Fréttablaðið - 22.03.2012, Blaðsíða 41
HAUST | 2.-15. NÓV. 2012
MEXIKÓ OG GVATEMALA
■ Ævintýraferð á slóðir Maya, Mexíkó og
Gvatemala
Tveggja landa sérferð til Mexíkó og Gvatemala. Þessi ferð veitir einstaka innsýn inn í hinn forna menningarheim Maya indíána. Stórkost-
leg náttúra og fjölbreytt dýralíf ásamt töfrandi regn-
skógarsvæðum. Heimsókn í afskekkt þorp Maya til
að kynnast menningu þeirra, handverki og daglegu lífi. Einstök ferð sem
mun lifa í minningunni um ókomin ár.
VERÐ á mann í tveggja manna herbergi 399.560 krónur. | INNIFALIÐ Flug, skattar,
hótel með morgunmat, allar ferðir og íslensk fararstjórn.
SUMAR | 28. JÚNÍ TIL 6. JÚLI
TALLINN OG PÉTURSBORG
■ Tvær af glæsilegustu borgum Evrópu
Ferðamenn fá að heimsækja eina fegurstu borg Evrópu í ferð sem Trans-Atlantic býður til Tallinn og Pétursborgar í sumar. Í Tallinn
upplifa ferðamenn ósvikna miðaldastemningu í
borginni sem er frá 11. öld. Sjá söfn, dómkirkjur,
klaustur og upplifa stórfenglegan arkitektúr, með-
al annars torgið í gamla bænum, Maiden-turninn
og Toompea-kastalann svo fátt eitt sé nefnt.
Unnendur sagnfræði og fallegrar byggingalistar
ættu að finna ýmislegt við sitt hæfi í Pétursborg.
Pétur mikli byrjaði á því að reisa þessa stórkost-
legu borg sem stendur við Finnska flóa (Kirjála-
botn). Hún hefur verið nefnd Feneyjar norðurins
vegna margra síkja sem í henni eru og hægt er að
sigla eftir. Ferðamenn fá meðal annars tækifæri
til að heimsækja hina glæsilegu höll og lystigarð
Katrínar miklu og Vetrarhöllina. Ferð til Péturs-
borgar lætur engan ósnortinn.
VERÐ | 217.900 krónur á mann í tveggja manna herbergi
INNIFALIÐ Flug ásamt öllum sköttum til Tallinn og til-
baka frá Helskini í Finnlandi, allar skoðunarferðir, rúta,
ferja, hótel og íslensk fararstjórn. Flug með sköttum
Keflavík–Tallinn 28. júni einungis 19.900 krónur.
HAUST | Í ÁGÚST OG SEPTEMBER
ÍTALÍA|RÓM OG FLÓRENS
■ Ríkuleg menning og ljúffengur matur
Yndisleg og áhugaverð ferð þar sem tvinn-ast saman skoðunarferð um Flórens og svo nokkrir dagar í Rómaborg, borginni eilífu.
Ítölsk matar- og vínmenning í einstaklega fallegu
umhverfi, ríkuleg menning og iðandi mannlíf. Ítar-
legar skoðunarferðir innifaldar.
VERÐ frá 213.300 á mann í tveggja manna herbergi.
INNIFALIÐ Flug, allir skattar og gjöld, hótel með morgun-
mat, rútur, safnagjöld, 3 rétta máltíð í Flórens, vín og ostar
við komu. Íslensk fararstjórn.
HAUST | 25.-28. OKT. 2012
RÍGA Í LETTLANDI
■ Beint flug frá Egilsstöðum, Akureyri og
Keflavík
Hvort sem það er menningin, söfn, fallegar byggingar, lystigarðar, tónlistarviðburðir eða úrval verslana með allt það nýjasta
á góðu verði – þá finnur þú það í Ríga. Röltu um
gamla bæinn frá miðöldum, skoðaðu Art Noveau-
byggingarstílinn, prófaðu eitthvað gott og fram-
andi að borða og njóttu þess að vera í umhverfi
þar sem gamli og nýi tíminn mætast. Úrval skoð-
unarferða innan borgarinnar og utan.
VERÐ 95.900 krónur á mann í tveggja manna herbergi.
INNIFALIÐ Flug, skattar, hótel með morgunmat, rúta til og
frá flugvelli og íslenskur fararstjóri.
HAUST | 28. SEPT. - 8. OKT.
