Fréttablaðið - 22.03.2012, Page 40

Fréttablaðið - 22.03.2012, Page 40
KYNNING − AUGLÝSINGSkólar & námskeið FIMMTUDAGUR 22. MARS 20128 www.nams.is LEIKUR OG NÁM NÁMSGAGNASTOFNUN Leikur að íslenskum orðum Stafaleikir Búa Margt skrýtið hjá Gunnari Lesum og skoðum orð Málfarsmolar Lestur og stafsetning Fuglavefurinn Rumur í Rauðhamri Iceland in English Prósentur Fingrafimi Orðaleikir Íslensku húsdýrin Lífsleikurinn Lestur er leikur BRESKIR OG BANDARÍSK IR SKÓLAR BESTIR Breskir og bandarískir háskólar virðast hafa töluverða yfirburði yfir aðra háskóla ef marka má samantekt vefsíðunnar usnews. com. Í tíu efstu sætum listans sitja sex bandarískir háskólar og fjórir breskir. Háskólinn í Cam- bridge er besti háskóli heims samkvæmt síðunni og í öðru sæti er Harvard-háskóli. Það er ekki fyrr en í 17. sæti listans sem háskóli frá öðru landi kemst á blað, en það er McGill-háskólinn í Kanada. Átjánda sætið vermir Tækniháskóli Sviss og smátt og smátt fjölgar háskólum frá öðrum löndum en þeim fyrst- nefndu. Enginn norrænn háskóli er í fimmtíu efstu sætum listans en Háskólinn í Árósum vermir 79. sætið og háskólarnir í Uppsala og Lundi í Svíþjóð sitja í 83. og 86. sæti. Breskir og bandarískir háskólar skara langt fram úr öðrum samkvæmt vefsíðunni usnews.com. FJÖLBREYTT NÁM Í LÝÐHÁSKÓLUM Enginn lýðháskóli er starfandi á Íslandi. Norrænir lýðhá- skólar eru í öllum öðrum norrænum löndum og hafa margir Íslendingar sótt þangað nám. Fólk á öllum aldri getur lagt stund á nám í lýðháskólum óháð skólagöngu eða reynslu. Fjölbreytt nám er í boði og er hægt að kynna sér það með því að fara inn á vef Norræna félagsins eða http://nordnam. wordpress.com/lydhaskolar/. Einnig hefur verið stofnuð Facebook-síða fyrir fyrrverandi, núverandi og verðandi lýðháskólanema undir heitinu Lýðháskólar á Norðurlöndum. Norræna félagið veitir ís- lenskum nemendum styrk hyggi þeir á nám í norrænum lýðháskóla. Fjölbreytt nám er í boði hjá lýðháskólum. Hægt er að fá allar upplýsingar um lýðháskóla á Norðurlöndum hjá starfsmönnum Norræna Hússins. EKKI SLÁ SLÖKU VIÐ Ef slegið er slöku við heimalær- dóminn er hætta á að dragast aftur úr í náminu og þá er voðinn vís. Ráð er að koma upp föstum tíma til að lesa heima – og einnig stað. Sumir eiga gott með að læra við eldhúsborðið heima hjá sér meðan öðrum hentar að fara að heiman með bækurnar. Eldhúsborðið hefur þann galla að á matmálstímum þarf að rýma borðið. Það getur orðið til þess að erfitt verður að setjast aftur við lærdóm eftir mat. Til að freistast ekki til að laumast upp í sófa gæti verið betra að hafa séraðstöðu undir heimalærdóm þar sem alltaf væri hægt að ganga að bókunum vísum. Það að eiga fastan stað fyrir heima- lærdóminn er vænlegt til árangurs.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.