Fréttablaðið - 22.03.2012, Síða 12

Fréttablaðið - 22.03.2012, Síða 12
22. mars 2012 FIMMTUDAGUR12 12 hagur heimilanna Eigendur og umráðamenn ökutækja greiddu í fyrra 360 milljónir króna í van- rækslugjöld fyrir að hafa ekki látið skoða þau innan ákveðinna tímamarka. Van- rækslugjaldið nemur 15.000 krónum. Ef brugðist er við innan mánaðar frá álagn- ingu lækkar gjaldið í 7.500 krónur. Þótt það kosti töluvert fé að koma ekki með bílinn eða annað öku- tæki til skoðunar á réttum tíma voru það 37.500 manns sem sættu álagningu vanrækslugjalds í fyrra, að því er kemur fram á vef sýslumanna. Enn er nokkur fjöldi krafna sem stofnaðist það ár ógreiddur. Álagning vanrækslugjalds hófst í apríl 2009 og leggst það á öll öku- tæki sem ekki eru færð til skoð- unar á réttum tíma samkvæmt reglugerð um skoðun ökutækja. Vanrækslugjaldið, sem nemur 15.000 krónum og er hið sama fyrir öll ökutæki, leggst á að liðn- um tveimur mánuðum frá því að skoðun átti að fara fram ef hún er vanrækt. Krafan færist þá í heimabanka eiganda eða umráða- manns og má greiða hana þar óháð því hvort ökutækið hafi verið fært til skoðunar eða ekki. Sé brugðist við innan mánaðar frá álagningu lækkar vanrækslugjaldið í 7.500 krónur. Skráður eigandi ökutækis ber ábyrgð á að það sé fært til skoðun- ar en umráðamaður þegar umráð þess byggjast á eignaleigusamn- ingi við fjármálafyrirtæki. Á vef sýslumanna segir að greidd vanrækslugjöld í fyrra hafi numið 360 milljónum króna. Gera megi ráð fyrir að 25 til 30 þús- und einstaklingar standi á bak við þessar greiðslur. „Ég er alveg undrandi á því hversu mikið er um að menn láti ekki skoða ökutækin á réttum tíma,“ segir Jónas Guðmundsson, sýslumaður í Bolungarvík, sem annast álagningu og innheimtu vanrækslugjalda. Hann segir mikið hafa verið um álagningar fyrst þegar þær hófust. Menn hafi kannski ekki áttað sig strax á að vanrækslugjald væri komið á. „En álagningunum hefur samt ekki fækkað sem neinu nemur,“ tekur Jónas fram. Árið 2010 námu greiðslurnar rúmum 285 milljónum króna en árið 2009 námu þær rúmum 238 milljónum króna. Það ár hófst álagningin þó ekki fyrr en í apríl eins og greint er frá hér að fram- an. Um síðustu áramót nam óinn- heimt vanrækslugjald frá upphafi um 250 milljónum króna. Ýmsar ástæður kunni að liggja að baki því að greiðslur hafi ekki borist, að því er segir á vef sýslumanna. Líklegt þykir að helstu ástæðurnar séu þær að ökutæki sem gjald er lagt á séu oft ekki til þótt þau séu skráð í ökutækjaskrá og hafi jafn- vel sætt álagningu þrjú ár í röð. Í sérstökum tilfellum getur frestun álagningar komið til greina. ibs@frettabladid.is 37.500 manns komu of seint í bílaskoðun SKOÐUN Kostnaðurinn verður mikill þegar vanrækslugjald bætist við sjálft skoðunar- gjaldið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN þúsund manns eru taldir standa að baki greiddra vanrækslugjalda á árinu 2011. 