Fréttablaðið - 22.03.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.03.2012, Blaðsíða 16
22. mars 2012 FIMMTUDAGUR16 Umsjón: nánar á visir.is Peningastefnunefnd Seðlabank- ans kynnti í gær þá ákvörðun sína að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Eftir hækkunina eru vextir af sjö daga lánum bankans gegn veði, svokallaðir stýrivextir, 5,0 prósent. Ákvörðun peningastefnunefndar- innar kom fæstum á óvart en grein- ingardeildir stóru viðskiptabank- anna þriggja höfðu allir spáð 25 punkta hækkun. Þá hafði ákvörðun- in að því er virðist ekki mikil áhrif á skuldabréfamarkað. Í yfirlýsingu peningastefnunefnd- arinnar segir að verðbólguhorfur til skamms tíma hafi versnað nokkuð frá því að síðasta hagspá bankans var gefin út í febrúar. Þá hafi gengi krónunnar veikst þótt efnahagsum- svif séu í megindráttum svipuð og gert var ráð fyrir í spánni. „Litið lengra fram á veginn er hætta á að verðbólga verði lengur fyrir ofan verðbólgumarkmið en spáð var, styrkist krónan ekki á komandi mánuðum,“ segir í yfir- lýsingunni og enn fremur: „Batni verðbólguhorfur ekki er líklegt að hækka þurfi nafnvexti frekar á næstunni til þess að taumhald pen- ingastefnunnar, sem er enn tiltölu- lega laust, verði hæfilegt.“ Verðbólga mældist 6,3% í febrú- ar og hefur farið hækkandi þótt hún hafi að vísu lækkað frá mælingu upp á 6,5% í janúar. Verðbólgan var síðast undir 2,5% verðbólgumark- miði Seðlabankans í mars í fyrra. Greiningardeildir Arion banka og Íslandsbanka fjölluðu um ákvörð- unina í fréttabréfum sínum í gær og eru sammála um að frekari vaxtahækkanir séu í kortunum. Í Markaðspunktum greiningar Arion banka segir að flest hnígi í þá átt að frekari vaxtahækkanir séu fram undan samhliða auknum umsvif- um í hagkerfinu og þeirri verð- bólgu sem fram undan er. Þá telur bankinn að gengi krónunnar verði lágt næstu árin sem auki líkurnar á hærri vöxtum. Þá var því spáð í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka að Seðla- bankinn muni hækka vexti aftur um 0,25 prósentustig við næstu vaxta- ákvörðun í maí og svo aftur síðar á árinu. Stýrivextir verði því komnir í 5,5% í árslok. Aðilar vinnumarkaðarins tóku illa í ákvörðun peningastefnunefnd- arinnar. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði ákvörðunina ekki koma á óvart í ljósi fyrri yfirlýsingar seðla- bankastjóra en kallaði hana samt sem áður dapurlega. Þá sagði hann að hærri vextir myndu leiða til mun veikari atvinnuuppbyggingar en vonast hefði verið eftir. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, tók í sama streng, sagði vaxtahækkun hafa neikvæð áhrif á atvinnulífið og fjárfestingar. magnusl@frettabladid.is Batni verðbólgu- horfur ekki er líklegt að hækka þurfi nafnvexti frekar á næstunni til þess að taumhald peningastefnunnar, sem er enn tiltölulega laust, verði hæfilegt. ÚR YFIRLÝSINGU PENINGASTEFNU- NEFNDAR SEÐLABANKANS HÚSGAGNAHÖLLIN Bíldshöfða 20 Reykjavík sími 585 7200 OPIÐ Virka daga 10-18 laugardaga 12-18 sunnudaga lokað 0% VEXTIR - Húsgagnahöllin býður nú upp á vaxtalaus lán til allt að 12 mánaða NÚNA 20% AFSLÁTTUR GABRIELLA sófaborð L:130 H:70 B:40 cm. GABRIELLA hornborð Þvermál: 60cm H:48,5 cm. 23.99039.980 FLOTT HÚSGÖGN FYRIR HEIMILIÐ ÞITT FULLT VERÐ: 149.990 FULLT VERÐ: 199.990 SANTANDER sófasett, svart leður. 