Fréttablaðið - 22.03.2012, Síða 24

Fréttablaðið - 22.03.2012, Síða 24
24 22. mars 2012 FIMMTUDAGUR Frumvarp sem ég kynnti nýlega í ríkisstjórn og fjallar um að heimila hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum að ávísa hormóna- tengdum getnaðarvörnum vakti athygli fjölmiðla og hefur verið mikið til umræðu að undanförnu. Fréttastofa RÚV reið á vaðið með miklum bægslagangi og skellti sér strax á bullandi sund. Dreg- in var upp sú mynd að markmið frumvarpsins væri að byrla 11 ára stúlkubörnum hormónapill- ur á bak foreldrum þeirra og þau áform studd með ráðum og dáð af landlækni sjálfum og óþreyjufull- um skólahjúkrunarfræðingum sem biðu þess eins að geta ávísað pillunni til barna. Þessi umræða er sorgleg og fráleit. Fréttaflutningi af þessu tagi er augljóslega ekki ætlað að upplýsa um mál heldur að æsa upp mál – ekki að fræða heldur að hneyksla og hræða. Samkvæmt frumvarpinu verð- ur heimildin bundin því að við- komandi hjúkrunarfræðingar og ljósmæður starfi á heilbrigðis- stofnun þar sem er heilsugæsla, kvenlækningar eða fæðingar- þjónusta. Miðað er við að velferð- arráðherra setji reglugerð um skilyrði sem uppfylla þarf til að fá þessa heimild og að Embætti landlæknis veiti leyfi til lyfja- ávísana á grundvelli þeirra auk þess að hafa eftirlit með þeim líkt og gildir um lyfjaávísanir lækna. Í samanburði milli Norður- landaþjóða er notkun hormóna- getnaðarvarna minnst hér á landi en sala á neyðargetnaðar- vörnum hvað mest. Ótímabær- ar þunganir og fóstureyðingar í kjölfarið eru sorglega algengar og hefur barnaréttarnefnd Sam- einuðu þjóðanna lýst áhyggjum yfir fjölda fóstureyðinga meðal stúlkna yngri en 18 ára hér á landi. Kynheilbrigði ungs fólks er áfátt og notkun ungra Íslendinga á smokkum með því minnsta sem þekkist á Vesturlöndum, nokkuð sem við verðum að breyta, ekki síst til að efla varnir gegn kyn- sjúkdómum. Ég styð heilshugar frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi um lækkun virðisaukaskatts á smokkum úr 25% í 7% og treysti því að það verði samþykkt. En það þarf margt fleira að koma til og því tel ég að frumvarp um skilyrtar heimildir ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga til að ávísa hormónagetnaðarvörnum sé mik- ilvægt og af hinu góða. Ég tek fagnandi við ábendingum studd- um faglegum og málefnalegum rökum sem orðið geta til þess að bæta frumvarpið og styrkja markmið þess enda mun frum- varpið fá vandaða umfjöllun í vel- ferðarnefnd Alþingis. Ástæða er til að ítreka að öllum er heimilt að senda nefndinni ábendingar og umsagnir um frumvarpið og rétt að hvetja til þess. Umræða um það hvenær upp- lýsa eigi foreldra unglingsstúlkna ákveði læknar að ávísa þeim hormónagetnaðarvörn er ekki ný af nálinni. Frumvarpið sem hér er til umræðu hvorki víkkar né þrengir þau viðmið. Bent hefur verið á að þetta sé óljóst í lögum og þarfnist skýringa. Þetta er þörf ábending og við skulum taka á því. Aðrir benda á að efla þurfi kynfræðslu og sporna við því að fólk byrji að stunda kynlíf áður en það hefur þroska til. Ég gæti ekki verið meira sam- mála og tel að með margumtöl- uðum heimildum til ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga ýtum við undir að unglingar leiti til fagfólks sem getur veitt þessa fræðslu því það verður aðgengi- legra og hægari heimatökin en að panta tíma hjá lækni. Ósk um getnaðarvörn veitir