Fréttablaðið - 22.03.2012, Side 54

Fréttablaðið - 22.03.2012, Side 54
22. mars 2012 FIMMTUDAGUR38 tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is. Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: TÓNLISTINN Vikuna 15. - 21. mars 2012 LAGALISTINN Vikuna 15. - 21. mars 2012 Sæti Flytjandi Lag 1 Valdimar Guðmunds. / Helgi Júl. ..Stöndum saman 2 Fun / Janelle Monae .............................. We are Young 3 Magni ..................................................................... Hugarró 4 Blár ópall...........................................................Stattu upp 5 Retro Stefson ..........................................................Qween 6 Of Monsters and Men ...................................Lakehouse 7 Kelly Clarkson ......................................................Stronger 8 Dikta ........................................................................... Cycles 9 Gabríel, Valdimar og Opee ........................Stjörnuhröp 10 Bruce Springsteen ............We Take care Of Our Own Sæti Flytjandi Plata 1 Mugison ....................................................................Haglél 2 Of Monsters and Men ............ My Head is an Animal 3 Adele .................................................................................. 21 4 Ýmsir ...................... Söngvakeppni Sjónvarpsins 2012 5 Leonard Cohen .................................................Old Ideas 6 Bruce Springsteen ....................................Wrecking Ball 7 Helgi Björnsson ........Íslenskar Dægurperlur í Hörpu 8 Valgeir Guðjónsson .....................Spilaðu lag fyrir mig 9 Sigurður Guðm. og Sigríður Thorl. ......... Ásamt Sinfó 10 Whitney Houston .......................... Ultimate Collection Madonna er mætt til leiks enn á ný með sína tólftu hljóðversplötu. Hún er sú fyrsta á ferli hennar sem kemur ekki út hjá Warner. Tólfta hljóðversplata Madonnu heitir MDNA og er hennar fyrsta í fjögur ár, eða síðan Hard Candy kom út. Sú fór beint á toppinn í 37 löndum og seldist í fjórum milljón- um eintaka. Útgáfan er samstarfsverk- efni þriggja fyrirtækja, eða Boy Toy sem er í eigu Madonnu, Live Nation Entertainment og Inter- scope Records. Þar með verður þetta fyrsta platan á löngum ferli Madonnu sem kemur ekki út hjá Warner Bros. Records sem hún samdi við árið 1982. Fyrsta smáskífulagið, Give Me All Your Luvin’, kom út í byrjun febrúar þar sem gestasöngkonur voru Nicki Minaj og M.I.A. Þær sungu einmitt með Madonnu í hálf- leik Ofurskálar bandaríska fótbolt- ans. Lagið fór beint í efsta sæti danslista Billboard og er 41. lag Madonnu sem nær þeim árangri. Annað smáskífulagið sem er nýkomið út heitir Girl Gone Wild. Lagið Masterpiece er einnig á plöt- unni. Það fékk Golden Globe-verð- launin fyrr á árinu en það hljómar í kvikmyndinni W.E. sem Madonna leikstýrði. Söngkonan, sem verður 54 ára í ágúst, tók MDNA upp í New York og Los Angeles í samstarfi við William Orbit sem vann með henni við hina vinsælu Ray of Light sem kom út 1998 og hefur selst í um tuttugu milljónum eintaka. Tveir aðrir upptökustjórar sem eru einn- ig þekktir fyrir elektrónískt popp, Frakkinn Martin Solveig og Ítalinn Marco „Benny“ Benassi, eiga einn- ig stóran þátt í plötunni. MDNA, sem kemur út eftir helgi, hefur fengið góða dóma. Rolling Stone gefur henni þrjár og hálfa stjörnu og heldur því fram