Fréttablaðið - 22.03.2012, Síða 56

Fréttablaðið - 22.03.2012, Síða 56
22. mars 2012 FIMMTUDAGUR40 bio@frettabladid.is Gamanmyndin Friends with Kids verður frumsýnd hér á landi annað kvöld og fer einvala lið leikara með aðal- hlutverkin í myndinni. Kvikmyndin segir frá vinunum Julie og Jason sem ákveða að eignast saman barn og ala það upp án frekari skuldbindinga. Vinir þeirra verða nokkuð hissa við fréttirnar og enn frekar þegar þau átta sig á því að Julia og Jason virðast ánægð með fyrirkomu- lagið. Það kemur þó babb í bátinn þegar þau verða bæði ástfangin af öðrum. Leikkonan Jennifer Westfeldt fer með hlutverk Juliu í kvikmynd- inni, skrifar handritið og leikstýr- ir kvikmyndinni en Friends with Kids er frumraun hennar sem leik- stjóra. Eiginmaður Westfeldt, leik- arinn Jon Hamm, fer einnig með hlutverk í myndinni ásamt Krist- en Wiig, Mayu Rudolph, Chris O‘Dowd, Edward Burns og Megan Fox. Hugmyndin að handritinu varð til þegar vinir Westfeldt og Hamms fóru að eignast börn og hurfu smátt og smátt úr lífi þeirra hjóna. Vinur þeirra og mótleikari, Adam Scott, hefur viðurkennt að þetta sé ekki fjarri lagi því hann og eiginkona hans „urðu hræðileg- ir vinir“ því þau höfðu engan tíma til að rækta vinskap sinn við „Jen og Jon eftir barneignir“. VINSKAPUR OG BARNEIGNIR VINIR OG BÖRN Gamanmyndin Friends With Kids verður frumsýnd annað kvöld. Hún skartar meðal annars Jon Hamm, Kristen Wiig og Megan Fox. ■ Frá upphafi var ákveðið að Jon Hamm færi með eitt hlutverkanna í myndinni og því þurfti að hafa hraðar hendur við framleiðslu hennar. Myndin var tekin upp á fjórum vikum, á meðan Hamm var í fríi frá tökum á Mad Men- þáttaröðinni. ■ Jennifer Westfeldt hreppti lítið hlutverk í gamanþáttunum Two Guys, a Girl and a Pizza Place stuttu eftir að hún flutti til Hollywood. Þættirnir eru þeir sömu og færðu Ryan Reynolds frægð og frama. ■ Kristen Wiig, Jon Hamm, Maya Rudolph og Chris O‘Dowd fóru öll með nokkuð stór hlutverk í hinni geysivinsælu gamanmynd Bridesmaids. ■ Maya Rudolph og Kristen Wiig hafa notið mikilla vinsælda fyrir leik sinn í gamanþáttunum Saturday Night Live. TEKIN UPP Á FJÓRUM VIKUM Leikstjórinn Michael Bay náði að reita aðdáendur teikni- myndanna Teenage Mutant Ninja Turtles til reiði þegar hann sagði að þær yrðu utan úr geimnum í nýrri kvikmynd. Bay var staddur á kynningu á vegum Nickelodeon-sjónvarps- stöðvarinnar þegar hann lét ummælin falla og urðu aðdá- endur þáttanna margir hverj- ir óánægðir með þau áform. „Þegar við höfum lokið okkur af munu börn trúa því að þessar skjaldbökur séu í raun til. Þær eru utan úr geimnum og verða harðar, fyndnar og elskulegar,“ sagði leikstjórinn. Í upprunalegu teiknimyndun- um um skjaldbökurnar er bak- grunnur þeirra sá að fjórir unglingspiltar komast í snert- ingu við eiturefnaúrgang og breytast í kjölfarið í risavaxn- ar skjaldbökur. Aðdáendur þáttanna vilja ekki sjá þessu breytt. Bay blæs þó á allar mótbárur og sagði aðdáendunum að slappa af. „Þeir þurfa að anda djúpt og taka því rólega. Við ætlum að halda í allt það gamla og góða en bæta svolítið við það.