gott tækifæri til að veita fræðslu og alls ekki sjálfgefið að slíkri heimsókn ljúki með ávísun á hormónapillur. Loks hefur verið bent á að frumvarpið setji alla ábyrgð á því að forðast ótímabæra þung- un á hendur stúlkum, strákarnir þurfi ekki að horfast í augu við mögulegar afleiðingar kynlífsins. Þetta eru að sjálfsögðu ekki þau skilaboð sem við viljum senda ungu fólki. Kannski væri það góð vinnu- regla að gera ungum pörum í þessum hugleiðingum að mæta saman á fund læknis, hjúkrun- arfræðings eða ljósmóður þegar getnaðarvarna er þörf. Allar hugmyndir til að fást við augljós- an vanda eru vel þegnar. Sam- kvæmt könnunum er meðalaldur íslenskra ungmenna þegar þau byrja að stunda kynlíf 15,6 ár og hefur hækkað á liðnum árum. Hvort þau hafa þá til þess aldur og þroska er umdeilanlegt og best væri að sem flest ungmenni flýttu sér hægt í þessum efnum. Því vona ég að samstaða náist um leiðir til að hækka þennan meðal- aldur, fækka ótímabærum þung- unum, fækka fóstureyðingum og draga úr tíðni kynsjúkdóma. Um þetta snýst málið. Byggjum frekar umræður á upplýsingum og fræðslu en uppnámi og hræðslu Mörður Árnason alþingismaður skrifaði grein í Fréttablaðið hinn 17. febrúar sl. undir heitinu „Orkan er takmörkuð auðlind“. Ástæða er til að gera athugasemd- ir við sumt í þessari grein Marðar. Hann segir: „Orkan frá vatns- afls- og jarðvarmavirkjunum er takmörkuð auðlind“. Þetta orðalag má auðveldlega skilja svo að orkan gangi til þurrðar eins og eldsneyti úr jörðu, kol, olía og jarðgas. Svo er ekki eins og allir vita, og líklega meinar Mörður það ekki heldur þótt hann komist svona óheppi- lega að orði. Samt herðir hann á þessu orða- lagi með því að segja: „Við byrj- uðum stórvirkjanir á Íslandi fyrir hálfri öld tæpri – Búrfells- virkjun 1955-69 – og erum þegar búin með meira en helminginn af þeirri orku sem sýnist nýtanleg.“ Þetta er auðvitað fjarstæða. Orka frá Búrfellsvirkjun hefur ekkert minnkað, hvað þá að hún sé „búin“. Orkulindir okkar eru varanlegar; ganga ekki til þurrðar þótt nýttar séu eins og orka úr eldsneyti. Elds- neyti endurnýjast ekki. Þetta á einnig við um jarð- varma. Því eru hins vegar tak- mörk sett hversu hratt við getum nýtt hann. Þau takmörk ráðast af því hversu hratt jarðvarminn berst með leiðslu frá dýpri lögum jarðar til vatnsberandi jarðlaga nálægt yfirborði. Það ræðst af jarðfræði hvers vinnslusvæðis. Einungis reynslan sker úr um það. Þessu er öðruvísi farið með vatns- aflsvirkjanir þar sem við getum mælt vatnsrennslið fyrirfram á yfirborði. Þetta er innbyggður ókostur við jarðvarmavirkjanir. Við getum ekki fyrirfram sagt til um möguleg vinnsluafköst þeirra. Höfundur segir: „Við þurfum að fá miklu hærra verð fyrir þau 80% orkunnar sem eru seld til stóriðjunnar. Við eigum að hætta allri útsölu á rafmagni frá Íslandi; stöðva þá skítnýtingu sem nú er stunduð á íslenskum auðlindum.