að Madonna geri upp skilnað sinn við leikstjórann Guy Ritchie á plöt- unni. The Independent gefur plöt- unni fjórar stjörnur og segir að Madonna sé enn drottning popps- ins, Lady Gaga eigi ekkert í hana. Blaðamaður Billboard fullyrðir það sama í umfjöllun sinni. Eins og svo oft áður ætlar Mad- onna í risavaxna tónleikaferð um heiminn til að fylgja plötunni eftir. Hún hefst í Ísrael 29. maí og lýkur 20. nóvember í borginni Miami. freyr@frettabladid.is Poppdrottning snýr aftur POPPDROTTNING Madonna gefur eftir helgi út sína tólftu hljóðversplötu, MDNA. NORDICPHOTOS/GETTY Don Van Vliet, sem kallaði sig Captain Beefheart, er einn af merki- legustu tónlistarmönnum rokksögunnar. Hann féll frá í desember 2010, en þessa dagana er samt að koma út með honum áður óútgefin plata, Bat Chain Puller sem var tekin upp árið 1976. Ekkert varð af útgáfunni þá vegna ósættis á milli Beefheart og Frank Zappa, en plötufyrirtækið hans Discreet ætlaði að gefa hana út. Þó að Bat Chain Puller sé fyrst að koma út núna, 36 árum á eftir áætlun, þá þekkja harðir Beefheart- aðdáendur hana samt vel. Upphaflegu upptökurnar komust í hendurnar á sjó- ræningjaútgáfu sem gaf þær út, í litlum gæðum að vísu, og margar aðrar fylgdu í kjölfarið. Auk þess tók Beefheart nokkur laganna á plötunni upp aftur tveimur árum seinna og gaf út undir nafninu Shiny Beast (Bat Chain Puller). Eftir fráfall Franks Zappa (sem hélt útgáfuréttinum) árið 1993 vildu afkom- endur hans gefa plötuna út, en þá var Beefheart alfarið á móti því. Það er þess vegna ekki fyrr en núna þegar þeir eru báðir farnir yfir móð- una miklu sem hægt er að koma þessari fínu plötu út. Bat Chain Puller er mjög flott Beefheart-plata, full af þessum sér- einkennum sem gerðu karlinn svona skemmtilegan. Tónlistin er sam- bland af blús, djassi og rokki með skrýtnum töktum og hljóðum, hug- myndaríkum textum og einstökum söng. Nýja útgáfan hljómar mjög vel og greinilegt að þeir sem sáu um hljóðvinnslu hjá VAULTernative Records, útgáfufyrirtæki Zappa-fjölskyldunnar, hafa sett metnað í verkið. Þrjátíu og sex árum seinna hljómar Beefheart ennþá ferskur. Betra seint en aldrei! Betra seint en aldrei NÝTT GAMALT FRÁ BEEFHEART Bat Chain Puller var tekin upp 1976, gefin út 2012. > Í SPILARANUM AMFJ - Bæn Paul Weller - Sonik Kicks Schoolboy Q - Habits & Contradictions Odd Future - The Odd Future Tape, Vol 2 AMFJ PAUL WELLER Teiknimynd Bítlanna, Yellow Submarine, frá árinu 1968 hefur verið endurunnin stafrænt og verður gefin út á mynddiski 28. maí. Plata með tónlist myndarinnar verður endurútgefin sama dag. John Lasseter, yfirmaður hjá Pixar og Disney, skrifar í sextán blaðsíðna bækling sem fylgir með útgáfunni. „Sem aðdá- andi teiknimynda og sem kvikmynda- gerðarmaður, tek ég ofan fyrir þeim sem bjuggu til Yellow Submarine. Byltingar- kennt starf þeirra ruddi brautina fyrir fantas- íuheim teiknimyndanna sem við höfum svo gaman af í dag,“ skrifaði hann. Meðal laga í myndinni eru titillagið Yellow Submarine, Eleanor Rigby, When I´m Sixty Four, Lucy in the Sky with Diamonds og All You Need Is Love. > PLATA VIKUNNAR ★★★★ ★ Myrra Rós - Kveldúlfur „Fyrsta plata Myrru Rósar er gæða- gripur.“ - TJ Stafrænir Bítlar milljónir platna hefur Madonna selt um allan heim. Hún er söluhæsti kvenkyns tónlistar- maður allra tíma. 300

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.