Fréttablaðið - 22.03.2012, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 22.03.2012, Blaðsíða 66
22. mars 2012 FIMMTUDAGUR50 Enska úrvalsdeildin: Tottenham-Stoke 1-1 0-1 Cameron Jerome (75.), 1-1 Rafael van der Vaart (90.+3). Man. City-Chelsea 2-1 0-1 Gary Cahill (60.), 1-1 Sergio Aguero, víti (78.), 1-2 Samir Nasri (85.) Everton-Arsenal 0-1 0-1 Thomas Vermaelen (8.) QPR-Liverpool 3-2 0-1 Sebastian Coates (53.), 0-2 Dirk Kuyt (72.), 1-2 Shaun Derry (77.), 2-2 Djibril Cisse (86.), 3-2 Jamie Mackie (90.+2). STAÐAN: STAÐAN: Man United 29 22 4 3 73-27 70 Man City 29 22 3 4 71-21 69 Arsenal 29 17 4 8 58-39 55 Tottenham 29 16 6 7 53-35 54 Chelsea 29 14 7 8 49-34 49 Newcastle 29 13 8 8 41-41 47 Liverpool 29 11 9 9 35-29 42 Swansea City 29 10 9 10 34-34 39 Sunderland 29 10 7 12 36-33 37 Everton 29 10 7 12 28-32 37 Stoke City 29 10 7 12 28-40 37 Fulham 29 9 9 11 37-40 36 WBA 29 10 6 13 35-38 36 Norwich City 29 9 9 11 39-46 36 Aston Villa 28 7 12 9 31-35 33 Blackburn 29 7 7 15 42-60 28 QPR 29 6 7 16 32-50 25 Bolton 28 7 2 19 31-57 23 Wigan 29 4 10 15 25-54 22 Wolves 29 5 7 17 30-63 22 Þýski handboltinn: Hamburg-Hannover 34-30 Vignir Svavarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoruðu báðir eitt mark fyrir Hannover. Hannes Jón Jónsson komst ekki á blað. Magdeburg-Bergischer 37-27 Rúnar Kárason var markahæstur í liði Bergischer með sjö mörk. Melsungen-Kiel 19-27 Aron Pálmarsson lét sér nægja að skora eitt mark fyrir Kiel að þessu sinni. Kiel er búið að vinna alla 25 leiki sína í deildinni á þessari leiktíð. Danski handboltinn: AG-Lemvig 39-25 Snorri Steinn Guðjónsson og Guðjón Valur Sig- urðsson skoruðu báðir eitt mark fyrir AG. Ólafur Stefánsson og Arnór Atlason voru hvíldir. Þetta var lokaumferð deildarkeppninnar en AG var löngu búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. ÚRSLIT KÖRFUBOLTI Grindavík er deildar- meistari og Valur og Haukar eru fallin lið en það er samt nóg undir í 22. og síðustu umferð Iceland Express-deildar karla í körfubolta í kvöld. Þrjú lið eiga möguleika á öðru sætinu og auk þess gætu Kefl- víkingar nælt í heimavallarrétt ef úrslitin verða KR-ingum óhag- stæð. Njarðvík situr eins og er í áttunda og síðasta sætinu inn í úrslitakeppnina en Fjölnis- menn eiga smá von um að taka það af þeim. ÍR-ingar eiga aftur á móti ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppninni þar sem liðið verður alltaf neðar á lakari árangri í innbyrðisviðureignum við Njarðvík (og Fjölni). KR gæti farið niður í 5.sæti KR, Stjarnan og Þór eru öll með 28 stig í 2. til 4. sæti deildarinnar og eiga því öll möguleika á því að ná öðru sætinu í kvöld. KR-ingar eiga það á hættu að detta niður um þrjú sæti í töflunni verði úrslitin þeim óhagstæð. Stjarnan og Þór verða aftur á móti með heimavallarrétt í átta liða úrslitunum hvernig sem fer í kvöld. Ástæðan fyrir þessu er að KR- ingar eru með lakari innbyrðis- stöðu á móti Keflavík en Keflvík- ingar eru hins vegar með lakari innbyrðisárangur á móti bæði Þór og Stjörnunni. Eina leiðin til þess að Keflvíkingar nái heimavallar- rétti í átta liða úrslitunum er að þeir vinni sinn leik, KR tapi sínum leik og bæði Stjarnan og Þór vinni sína leiki. Fari svo yrði Keflavík í 4. sætinu en KR-ingar dyttu alla leið niður í 5. sætið. Grindavík og Snæfell eru og verða áfram í 1. og 6. sæti hvernig sem fer í kvöld en það á síðan eftir að koma í ljós hvernig hin liðin raða sér upp inn í úrslitakeppnina. Hvað gerist í Síkinu? Baráttan um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina stendur á milli tveggja liða, Njarðvíkina og Fjöln- is. Það ræðst mjög mikið á leik Tindastóls og