Fréttablaðið - 22.03.2012, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 22.03.2012, Blaðsíða 40
KYNNING − AUGLÝSINGSkólar & námskeið FIMMTUDAGUR 22. MARS 20128 www.nams.is LEIKUR OG NÁM NÁMSGAGNASTOFNUN Leikur að íslenskum orðum Stafaleikir Búa Margt skrýtið hjá Gunnari Lesum og skoðum orð Málfarsmolar Lestur og stafsetning Fuglavefurinn Rumur í Rauðhamri Iceland in English Prósentur Fingrafimi Orðaleikir Íslensku húsdýrin Lífsleikurinn Lestur er leikur BRESKIR OG BANDARÍSK IR SKÓLAR BESTIR Breskir og bandarískir háskólar virðast hafa töluverða yfirburði yfir aðra háskóla ef marka má samantekt vefsíðunnar usnews. com. Í tíu efstu sætum listans sitja sex bandarískir háskólar og fjórir breskir. Háskólinn í Cam- bridge er besti háskóli heims samkvæmt síðunni og í öðru sæti er Harvard-háskóli. Það er ekki fyrr en í 17. sæti listans sem háskóli frá öðru landi kemst á blað, en það er McGill-háskólinn í Kanada. Átjánda sætið vermir Tækniháskóli Sviss og smátt og smátt fjölgar háskólum frá öðrum löndum en þeim fyrst- nefndu. Enginn norrænn háskóli er í fimmtíu efstu sætum listans en Háskólinn í Árósum vermir 79. sætið og háskólarnir í Uppsala og Lundi í Svíþjóð sitja í 83. og 86. sæti. Breskir og bandarískir háskólar skara langt fram úr öðrum samkvæmt vefsíðunni usnews.com. FJÖLBREYTT NÁM Í LÝÐHÁSKÓLUM Enginn lýðháskóli er starfandi á Íslandi. Norrænir lýðhá- skólar eru í öllum öðrum norrænum löndum og hafa margir Íslendingar sótt þangað nám. Fólk á öllum aldri getur lagt stund á nám í lýðháskólum óháð skólagöngu eða reynslu. Fjölbreytt nám er í boði og er hægt að kynna sér það með því að fara inn á vef Norræna félagsins eða http://nordnam. wordpress.com/lydhaskolar/. Einnig hefur verið stofnuð Facebook-síða fyrir fyrrverandi, núverandi og verðandi lýðháskólanema undir heitinu Lýðháskólar á Norðurlöndum. Norræna félagið veitir ís- lenskum nemendum styrk hyggi þeir á nám í norrænum lýðháskóla. Fjölbreytt nám er í boði hjá lýðháskólum. Hægt er að fá allar upplýsingar um lýðháskóla á Norðurlöndum hjá starfsmönnum Norræna Hússins. EKKI SLÁ SLÖKU VIÐ Ef slegið er slöku við heimalær- dóminn er hætta á að dragast aftur úr í náminu og þá er voðinn vís. Ráð er að koma upp föstum tíma til að lesa heima – og einnig stað. Sumir eiga gott með að læra við eldhúsborðið heima hjá sér meðan öðrum hentar að fara að heiman með bækurnar. Eldhúsborðið hefur þann galla að á matmálstímum þarf að rýma borðið. Það getur orðið til þess að erfitt verður að setjast aftur við lærdóm eftir mat. Til að freistast ekki til að laumast upp í sófa gæti verið betra að hafa séraðstöðu undir heimalærdóm þar sem alltaf væri hægt að ganga að bókunum vísum. Það að eiga fastan stað fyrir heima- lærdóminn er vænlegt til árangurs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.