum geirum at vinnulífsins sækja námið. Til hálfs er um að ræða tækni- og viðskiptamenntað fólk en svo er líka fólk úr heilbrigðis- stéttum, leikarar, kennarar, tann- læknir, og svo mætti áfram lengi telja. Námið er sérsniðið fyrir þá sem vilja læra tækni- og verk- fræðilegar aðferðir og hagnýta þær í leik og starfi. Fólk lærir öguð vinnubrögð og hvernig á að bera sig að við að láta hlutina ganga upp og því gagnast námið víða. Félag útskrifaðra MPM-nema er líka að verða sífellt öflugra og stendur meðal annars fyrir fyr- irlestrum, ráðstefnum og fleiru. Næsta ráðstefna þeirra er 12. apríl á Hótel Natura undir yfirskriftinni Ný tækifæri. Nánari upplýsingar um MPM-námið er að finna á: hr.is/mpm. „Það sem vakti áhuga minn á nám- inu var fyrst og fremst sá hluti sem snertir fólk og samskipti,“ segir Yngvi Rafn Yngvason sem útskrif- ast úr MPM-námi í verkefnastjórn í vor. „Verkefnastjórar vinna mikið með fólki og því eins gott að hafa samskiptahæfnina í þokkalegu lagi. Námið kemur þó ekki ein- göngu inn á samskipti við aðra heldur þarf líka að læra að þekkja og höndla sjálfan sig í erfiðum að- stæðum. Í því sambandi má nefna námskeiðið Verkefnastjórinn: sjálfsskilningur, þroski og þróun þar sem farið er í mikla innri vinnu og meðal annars reynt að skilja eigin varnarviðbrögð og annarra.“ Yngvi Rafn segir námið frá- bærlega framsett og að námsbæk- ur kennaranna Hauks Inga Jón- assonar og Helga Þórs Ingasonar séu virkilega góðar. „Námið skil- ur mikið eftir sig og er gríðarlega praktískt. Til marks um það má nefna að þegar við höfum farið yfir akademíska hlutann verðum við okkur úti um verkefni og vinnum í þrjá mánuði í samstarfi við aðila úti í bæ og beitum þeim aðferðum sem við höfum lært.“ Yngvi Rafn segir námið allt eins nýtast í einkalífi og við vinnu erlendis. „Það er tölu- vert fjallað um verkefnastjórnun í alþjóðlegu samhengi sem mun ef- laust nýtast mér í nýju starfi í Köln þar sem ég kem til með að starfa við greiningar á flugatvikum. Þar verð ég með mörg verkefni á minni könnu og mun námið hjálpa mér við að skipuleggja mig, hafa yfirsýn og vera skilvirkur í starfi.“ Kemur sér vel á erlendri grund Yngvi Rafn Yngvason, sérfræðingur hjá Flugmálastjórn Íslands, hóf MPM nám í verkefnastjórn haustið 2010 og útskrifast í vor. Hann hefur verið ráðinn til Flugöryggisstofnunar Evrópu í Köln og segir námið án efa hafa fleytt sér langt. Yngvi Rafn Yngvason, sérfræðingur hjá flugmálastjórn. MPM-námið á Íslandi flutt til HR MPM-nám í verkefnastjórnun var sett á laggirnar árið 2005 og er kennt við Háskólann í Reykjavík í dag. Þar er öll aðstaða til fyrirmyndar og mikill metnaður lagður í stöðuga framþróun námsins. Forsvarsmenn námsins semja sjálfir hluta kennsluefnisins en fá auk þess til liðs við sig erlenda sem innlenda kennara sem standa framarlega í faginu. Námið nýtist fólki úr öllum geirum samfélagsins. Að sögn Hauks Inga stunda sjötíu nemendur MPM-nám við Háskólann í Reykjavík og koma þeir úr ýmsum áttum. Þeir Haukur Ingi Jónasson og Helgi Þór Ingason stýra náminu. MYND/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.