25-30 Öndunarmælir sem mælir áfengismagn í blóði ökumanna á að vera í öllum bílum og bifhjólum í umferð í Frakklandi frá og með 1. júlí næstkom- andi, að því er greint er frá í frétt á vef Umferðar- stofu. Markmiðið er að tryggja að allir ökumenn viti hversu mikið áfengismagn er í blóði þeirra áður en þeir taka þá ákvörðun að aka af stað. Þetta á einnig við um erlend ökutæki og verða mælar seldir við landamæri Frakklands. Eina undantekningin eru hjól sem eru með mjög lítilli vél eða undir 50 kúbikum. Á vef Umferðarstofu segir að hrina alvarlegra umferðar- slysa, sem meðal annars megi rekja til ölvunar, í upphafi árs 2011 hafi hvatt stjórnvöld til að grípa til þessara aðgerða. ■ Akstur Vínandamælar í öllum bílum í umferð í Frakklandi Á vefnum grænn.is er að finna upp- lýsingar um hvað helstu umhverfismerkin á vöruumbúðum þýða. Bent er á að neytendur geti treyst því að þegar vara er merkt Svaninum, Evrópublóminu eða öðrum sambærilegum merkjum séu þeir að velja það besta fyrir umhverfi og heilsu. Óháður aðili á að hafa gengið úr skugga um að varan hafi minni áhrif á umhverfið og heilsuna en almennt gerist með sambærilegar vörur hér á landi. Umhverfisstofnun heldur utan um Svaninn og Evrópublómið hér á landi. ■ Umhverfisvernd Hvað þýða umhverfismerkin á umbúðunum? GÓÐ HÚSRÁÐ tannkrem Tannkrem til margs nýtilegt Tannkrem má nota til annarra hluta en bursta tennurnar kvölds og morgna. Tannkrem getur virkað vel á silfurmuni. Best er að nudda silfrið með tann- kremi og skola svo burt með köldu vatni. Þá má ná pennastrikum og litum af veggjum með tannkremi. Nuddið blettinn með tannkreminu og þrífið svo með blautri tusku. Þá má nota tannkrem til að þrífa nótnaborðið á píanóinu. Tannkremið er borið á og látið þorna. Síðan eru nóturnar pússaðar með klút. KÖNNUN Litla fiskbúðin í Miðvangi í Hafnarfirði er ódýrasta fisk- verslun landsins, ef marka má könnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði á mánudag. Þá var farið í 23 verslanir vítt og breitt um landið og verð kannað á 25 algengum teg- undum af fersku fiskmeti. Fimmtán vörur af 25 reynd- ust ódýrastar í Litlu fiskbúðinni í Miðvangi og í fimm tilvikum var lægsta verðið hjá annarri verslun í Hafnarfirði, Fiskbúðinni Trönu- hrauni. Keisarinn, fiskbúð og veit- ingastaður í Grandagarði, var með lægsta verðið í þremur tilvikum. Meiri dreifing var á hæsta verð- inu milli verslana, en Melabúðin Hagamel og Gallerý fiskur Nethyl voru oftast með hæsta verðið, eða fimm sinnum. Munur á lægsta og hæsta verði var frá 27 prósentum upp í 158 prósent. Mestur verðmunur reynd- ist vera á eldislaxi í sneiðum sem var dýrastur á 2.298 krónur hvert kíló hjá Melabúðinni Hagamel en ódýrastur á 890 krónur hjá Litlu fiskbúðinni Miðvangi. Þá var 118 prósenta verðmunur á rauðsprettu- flökum á milli ódýrustu búðanna, Litlu fiskbúðarinnar og Keisarans, og þeirrar dýrustu, Fiskikónginum Sogavegi. - sh Verðkönnun á 25 fisktegundum í 23 verslunum: Fiskurinn ódýrastur í Hafnfirskum búðum MISDÝR ÝSA Ríflega 40 prósenta verðmunur var á ýsuflökum milli verslana. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL KÍLÓVERÐ á dilka- eða súpukjöti hefur hækkað um 22%, eða 173 krónur, síðan árið 2009. Samkvæmt Hagstofunni var kílóverðið 617 krónur 2009 og er nú 790 krónur. 22%

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.