Fréttablaðið - 22.03.2012, Page 11
FIMMTUDAGUR 22. mars 2012 11
SVEITARSTJÓRNIR Áskorun með undirskriftum
48 íbúa Blönduósbæjar vegna starfsloka
æskulýðsfulltrúa var tekin fyrir í bæjarráði
á þriðjudag.
„Mér finnst þetta náttúrlega alveg frá-
bært,“ segir Rannveig Rós Bjarnadóttir á
Hólabaki, sem verið hefur æskulýðsfulltrúi
frá árinu 2006 en sagði starfinu upp í fyrra-
haust vegna bágra launakjara og lét af störf-
um um síðustu mánaðamót. Starfsvettvangur
hennar var félagsmiðstöðin Skjólið.
„Það er eindregin ósk þeirra sem skrifa
undir að bæjaryfirvöld sjái sóma sinn í því
að gera allt hvað þau geta til að halda í Rann-
veigu. Viljum við með þessum undirskrifta-
lista skora á stjórn Blönduósbæjar að taka
þetta mál fyrir á stjórnar- og/eða nefndar-
fundum bæjarins og reyna að ná sáttum við
Rannveigu í málinu,“ segir í áskoruninni.
Bæjarráðið sagði að því hefði verið ókunn-
ugt um að æskulýðsfulltrúinn væri ósáttur
við starfskjörin. „Æskulýðsfulltrúi hefur
unnið farsælt starf og leitt er ef starfslok
hennar beri að með ósætti,“ bókaði bæjar-
ráðið.
„Ég hef þá líklega unnið mína vinnu, ég
vona það að minnsta kosti,“ segir Rannveig
um undirskriftasöfnunina sem hún kveðst
ekki hafa vitað af. Spurð hvort hún geti
hugsað sér að snúa aftur ef kjörin verði betri
svarar Rannveig einfaldlega: „Já, mig langar
það.“ - gar
Íbúar á Blönduósi ósáttir við að laun tómstundafulltrúa hafi ekki verið hækkuð og safna undirskriftum:
Vilja endurheimta æskulýðsfulltrúann
BLÖNDUÓS Vinsæll æskulýðsfulltrúi er hættur vegna
lágra launa en segir sig langa að snúa aftur og margir
skora á bæjaryfirvðld að greiða fyrir því.
DANMÖRK Grímuklæddur ræningi
komst undan á hjóli eftir að hafa
rænt kjörbúð í Vissenberg á Fjóni
í fyrrakvöld. Hann bar þung-
ar klyfjar á flóttanum enda var
meginþorri ránsfengsins, 30 þús-
und danskra króna, í smámynt.
Ræninginn ógnaði ungri starfs-
stúlku og þvingaði hana til að
opna peningahirslu þar sem fjár-
munirnir voru. Eftir það batt
hann stúlkuna og hélt á brott.
Myndir náðust af ræningjanum
og stúlkan gat auk þess lýst vexti
mannsins og klæðnaði. Lögreglan
á Fjóni rannsakar málið. - þj
Búðarræningi á Fjóni:
Komst undan
með klinkhaug
MYNT Ræninginn slapp með um 30.000
danskar krónur, nær allt var í smámynt.
SVÍÞJÓÐ Stjórnvöld í Svíþjóð úti-
loka ekki hertar aðgerðir vegna
svindls háskólanema. Í fyrra var
548 háskólanemum vísað tíma-
bundið úr skóla vegna svindls,
samkvæmt könnun fréttastofunn-
ar TT. Hægt er að vísa háskóla-
nema úr skóla í sex mánuði í
mesta lagi. Hugmyndir eru uppi
um að lengja þetta tímabil eða
reka þá sem svindla úr háskóla
fyrir fullt og allt.
Tímabundinn brottrekst-
ur jókst um 60 prósent á milli
áranna 2009 og 2010. Fjöldinn
sem var vísað frá námi í fyrra
var svipaður og 2010 eða sjö
fleiri. - ibs
548 nemar höfðu rangt við:
Tekið á svindli
FÉLAGSMÁL Orlofssjóður Kenn-
arasambands Íslands (KÍ) hefur
opnað nýjan bókunarvef og vef-
verslun fyrir orlofshús sín, hótel-
og flugmiða auk veiðikorts.
Orlofssjóðurinn er einn sá
stærsti á landinu og leigir út
á sumrin um 150 orlofshús og
-íbúðir, en félagsmenn KÍ eru um
11.500 talsins.
Sjóðurinn samdi í lok síðasta árs
við hugbúnaðar- og tæknifyrir-
tækið AP Media um að taka upp
orlofshúsakerfið Frímann, sem AP
Media hefur þróað frá 2005. - óká
Orlofssjóður KÍ notar Frímann:
150 hús og íbúð-
ir handa 11.500
ORLOFSHÚS Nítján starfsmanna- og
stéttarfélög með um 46.000 félags-
menn nota Frímann. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Romney sigraði í Illinois
Mitt Romney sigraði í forkosningum
Repúblikanaflokksins í Illinois á
þriðjudag. Romney hlaut 47 prósent
atkvæða og Rick Santorum 35.
Ron Paul fékk níu prósent og Newt
Gingrich átta. Næstu forkosningar
verða í Louisiana á laugardag.
BANDARÍKIN
skattur.is
Veflyklar
Veflyklar hafa verið sendir til nýrra
fram teljenda. Hafi veflykill glatast má
sækja um nýjan á skattur.is.
Einnig er hægt að opna framtalið og
skila með rafrænum skilríkjum.
Leiðbeiningar
Leiðbeiningar er að finna á skattur.is.
Auðvelt er að kalla fram skýringar við
einstaka kafla eða reiti í vefframtali.
Prentaðar leiðbeiningar má fá
á skattstofum.
Aðstoð í síma 442-1414
Í mars verður veitt aðstoð
í síma 442-1414 alla virka daga
frá kl. 9:30 til 15:30.
Dagana 22., 26. og 27. mars
verður þjónustan í boði til kl. 19:00.
Í dag
er síðasti skiladagur skattframtala
Það er einfalt að telja fram
Falklandseyjar skulu varðar
Um 61 prósent Breta vilja að breski
herinn verji Falklandseyjar hvað sem
það kostar. Þetta kemur fram í nýrri
könnun. Argentínumenn hafa lengi
gert tilkall til eyjanna og hafa deilur
þeirra og Breta magnast á síðustu
mánuðum.
BRETLAND