Fréttablaðið - 22.03.2012, Page 6
22. mars 2012 FIMMTUDAGUR6
SAMKEPPNISMÁL Samkeppniseftir-
litið hefur til skoðunar ábendingu
um nýjan gistináttaskatt sem tók
gildi í byrjun árs. Í ábendingunni
er vakin athygli á ójafnræði sem
felst í nýju lögunum.
Björk Kristjánsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Reykjavík Back-
packers, sendi ábendinguna um
mánaðamótin þar sem hún sagði
að greiddur sé hlutfallslega hærri
skattur af svefnpokarýmum á far-
fuglaheimilum heldur en af hótel-
herbergjum.
Samkvæmt lögunum þá þarf
að greiða 100 krónur í gistinátta-
skatt á hverja selda gistinátta-
einingu. Eitt hótelherbergi er til
dæmis flokkað sem gistinátta-
eining. Hins vegar flokkast hvert
selt rúm eða svefnpokapláss á
farfuglaheimili einnig sem gisti-
náttaeining og því eru greiddar
100 krónur af hverju seldu plássi.
Björk segir að ef Reykjavík
Backpackers rukki 1.990 krón-
ur á mann fyrir gistingu í átta
manna herbergi þá fái fyrirtækið
15.920 krónur fyrir nóttina sam-
tals. Fyrirtækið greiði 800 krónur
eða 5 prósent af þessum tekjum
í gistináttaskatt fyrir þessa átta
einstaklinga. Björk segir að ódýr-
ustu tveggja manna herbergin á
Reykjavík Hilton Nordica séu
seld á 26.200 krónur fyrir nótt-
ina. Ef átta manns leigja fjögur
herbergi þá fær hótelið samtals
104.800 krónur. Af þeirri upphæð
eru greiddar 400 krónur í gisti-
náttaskatt eða um 0,38 prósent af
tekjunum. Hér telst hvert hótel-
herbergi sem gistináttaeining.
„Kjarni málsins er að þessi
staða getur komið upp og ég tel
það vera augljóst dæmi um mis-
rétti,“ segir Björk.
Einstökum ábendingum er ekki
svarað sérstaklega af Samkeppn-
iseftirlitinu og ef fólk óskar eftir
því að taka þátt í meðferð mála þá
þarf að senda formlegt erindi eða
kvörtun. Björk undirbýr nú form-
lega kvörtun og ætlar að fylgja
málinu eftir.
Erna Hauksdóttir, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferða-
þjónustunnar, segir samtökin
hafa gagnrýnt þennan skatt og
sagt að hann mismuni fyrirtækj-
um mikið.
„Skatturinn er mjög skringilega
skilgreindur og menn eiga erfitt
með að skilja þetta. Ef þessi skatt-
ur á að vera til staðar þá væri
mun heppilegra að hafa hann bara
frekar á hvern haus,“ segir Erna
Hauksdóttir. - gh
Samkeppniseftirlitið
skoðar gistináttaskatt
Samkeppniseftirlitið skoðar ábendingu þar sem nýr gistináttaskattur er gagn-
rýndur. Skatturinn er sagður fela í sér ójafnræði milli aðila í gistirekstri. Sam-
tök ferðaþjónustunnar segja skattinn vera illa skilgreindan og óskiljanlegan.
ERLENDIR FERÐAMENN Framkvæmdastjóri Reykjavík Backpackers segir að greiddur
sé hlutfallslega hærri skattur af svefnpokarýmum en af hótelherbergjum.
Lög um gistináttaskatt tóku gildi 1. janúar á þessu ári. Markmiðið með
lögunum er að afla tekna til að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun
fjölsóttra ferðamannastaða, friðlýstra svæða og þjóðgarða. Á vef ríkisskatt-
stjóra er mismunandi hvernig gistirými eru skilgreind. Hótelherbergi teljast
sem gistirými á meðan hvert svefnpláss sem er leigt út á farfuglaheimilum
fellur í þann flokk. Í íbúðum og orlofshúsum telst hver íbúð sem gistirými
en sama á ekki við um sumarhús í eigu verkalýðsfélaga. Þau þurfa ekki að
vera með rekstrarleyfi eða að greiða virðisaukaskatt og eru því undanþegin
gistináttaskatti. Á tjaldsvæðum er stæðið undir hvert tjald gistirýmið og
sama á við um stæði húsbíla, tjaldvagna og fellihýsa.
Skatturinn tók gildi í byrjun árs
VEÐURFAR Spáð er ört hlýnandi
veðri í dag og næstu daga. Veður-
stofan spáir allt að 15 stiga hita um
helgina, hlýjast fyrir norðan.
„Einstaka hefur meira að segja
verið að gæla við þá hugsun að
gamla marshitametið frá 1948
gæti verið í hættu, en 27. mars það
ár mældust 18,3°C á Sandi í Aðal-
dal,“ segir Einar Sveinbjörnsson
veðurfræðingur á vef sínum.
Mikil hlýindi miðað við árstíma
munu um skeið hafa verið við Bret-
landseyjar án þess þó að hlýindin
hafi náð að teygja anga sína hingað.