2 sæta sófi B:176 D:91 H:86 cm. 3 sæta B:213 D:91 H:86 cm. 2 SÆTA 159.990119.990 3 SÆTA STÍLHREIN SÓFABORÐ Seðlabankinn hækkar vexti – útlit fyrir frekari hækkanir Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði í gær vexti bankans um 0,25 prósentustig. Versnandi verðbólguhorfur og lágt gengi krón- unnar eru helstu ástæður hækkunarinnar sem var í takt við væntingar. Aðilar vinnumarkaðarins eru óánægðir með hækkunina. SEÐLABANKANUM Í GÆR Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og Már Guð- mundsson seðlabankastjóri kynntu ákvörðun peningastefnunefndar í gær. Þeir eiga báðir sæti í nefndinni auk Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings bankans, Gylfa Zoëga prófessors og Katrínar Ólafsdóttur lektors. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hátekjuskattur í Bretlandi verð- ur lækkaður úr 50 prósentum í 45 prósentum fyrir apríl á næsta ári. George Osborne, fjármála- ráðherra Bretlands, greindi meðal annars frá þessu þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið í gær. Osborne sagði að hækkun hátekjuskatts hefði ekki skilað eins miklum fjármunum og von- ast hefði verið til. Nú hefur sjö prósenta skattur verið settur á sölu húsa sem kosta meira en tvær milljónir punda, eða 400 milljónir íslenskra króna. Skattleysismörk verða jafnframt hækkuð í 9.205 pund, eða rúmlega 1,8 milljónir króna. - þeb Fjárlagafrumvarp lagt fram: Bretar lækka hátekjuskattinn Enn eru fá ummerki um eignaverðs- bólu á Íslandi þrátt fyrir að gjald- eyrishöftin skapi skilyrði mjög lágra vaxta og fárra fjárfestingarkosta. Þetta er mat Más Guðmundsson- ar seðlabankastjóra, sem segir þó að Seðlabankinn verði að fylgjast vel með eignaverði enda geti gjald- eyrishöftin ýtt undir bólumyndun. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Íslandsbanka, spurði Má hvort hann hefði áhyggjur af því að höftin myndu skapa eignaverðsbólu á vaxtaákvörðunarfundi Seðlabank- ans í gær. „Það er auðvitað alveg hugsan- legt [að eignaverðsbóla myndist] því við erum með fjármagn lokað inni í landinu sem leitar að ein- hverri útrás. Hvert ætti þá viðbragð okkar að vera? Jú, þá ættu vextirnir að vera hærri,“ sagði Már og bætti við: „En við sjáum hins vegar ekki mjög mikil merki um þetta enn þá. Við höfum til dæmis verið að skoða húsnæðismarkaðinn og okkur virð- ist að hækkanir á húsnæðisverði séu nú bara í línu við þá hækkun sem hefur orðið á ráðstöfunartekjum. Það er því erfitt að sjá mikil bólu- einkenni enn þá.“ Greining Íslandsbanka birti nýverið spá um þróun húsnæðis- verðs til næstu tveggja ára. Var þar spáð samanlagt 16% hækkun á hús- næðisverði á næstu tveimur árum eða um 8,5% hækkun að raunvirði. Ingólfur Bender segir að höftin séu áhrifavaldur í spánni en segir það þó ekki þýða að greiningardeild- in sé að spá bólu. „Það er auðvitað spurning hvað maður kallar bólu og hvað ekki. En höftin eru klárlega áhrifavaldur í þessu. Þau hafa áhrif bæði með því að skapa skilyrði fyrir mjög lága vexti og skapa líka skilyrði mjög fárra fjárfestingarkosta. Hvort tveggja ýtir undir eftirspurn eftir húsnæði,“ segir Ingólfur og heldur áfram: „Hvort að það sé innistæða fyrir þessum hækkunum fer svo eftir því hvernig okkur gengur að byggja upp trúverðugleika hagkerf- isins og afnema höftin.“ Þá segir Ingólfur að erfitt verði að svara þeirri spurningu fyrr en eftir á þegar verði hægt að sjá hvort krónan gefi mjög mikið eftir í kjöl- far afléttingar hafta. Lækki krón- an mikið muni lækkun á húsnæðis- verði og eignabruni fylgja í kjölfarið en það fari eftir því hvernig spilað verði úr stöðunni. - mþl Hætta á að höftin valdi bólu á húsnæðismarkaði: Enn þá fá ummerki um eignaverðsbólu VAR STAÐA OMXI6ISK, íslensku hlutabréfavísitölunnar, við lokun markaða í gær. Vísitalan hefur hækkað um 12,3% frá áramótum.1021,85 MÁR GUÐMUNDSSON INGÓLFUR BENDER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.