ALBANÍA
■ Vegamót sögunnar
Ferðamenn kynnast ævafornri menningu og upplifa söguna á hverju horni. Sjá ótrúlega fagurt landslag og kynnast alveg einstaklega
viðkunnanlegu heimafólki sem á alltaf bros handa
ferðalöngum. Land Móður Theresu er fyrst núna
að opnast og einstakt tækifæri hér á ferðinni til að
kynnast einum af mest spennandi áfangastöðum
og perlum Evrópu með því að heimsækja Albaníu.
VERÐ krónur 262.500 á mann í tveggja manna herbergi.
INNIFALIÐ Flug, skattar, hótel með hálfu fæði, aðgangur
sem við á, allar skoðunarferðir og íslensk fararstjórn.
HAUST | 6.-19. OKT. 2012
SRÍ LANKA
■ Eyjan fallega
Ferðaskrifstofan Trans-Atlantic býður ein-staka ferð til Srí Lanka dagana 5. til 17. októ-ber. Ferðalangar fá einstakt tækifæri til að
fara á slóðir dulúðar, ótrúlegrar náttúru og lands
sem sagt er, í arabísku sögunum Þúsund og einni
nótt, að Sinbað sæfari hafi farið til. Spennandi
ferðir á sömu slóðir og landkönnuðurinn Marco
Polo, sem taldi að eyjan væri hin jarðneska Para-
dís, ferðaðist um.
TILBOÐSVERÐ Aðeins 436.250 á mann miðað við tvo í
herbergi.
INNIFALIÐ Flug, skattar hálft fæði, allar ferðir, hotel með
hálft fæði, íslenskur fararstjóri, safari ferð og margt fleira.
HAUST | 6. - 16. OKTÓBER 2012
INDLAND
■ Dekurferð og sjálfsrækt
Einstök dekurferð um Indland með yoga-ívafi - fyrir þá sem vilja rækta sjálfa sig og upplifa ævintýralega fegurð Indlands, sögufræga
staði og framandi matargerðarlist.
Gisting á 4-5 stjörnu lúxushótelum, spa og
heilsulindir og allt fæði (nema hádegismatur).
Einstaklega vönduð dagskrá þar sem við upp-
lifum og sjáum það markverðasta svo sem Taj
Mahal, Gullna hofið í Amristar og Rauða virkið í
Delhi.
VERÐ frá 389.000 krónur.
INNIFALIÐ Flug, skattar, gisting á 4-5 stjörnu lúxus
hótelum, Spa og heilsulindir & allt fæði (nema hádegis-
matur), íslenskur fararstjóri og margt fleira.
SKOÐAÐU HEIMINN MEÐ OKKUR
TRANS-ATLANTIC KYNNIR ótrúlegt úrval af ferðum. Sjá nánar á vefsíðu okkar www.transatlantic.is. Upplifðu eitthvað nýtt og
spennandi, ævintýralegt og dulúðugt, litríkt og fræðandi. Ferðin hefst hjá okkur. Farðu út í heim fyrir 19.900 krónur.
ÆVINTÝRI
Ferðamönnum gefst færi
á að fara á slóðir dulúðar
og ótrúlegrar náttúru.
Landsins sem lýst er í
Þúsund og einni nótti.
ANDSTÆÐUR
Indland er sannkallaður
heimur andstæðna.
Þangað býður Trans
Atlantic einstaka
dekurferð í október á
þessu ári.
Trans-Atlantic hefur skipulagt ferðir til Mexíkó frá 2005. Nú skipuleggur
ferðaskrifstofan ferðir á Yu-
catan-skagann í suðausturhluta
Mexíkó sem er eitt vinsælasta
ferðamannasvæðið. Með falleg-
asta svæðinu er strandlengjan
Riviera Maya en þar er stærsti
bærinn Playa Del Carmen. Viva
Vyndham Maya er fjögurra
stjörnu hótelsvæði í bænum.
Þar er allt innifalið. Ævintýra-
leg stemning einkennir svæðið
þar sem skoða má Maya-pýra-
mída, forn þorp og fleira. Utan
við ströndina er næststærsta
kóralrif heims. Betri staður til
köfunar eða til að snorkla er
vandfundinn. Fólk getur bókað
ferðir hvenær sem er og verið
eins lengi og það vill.
MEXÍKÓ ALLT ÁRIÐ UM KRING
Ferðaskrifstofan Trans-Atlantic býður ferðir allt árið til Mexíkó.
FERÐIR |FÓLK
Sími 588 8900
www.transatlantic.is