„Við höfum þess í stað verið
mestmegnis undir áhrifum frá
miklum kuldapolli í háloftunum
sem haldið hefur sig á kunnugleg-
um slóðum við Grænland.“ Einar
bendir á að hitaskilum sem marka
framrás loftmassans í suðaustri sé
spáð norður yfir landið seint í dag
og í nótt. „Þá hlýnar hér og gerir
eindregna leysingu með S- og SA-
átt í nokkra daga hið skemmsta.“
Um leið bendir Einar á að hlýind-
in verði að öllum líkindum skamm-
góður vermir því ýmislegt bendi til
þess að kuldinn úr vestri nái sér
aftur á strik einhvern tímann upp
úr miðri næstu viku. Milda loftið
um og fram yfir helgi verði því
aðeins nokkurra daga breyting í
átt til vors. „Og þá ekki raunveru-
leg vorkoma sem ég veit að margir
óska sér,“ segir Einar. - óká
Komandi hlýindi eru nokkurra daga umbreyting en ekki raunveruleg vorkoma:
Hitamet kann að falla um helgina
DANMÖRK Danska ríkisstjórnin
leggur til að ríkustu sveitarfélög
landsins leggi þeim fátækustu til
400 milljónir danskra króna.
Frá því að breytingar voru
gerðar á sveitarfélögum árið 2007
hafa 39 lítil sveitarfélög mótmælt
viðbótarkostnaðinum sem lagðist
á þau. Ríkisstjórnin reynir nú að
koma til móts við kröfur þeirra.
Borgarstjórar í því 31 sveitar-
félagi sem þarf að inna af hendi
greiðslur eru óánægðir og segir
einn þeirra að um eignaupptöku
sé að ræða. - ibs
Draga á úr ójöfnuði:
Rík sveitarfélög
hjálpi fátækum
Alveg mátulegur
Heimilis
GRJÓNAGRAUTUR
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
Telur þú að vorið sé nú endan-
lega komið?
JÁ 25,1%
NEI 74,9%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ert þú sátt(ur) við að Íslending-
ar hafi fjármagnað byggingu
spítala í Malaví?
Segðu þína skoðun á visir.is
Á Vísi er hægt að horfa
myndskreyttan upplest
úr þessum sígildu
ævintýrum.
Hlustaðu á Dísu ljósálf
og Alfinn álfakóng á Vísi
á
ur
Ævintýrið um Dísu ljósálf kom fyrst út á íslensku árið 1928
í þýðingu Árna Óla og hefur margsinnis verið endurprentað.
Dísa ljósálfur er ein klassískra sagna hollenska meistarans
G.T. Rotman, sem fylgt hafa íslenskum börnum í tugi ára.
DÓMSTÓLAR Tuttugu og sjö ára maður hefur verið
dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun sem
átti sér stað í samkvæmi í heimahúsi í júnílok í
fyrra. Dómurinn yfir manninum, Jóhanni Inga
Gunnarssyni, var kveðinn upp á þriðjudag í Héraðs-
dómi Norðurlands eystra. Að auki er manninum
gert að greiða konunni með vöxtum 800 þúsund
krónur í miskabætur og tæpar 977 þúsund krónur í
sakarkostnað.
Samkvæmt dómnum þekktust maðurinn og
konan, en vinskapur hafði tekist með þeim þegar
þau voru saman í námi. Málsatvik voru þannig
að þau fóru með öðru fólk heim til mannsins eftir
skemmtanahald. Þar var meðal annars farið í heitan
pott. Fram kemur í dómnum að eftir ferðina í pott-
inn hafi átt sér stað kynferðisleg samskipti milli
mannsins og konunnar með vitund beggja. „Jafn-
framt liggur fyrir að þeim lauk fljótt og að hennar
frumkvæði,“ segir í dómnum. Bæði voru þá í öðru
sambandi.
Fyrir liggur að konan læsti að sér í herbergi í hús-
inu, en opnaði það síðar svefndrukkin þegar mað-
urinn hafði lengi barið dyra. „Hún kveðst ekki hafa
vaknað aftur fyrr en höfuð hennar hafi skellst í
vegginn, en muna brotakennt eftir því að ákærði
var að snúa henni til og hafa mök við hana,“ segir í
dómnum. Þegar konan vaknaði til fulls hrakti hún
manninn af sér, flúði úr húsinu og kallaði til lög-
reglu. - óká
Maður nýtti sér svefn- og ölvunarástand konu eftir samkvæmi í heimahúsi:
Nauðgari fékk tveggja ára dóm
HÉRAÐSDÓMUR Á AKUREYRI Ekki þótti ástæða til að skilorðs-
binda dóm yfir manni sem á þriðjudag var dæmdur fyrir nauðgun.
KJÖRKASSINN
Einstaka hefur meira
að segja verið að
gæla við þá hugsun að gamla
marshitametið frá 1948 gæti
verið í hættu.
EINAR SVEINBJÖRNSSON
VEÐURFRÆÐINGUR