“ Hér þarf höfundur að temja sér mannasiði í orðfæri. Þrátt fyrir allt er verðið til stóriðju ekki lægra en svo að virkjanir til henn- ar hafa gert mögulegt að lækka rafmagnsverð til almennings í Reykjavík um 34% að raunvirði á árabilinu 1996-2008. Hitt er svo mál fyrir sig að nær allur ávinn- ingurinn hefur komið almennum notendum, fremur en Landsvirkj- un, til góða. Það er pólitísk ákvörð- un sem Landsvirkjun er skiljan- lega ekki endilega alls kostar sátt við. Raforkuverðið til stóriðju ræðst á alþjóðavettvangi en ekki í ein- stökum löndum. Ísland hefur þann kost að þar er völ á mikilli ódýrri orku en þann ókost að vera langt frá álmörkuðum. Meðan næg orka úr eldsneyti er fáanleg á lágu verði nálægt álmörkuðum á Ísland erfitt með að fá hátt verð á raforku til áliðnaðar. Við munum varla endurnýja núverandi stóriðjusamninga með óbreyttu verði. Því veldur breytt verðlag raforku í heiminum sem afleiðing af óttanum við loftslags- breytingar af gróðurhúsaáhrif- um. En ávinningur þjóðarbúsins til þessa af raforkusölu til stóriðju er ótvíræður. Þegar vinnsla raforku úr elds- neyti á undir högg að sækja vegna óttans við gróðurhúsaáhrifin og von er á alls konar kostnaðarauk- andi hömlum á slíkri vinnslu af þeim sökum í framtíðinni batnar samkeppnisstaða Íslands stórlega. Gott dæmi um þetta er að stað- setning verksmiðju Fjarðaráls á Reyðarfirði fremur en í kolaorku- landi sparar andrúmslofti jarðar meiri koltvísýring en nemur allri losun Íslendinga á CO2 frá bílum og skipum á árinu 2006. Í heimi sem óttast gróðurhúsaáhrif hefur þetta áhrif á orkuverðið Íslandi í hag sem vegur á móti óhagræði af legu landsins langt frá álmörkuð- um. Og meira en það. Við þetta bætist ótti álframleið- enda við frekari kostnaðaríþyngj- andi ráðstafanir í framtíðinni á vinnslu raforku úr eldsneyti. Sá ótti auðveldar Íslendingum enn frekar viðleitnina til að fá hærra raforkuverð til álvinnslu og raf- orkufreka notendur til landsins. Athugasemdir við grein Marðar Árnasonar Svívirðilegt níð Í Fréttablaðinu í gær birtist makalaus bókaumsögn um eina af útgáfubókum Uglu, Líf Keiths Richards, sem kom út fyrir jólin og hefur almennt fengið hinar bestu viðtökur. Bókaumsögnin er tilhæfu- laus og andstyggileg persónu- leg árás á þýðanda bókarinn- ar, Elínu Guðmundsdóttur, og útgefanda hennar. Orðrétt segir ritdómarinn, Friðrika Benónýs- dóttir, í Fréttablaðinu í gær: „Þýðing Elínar Guðmunds- dóttur er í einu orði sagt hræði- leg. Enskan er þýdd nánast orð fyrir orð þannig að setninga- skipanin er algjörlega ensk en ekki íslensk og úr verður hálf- gerð málleysa sem lesandinn stendur sig að að þýða jafn- óðum í huganum til að setning- arnar öðlist merkingu. Hugtök úr tónlistarheiminum eru rang- þýdd, skipt er um tíð í miðjum setningum og svona mætti nán- ast áfram telja. Það er móðgun bæði við höfunda og lesendur að gefa út slíka hrákasmíð.“ Á þessu er síðan hnykkt í útdrætti sem kallaður er „niðurstaða“: „Þýðingin er … afspyrnu léleg og ættu þeir sem tök hafa á að nálgast bók- ina á frummálinu.“ Svo mörg voru þau orð. Nú veit ég hvorki haus né sporð á Friðriku þessari Ben- ónýsdóttur, en það er ljóst af þessum skrifum hennar að hún veit ekkert um skriftir og útgáfu bóka. Hér er um að ræða 520 bls. bók. Þýðingin var vandasöm þar sem koma þurfti til skila alls konar talmáls- og gítars- slangri. Þegar Elín hafði lokið verki sínu var þýðingin lesin vandlega yfir af hálfu forlags- ins. Jafnframt var málhagur gítarleikari fenginn til að lesa þýðinguna yfir sérstaklega með tilliti til gítarsslangursins, en sjálf er Elín m.a. menntuð í tón- list. Þegar athugasemdir vegna þessara yfirlestra höfðu verið færðar inn tók við vandaður handritalestur þar sem enski textinn og þýðingin voru borin saman eftir því sem kostur var. Síðan var bókin brotin um og tvær síðuprófarkir lesnar af valinkunnum