Njarðvíkur í Síkinu á Sauðárkróki Njarðvík er í betri stöðu og tryggir sig áfram með sigri á Tindastól en Fjölnismenn þurfa aftur á móti að treysta á önnur úrslit auk þess að klára sinn leik. Það er mikið um að liðin í efri hlutanum séu að keppa við liðin í neðri hlutanum en það er eitthvað undir í öllum leikjum nema leik Vals og Snæfells í Vodafonehöll- inni. Í tveimur þeirra eru síðan bæði lið að keppa um að bæta stöðu sína en það er í leik Fjölnis og Keflavíkur í Dalhúsum og leik Tindastóls og Njarðvíkur á Sauð- árkróki. KR-ingar og Stjörnumenn eiga þó örugglega ekki auðvelda leiki fyrir höndum, í Grindavík og Seljaskóla, þótt heimaliðin hafi að engu að keppa. Þórsarar heim- sækja síðan Hauka á Ásvelli en þetta verður síðasti úrvalsdeildar- leikurinn í Hafnarfirði í dálítinn tíma. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 19.15. Lokaumferðin ætti að bjóða upp á spennu allt til loka leikjanna og virka sem fín upphitun fyrir úrslitakeppnina sem bíður hand- an við hornið. ooj@frettabladid.is Eitt stórt reikningsdæmi í lok kvölds Það gæti þurft dágóðan tölfræðiútreikning eftir lokaumferð Iceland Express-deildar karla í kvöld en þá verður barist bæði um annað sætið og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Sjö lið hafa tryggt sér sæti inn í úrslitakeppnina en enginn veit hverjir mætast fyrr en eftir leiki kvöldsins. ÞURFA SIGUR Í SÍKINU Elvar Már Frið- riksson og félagar í Njarðvík þurfa sigur á Króknum til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og vinni þeir með átta stigum sleppa þeir við deildarmeistara Grindavíkur í fyrstu umferð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ef allt gengur upp hjá liðunum í lokaumferðinni í kvöld Grindavík 36 stig Grindvíkingar eru orðnir deildarmeistarar og úrslit kvöldsins skipta þá engu máli. KR 28 stig Getur náð öðru sætinu með því að vinna ÍR og verða alltaf í 2. sæti á betri árangri í innbyrðisleikjum ef þeir eru jafnir Þór og Stjörnunni. Stjarnan 28 stig Getur náð öðru sætinu með því að vinna Grindavík á sama tíma og KR tapar sínum leik. Stjarnan er með betri innbyrðisstöðu á móti Þór úr Þorlákshöfn. Þór Þorlákshöfn 28 stig Getur náð öðru sætinu með því að vinna Hauka á útivelli á sama tíma og bæði KR og Stjarnan tapa sínum leikjum. Keflavík 26 stig Getur náð fjórða sætinu með því að vinna Fjölni á útivelli á sama tíma og KR tapar fyrir ÍR en bæði Stjarnan og Þór vinna sína leiki. Snæfell 24 stig Verður í sjötta sæti hvernig sem aðrir leikir fara. Getur náð Keflavík að stigum en Hólmarar eru með lakari árangur í innbyrðisleikjum eftir tvö naum töp. Tindastóll 20 stig Er komið inn í úrslitakeppn- ina og verður í sjöunda sæti svo framarlega sem liðið tapar ekki með meira en sjö stigum á móti Njarðvík í kvöld. Njarðvík 18 stig Getur náð sjöunda sætinu með því að fá átta stiga sigur (eða stærri) á Tindastól en tryggir sér sæti í úrslitakeppninni með sigri. ÍR 16 stig Getur ekki náð áttunda sætinu af því að liðið er með lakari innbyrðisár- angur en Njarðvík auk þess að vera ekki með bestan árangur verði öll þrjú liðin jöfn. Fjölnir 16 stig Getur náð áttunda sætinu ef liðið vinnur Keflavík á sama tíma og bæði ÍR og Njarðvík tapa sínum leikjum. Fjölnir er með betri árangur í innbyrðisleikjum á móti Njarðvík. Haukar 12 stig og Valur 0 stig Bæði eru fallin í 1. deild. MÆTTUR AFTUR Carlos Tevez var í leik- mannahópi Man. City í fyrsta skipti í gær síðan hann neitaði að spila gegn FC Bayern í september. Hann kom af bekknum þegar tæpur hálftími var eftir og City lent undir í leiknum. Hann lagði upp sigurmarkið. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.