Fréttablaðið - 22.03.2012, Side 60

Fréttablaðið - 22.03.2012, Side 60
22. mars 2012 FIMMTUDAGUR44 Bruce Springsteen og hljómsveit- in Arcade Fire stigu á svið saman á tónlistarhátíðinni South By Southwest í Texas. Springsteen spilaði lög af sinni nýjustu plötu, Wrecking Ball, ásamt hljómsveit sinni The E Street Band. Einnig spilaði hann lag Woody Guthrie, I Ain´t Got No Home. Undir lok tónleikanna mætti Arcade Fire upp á sviðið ásamt The Low Anthem og gítarleikar- anum Tom Morello og tóku þau lagið This Land Is Your Land. Morello er einmitt gestaspilari á plötu Springsteen. Á sviði með Springsteen ARCADE FIRE Hljómsveitin spilaði lag með Bruce Springsteen í Texas. Hasarleikarinn Jason Statham kveðst ekki njóta aðstoðar umboðsmanns vegna þess að hann kýs að sjá um þau mál sjálfur. Blaðamaður tímaritsins Detail spurði leikarann hvort hann liti á sig sem vörumerki og svaraði Statham því neitandi. „Nei, af hverju ætti ég að gera það? Kim Kardashian er vöru- merki, ekki ég,“ sagði leikarinn og bætti við að það hefði verið algjörlega tilgangslaust fyrir hann að ráða til sín umboðsmann og því stjórnaði hann sér sjálfur. Einn á báti EINN Á BÁTI Jason Statham er ekki með umboðsmann og telur sig ekki þurfa þess. NORDICPHOTOS/GETTY Leikarinn Johnny Depp tekur lagið með vini sínum, tónlist- armanninum Marilyn Man- son, á væntanlegri plötu þess síðarnefnda. Vinirnir syngja saman slagarann You‘re So Vain sem Carly Simon gerði frægan árið 1972. Depp og Manson hafa verið góðir vinir í rúman áratug og hafa áður sungið saman dúett, þá fyrir kvikmyndina From Hell sem Depp lék í. Hægt verður að hlýða á dúettinn á væntanlegri plötu Mansons, Born Villain, sem kemur út 1. maí næstkom- andi. Syngja saman SYNGJA SAMAN Vinirnir Johnny Depp og Marilyn Manson syngja saman dúett á væntanlegri plötu þess síðarnefnda. NORDICPHOTOS/GETTY Söngkonan skrautlega Lady Gaga er orðin þreytt á fjöl- miðlum og ætlar að hunsa þá á næstunni. Eftir að sjón- varpsviðtal sem Oprah Win- frey tók við hana verður sýnt ætlar hún hætta að tala við fjölmiðla. „Fyrir utan þetta viðtal ætla ég ekki að tala við neinn í langan tíma. Engin blöð og ekkert sjónvarp. Ef mamma hringir og ætlar að segja mér frá einhverju sem hún frétti ætla ég ekki að hlusta,“ sagði Gaga í viðtalinu við Winfrey. Hún segist einnig vera hætt að lesa neikvæðar fréttir um sig. Gaga gaf á síðasta ári út plötuna Born This Way en hefur haft hægt um sig í byrj- un þessa árs. Stutt er síðan Gaga reidd- ist yfir áætlunum um að gera kvikmynd byggða á lífi henn- ar. Hún óttast að í myndinni, sem heitir Fame Monster: The Lady Gaga Story, verði hún túlkuð sem óörugg mann- eskja með mikla þörf fyrir umhyggju. Lady Gaga í fjölmiðlabann FJÖLMIÐLABANN Lady Gaga er orðin þreytt á fjölmiðlum og ætlar að fara í sjálfskipað fjölmiðlabann.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.