prófarkalesara utan forlagsins. Fjórir menn með áratugalanga reynslu af handrita- og prófarkalestri komu sem sagt að því verki að búa þýðingu þessa til prent- unar. Þeir voru allir ánægðir með þýðinguna, þótt þeir hefðu vafalaust viljað hafa lengri tíma til yfirlestrar, enda verk- ið langt og álitamálin mörg. Þótt sjálfsagt megi finna eitt og annað að þýðingunni, jafn- vel einstaka rangþýðingar, og sumt sé ekki að smekk allra, þá nær engri átt að halda því fram að ekki hafi verið vandað til útgáfu þessarar bókar. Enda verður Friðriku Ben- ónýsdóttur það á að segja að bókin sé „bráðskemmtileg aflestrar“, sem getur nú varla verið ef þýðingin er svo slæm að lesandinn þurfi í sífellu að endurþýða sjálfur í huganum til að fá botn í textann! Ekki veit ég hvaða hvatir búa að baki þessum svívirðilegu níðskrifum Friðriku Benónýs- dóttur sem Ólafur Þ. Stephen- sen, ábyrgðarmaður Frétta- blaðsins, telur sér sæma að birta í blaði sínu og dreifa inn á nánast hvert heimili í landinu. Í yfir 80 þúsund eintökum er prentuð sú óvanalega ráðlegg- ing til landsmanna að kaupa alls ekki íslenska þýðingu þessarar bókar, en fólki bent á að lesa bókina á frummál- inu. Kannski telja Friðrika og Ólafur að þau sé að þjóna hús- bændum sínum, en þau eru sem kunnugt er í þjónustu hrun- valdsins Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar og klíku hans. Ugla hefur nefnilega gefið út bækur sem hrunvaldurinn Jón Ásgeir vill banna og Ugla gefur út tímaritið Þjóðmál þar sem stundum er tekið í lurginn á hrunvöldunum. Þegar það ger- ist hlaupa búðarþjónar Baugs undantekningalítið til og kasta skít í Þjóðmál á síðum Frétta- blaðsins. (Þar hefur eiginlega aldrei birst jákvætt orð um Þjóðmál, enda vita starfsmenn blaðsins vafalaust hvað til síns friðar heyrir.) Jú, ugglaust er það rétt metið hjá sannnefndum ritstjóra útrásarvíkinganna að Ugla verður fyrir umtalsverðum tekjumissi þegar þeirri ráð- leggingu er dreift inn á hvert heimili í landinu að kaupa alls ekki eina af fáum útgáfubókum hennar sem líkleg var til vin- sælda í sumar. En hvers á Elín Guðmunds- dóttir að gjalda? Hún hefur lifibrauð sitt af þýðingum. Mun einhver útgefandi vilja ráða hana í vinnu eftir slíka umsögn? Mun Bókmenntasjóð- ur styrkja útgefanda til að gefa út þýðingu eftir Elínu Guð- mundsdóttur? Vonandi. Því þrátt fyrir allt sem gengið hefur yfir þetta land í seinni tíð er hér ennþá til heiðvirt, sómakært og kurt- eist fólk sem hafa vill það sem sannara reynist. Í Morgunblaðinu fyrir jól birtist ritdómur um sömu þýð- ingu og Fréttablaðið úthúðaði í gær. Þar fær þýðingin og bókin fjórar stjörnur. Ritdómarinn, Karl Blöndal aðstoðarritstjóri, hefur áratugalanga reynslu af meðferð bæði íslenskrar og enskrar tungu. Hann skrifar svo um íslensku þýðinguna á Lífi Keiths Richards: „Þýðing Elínar Guðmunds- dóttur er til fyrirmyndar, hnökralaus og læsileg.“ Menning Jakob F. Ásgeirsson útgefandi Uglu og ritstjóri Þjóðmála Samfélagsmál Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra Orkumál Jakob Björnsson fv. orkumálastjóri Í samanburði milli Norður- landaþjóða er notkun hormónagetnaðarvarna minnst hér á landi en sala á neyðargetnaðar- vörnum hvað mest. Fjórir menn með áratugalanga reynslu af handrita- og prófarkalestri komu sem sagt að því verki að búa þýðingu þessa til prent- unar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.