“ Bay segir aðdáend- um að slappa af BLÆS Á MÓTBÁRUR Michael Bay segir aðdáendur Teenage Mutant Ninja Turtles geta andað rólega. Ný mynd um skjaldbökurnar er í bígerð. NORDICPHOTOS/GETTY Helgin verður frekar róleg þegar kemur að frumsýningum, en aðeins eru tvær myndir frumsýndar. Auk myndarinnar Friends with Kids, sem er fjallað um hér að neðan, er það myndin The Hunger Games sem kemur í kvikmyndahúsin. Myndin fjallar um hina 16 ára gömlu Katniss Everdee og þátttöku hennar í svokölluðum Hunger Games sem haldnir eru árlega í rústum Norð- ur-Ameríku. Þar eru tólf umdæmi, og öll eru þau neydd til að tilnefna einn strák og eina stelpu á aldrinum 12 til 18 ára sem verða þjálfuð í bardaga- færni og taka þátt í leikunum. Leikar þessir eru sýndir beint í sjónvarpi, og aðeins ein regla gildir í þeim: Dreptu eða vertu drepinn. Sigurvegari leik- anna er sá sem stendur einn eftir á lífi í lokin. Þegar yngri systir Katniss var valin sem fulltrúi tólfta umdæmis- ins á leikana stígur Katniss fram og gefur kost á sér í stað hennar. Þar sem hún kemur til með að etja kappi við unglinga sem hafa verið að þjálfa fyrir leikana alla sína ævi, lítur hún á þátttökuna sem dauðadóm, en hún ákveður þó að berjast með öllu sem hún á til. Jennifer Lawrence, Josh Hutcher- son og Liam Hemsworth fara með aðalhlutverk í myndinni, sem einn- ig skartar nöfnum á borð við Woody Harrelson og Lenny Kravitz. - trs Unglingar berjast fyrir lífi sínu DAUÐADÓMUR Katniss Everdee telur sig ekki eiga mikla möguleika á að komast lífs af frá Hunger Games-leikunum þar sem aðeins einn þátttakandi af 24 lifir af. ★★★★★ ACT OF VALOR „Hermennirnir geta nánast ekkert leikið og samtölin þeirra á milli eru svo klaufaleg að hliðstæðu þeirra má helst finna í klámmyndum.“ ★★★★★ PROJECT X „Hressilegt partý en fremur mis- heppnuð mynd.“ ★★★★★ JOHN CARTER „En myndin sem hér er til umræðu nær aldrei almennilegu flugi og bendi ég á þunglamalegt handritið og oflengd sjálfrar myndarinnar sem helstu sökudólga.“ - hva ★★★★★ SVARTUR Á LEIK „Svartur á leik húðar viðfangsefni sitt ekki í sykur. Óskar og félagar sýna raunverulega mynd af sýndarheim- inum í frábærri spennumynd.“ - afb KVIKMYNDARÝNI Lloret de Mar á Costa Brava er nýr áfangastaður Express ferða á Spáni. Lloret de Mar er heillandi strandbær sem býður upp á frábæra og fjölskylduvæna afþreyingu; skemmtigarða, köfun, sólarstrendur, golfvelli og barnvæn leiksvæði. Allar nánari upplýsingar á www.expressferdir.is Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 3 börn, 2–11 ára í junior-svítu. Flogið út 8. júní. Netverð á mann m.v. 2 fullorðna frá 117.800 kr. F í t o n / S Í A Sólarferðir Costa Brava Verð á mann í 7 daga, frá: ALLTINNIFALIÐ! Guitart Central Park I Gold SP ÁN N 98.200 kr. expressferdir.is 5 900 100 4, 7, 10, 11 OG 14 DAGA FERÐIR Í BOÐI Leikstjórinn Darren Aronofsky á nú í samningaviðræðum við leik- arann Russell Crowe um að fara með aðalhlutverkið í næstu kvik- mynd leikstjórans, Noah. Ísland kom til greina sem helsti tökustaður kvikmyndar Aronof- skys um Nóa og örkina hans, en það hefur þó ekki verið staðfest. Leikarinn Christian Bale var lengi orðaður við hlutverk Nóa en nú þykir víst að Crowe muni hreppa það. Náist samningar er ætlunin að hefja tökur í júlí en kvikmyndin segir frá sköpun jarðar og þeim tíma sem Nói var uppi samkvæmt fyrstu Mósebók. Crowe líkleg- ur sem Nói Í VIÐRÆÐUM Russell Crowe er í við- ræðum við Darren Aronofsky um hlutverk Nóa í nýrri kvikmynd þess síðarnefnda. NORDICPHOTOS/GETTY > SELDI EFTIRLÍKINGAR Hasarmyndaleikarinn Jason Stat- ham græddi stórfé á því að selja alls kyns eftirlíkingar af skartgrip- um á götum London áður en hann varð frægur. Hann græddi allt að 250 þúsund krónum á einum degi á viðskiptunum og seldi meðal annars úr, keðjur, armbönd og fleira.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.