Fréttablaðið - 22.03.2012, Blaðsíða 51
FIMMTUDAGUR 22. mars 2012 35
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Fimmtudagur 22. mars 2012
➜ Sýningar
16.00 Listasafn Íslands opnar sýn-
inguna Ból, Kar og Hulið hjarta sem
er sýning á nýjum verkum eftir Tinnu
Gunnarsdóttur iðnhönnuð. Sýningin er
hluti af HönnunarMars.
17.00 4Horn heldur opnunarteiti og
opnar sýninguna Formheimar. Þar
leika mynstrin úr Íslensku sjónabókinni
aðalhlutverk, en sýningin er samstarfs-
verkefni fyrirtækisins og hönnuðarins
Ingibjargar Sigurðardóttur.
20.00 Tvær nýjar sýningar verða
opnaðar í Artíma Gallerí. Á sýningunni
Einmitt akkúrat verða sýnd verk eftir
Georg Óskar Giannakoudakis og á
sýningunni Hlutir/Objects verða sýndir
fylgihlutir fyrir heimilið hannaðir af
IHanna Home/Ingibjörgu Hönnu og
Höllu Kristjánsdóttur.
➜ Tónlist
22.00 Geir Ólafsson verður gestur
Bítladrengjanna blíðu á tónleikum
á Ob-La-Dí Ob-La-Da, Frakkastíg 8.
Aðgangseyrir er kr. 1.000.
➜ Kvikmyndir
17.00 Konfúsíusarstofnunin sýnir
annan hluta heimildarþríleiksins Kína:
Byltingaöldin í stofu 101 í Odda, húsi
Háskóla Íslands. Allir velkomnir og
aðgangur ókeypis.
➜ Uppákomur
10.00 HönnunarMars hefst í dag. Dag-
skrá er hægt að skoða á honnunarmars.
is.
➜ Málþing
12.00 Anders Ljunggren, sendiherra
Svíþjóðar á Íslandi, verður frummælandi
á málþingi um Helsinkisáttmálann og
norrænt samstarf. Málþingið er haldið
af Norræna félaginu og Þjóðminjasafni
Íslands í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins
og fer fram á skandinavísku. Aðgangur
er ókeypis.
➜ Fyrirlestrar
10.00 Fjórir hönnuðir stíga á svið á
fyrirlestradegi Hönnunarmiðstöðvar-
innar í tilefni opnunar HönnunarMars.
Eru þetta hönnuðirnir Marije Vogelzang,
Tuomas Toivonen, Koert van Mensvoort
og Hjalti Karlsson. Fyrirlesturinn fer
fram í Gamla Bíó, Ingólfsstræti 2a og er
aðgangseyrir kr. 3.900.
12.10 Jóna Ingibjörg Jónsdóttir flytur
fyrirlesturinn Karl-Mennskan, kynlíf og
náin sambönd. Hver er reynslan úr
kynlífsráðgjöf og meðferð? í Ráðgjafa-
þjónustu Krabbameinsfélagsins, fyrstu
hæð, Skógarhlíð 8, Reykjavík. Allir eru
velkomnir og boðið verður upp á hress-
ingu.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is og einnig er
hægt að skrá þá inni á visir.is.
Gengið hefur verið frá samningum við þýska
útgáfurisann Fischer Verlage um útgáfu á spennu-
sögunni Myrknætti eftir Ragnar Jónasson. Bókin,
sem er þriðja skáldsaga Ragnars og gerist að miklu
leyti á Siglufirði, kom út fyrir síðustu jól og hlaut
víða góðar viðtökur. Myrknætti hefur einnig verið
gefin út sem kilja og rafbók hér á landi.
Myrknætti er sjálfstætt framhald Snjóblindu,
annarrar skáldsögu Ragnars, sem kom út hjá
Fischer Verlage síðasta haust og var meðal ann-
ars kynnt á bókamessunni í Frankfurt. Dómarnir
um Snjóblindu, eða Scheebraut eins og bókin heitir
í þýskri þýðingu, hafa verið lofsamlegir og valdi
tímaritið Gala hana sem eina af fjórum bestu
bókum haustsins.
Ragnar tekur þátt í pallborðsumræðum á glæpa-
sagnaráðstefnunni Crimefest í Bristol í maí.
Myrknætti gefin út á þýsku
MYRKNÆTTI Skáldsögur Ragnars Jónassonar vekja athygli
erlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FYRIRLESTRA-
MARAÞON
HR 2012
FÖSTUDAGINN 23. MARS
kl.10:30–16:00
Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson,
setur Fyrirlestramaraþon kl. 10.30 í stofu V101.
Nýting jarðgufu frá djúpborunarholu
100 ÁRA JARÐHITANÝTING Á 6 MÍNÚTUM
Endurskoðun á rannsóknaraðferðum efnahagsbrota
TÖLVUSANNANIR
íslenskt samfélag og fjármál - menningarlegir þættir
How we ensure that computers make our lifes safer
Tölvustutt tungumálanám
Understanding the limits of wireless networks
Developing software is a game!
CAN A COMPUTER BECOME YOUR FRIEND?
KOSSAR, HUNANGSFLUGAN, OG TÓMATPLANTAN
Réttarstaða barns við staðgöngumæðrun
STOFNFRUMUFERÐAMENNSKA
The RU High Altitude Balloon Project
MEDICAL MODELING AND CLINICAL APPLICATIONS
Impact of Social Constraints on Distress among Prostate Cancer Survivors in Iceland: Mediators and Moderators
Gradient: A Bandwidth Sensitive Content Distribution Network
HOW TO PLAY A QUANTUM FLUTE
Coulomb‘s Minuet in the Ballroom at the Bottom: THz Frequency in Vacuum Microdiodes
KÍSIL-NANOVÍRAR TIL NOTA Í SÓLARHLÖÐVEÐJAÐ Á VÖXT
Playing games (in general)
Efficient Trawl Door Shapes
Kreppur Evrópusambandsins
Hver borgar þér lífeyri eftir lok starfsævinnar?
FASTEIGNAKAUP Í KREPPU
Forsetinn, fullveldið og allt hitt: Stjórnarskrárbreytingar sem verða án þess að textanum sé breytt.
Áhrif stærðar og þéttleika raforkudreifikerfa á ávöxtunarkröfu: Dæmi frá Svíþjóð
GETA ATVINNULAUSIR ORÐIÐ FYRIR TEKJUTAPI?Lögfræðileg aðferðarfræði á upplýsingaöld
KYNJAKVÓTAR Í STJÓRNUM FYRIRTÆKJA – BÖL EÐA BLESSUN?
Eru forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum eingöngu af stétt hinna ríku?
Samanburður á nemendum afreksbrautar í fótbolta við liðsfélaga þeirra
FRAMTÍÐ RAFORKUMARKAÐAR
Konur í Saudi-Arabíu og nýsköpun
I think, therefore I am . . . (mmmh) . . . I drink coffee, therefore I think!
Fyrirlestramaraþonið er öllum opið
og er aðgangur ókeypis.
Nánari upplýsingar á www.hr.is
GEFÐU
VATN
gjofsemgefur.is
9O7 2OO3