Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.03.2012, Qupperneq 63

Fréttablaðið - 22.03.2012, Qupperneq 63
FIMMTUDAGUR 22. mars 2012 47 Flott efni á frábæru verði! Opið: Virka daga 10-18 • fimmtudaga til 21 Laugardaga 11-15 Satin spandex, margir litir - verð 890,- kr. m. Leggingsefni, margar gerðir - verð frá 1.780,- kr. m. PU (gervileður), margir litir - verð frá 2.780,- kr. m. Satin- og Organzaborðar, margir litir - verð frá 38,- kr. m. Rennilásar, mikið úrval og litir, t.d. grófir plast 50 sm - verð 365,- kr. stk. Fallegir skrautborðar, mikið úrval og frábær verð! Þökkum frábærar móttökur – finndu okkur á Facebook Rokkgoðin Gene Simmons og Tommy Lee eru ekki aðdáendur söngkonunnar Rihönnu ef marka má ummæli sem þeir létu falla fyrir stuttu. Simmons og Lee voru staddir á kynningarfundi vegna tónleikarað- ar sem KISS og Mötley Crue halda í sumar. „Við erum dauðþreyttir á stelpum sem mæta á sviðið og nudda sér upp við dansara og syngja við karókítónlist,“ sagði Simmons og Lee tók í sama streng. „Við viljum ekki móðga Rihönnu, hún er frábær söngkona, en við vilj- um tónlist með meiri persónuleika. Tónleikar í dag eru nánast engu skárri en þáttur af American Idol,“ sagði Lee. Ekki hrifinn af Rihönnu EKKI AÐDÁANDI Gene Simmons úr KISS er ekki aðdáandi ungra popp- stjarna á borð við Rihönnu. NORDICPHOTOS/GETTY Söngkonan Jessica Simpson á von á sínu fyrsta barni í lok næsta mánaðar. Simpson var gestur í sjónvarpsþættinum Jimmy Kimmel Live í byrjun vikunnar og þar ræddi hún meðgönguna á einlægan hátt. „Mér líður eins og ég gangi um með keilukúlu. Mér hefur einnig verið sagt að ég sé með mikið leg- vatn og að þegar ég missi vatnið muni það líta út eins og gusa úr slökkvislöngu,“ sagði söngkonan og bætti við að hún væri vissu- lega tilbúin fyrir fæðinguna og vonaðist til þess að barnið kæmi sem fyrst. Kimmel tók þátt í gríninu og gantaðist með það að maginn á söngkonunni væri svo stór að það mætti halda að hún gengi með full- orðna manneskju. Vonar að barnið komi sem fyrst RÆÐIR MEÐGÖNGUNA Jessica Simpson ræddi meðgöngu sína við Jimmy Kimmel í byrjun vikunnar. NORDICPHOTOS/GETTY Kiefer Sutherland segir að persónan sem hann leikur í nýjum sjón- varpsþáttum, Touch, sé álíka hugrökk og Jack Bauer sem hann lék í spennuþáttunum 24. Leikarinn vonast til að fólk kunni að meta persónu sína, Martin Bohm, sem reynir að ná tengslum við mállausan son sinn í þáttun- um. „Það er margt líkt með Touch og 24. Á sama hátt og Jack þurfti að glíma við óyfirstíganlegar hindranir mun Martin aldrei eiga þetta ákjósanlega samband sem faðir og sonur vonast til að eiga,“ sagði Sutherland. „Hann berst fyrir betra sambandi við son sinn og þess vegna eru báðar persónurnar hugrakkar á sinn hátt.“ Spurður hvað fékk hann til að leika í þáttunum sagði leikarinn að handritið hefði verið afar heillandi og uppfullt af von. „Hugmyndin um að ná þessum tengslum fékk mig til að hugsa meira um þá ábyrgð sem ég þarf að gangast við í eigin lífi.“ HUGREKKI Kiefer Sutherland segir að persónan sín í Touch sé álíka hugrökk og Jack Bauer. Álíka hugrökk og Jack Bauer Harry Potter-leikarinn Jamie Waylett, sem fór með hlutverk hins illgjarna Vincents Crabbe, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir dólgslæti og að vera með þýfi undir höndum. Atburðurinn átti sér stað í óeirðunum sem ríktu í London síðasta sumar og náðu eftirlits- myndavélar myndum af Waylett er hann gekk um með bensín- sprengju í höndum og drakk úr stolinni kampavínsflösku. Dómari málsins lét þau orð falla að þó Waylett hafi ekki kveikt í sprengjunni hafi hann hagað sér á ógnandi máta og stefnt öðrum í hættu. Potter-leikari í fangelsi Í FANGELSI Jamie Waylett, sem lék í kvikmyndunum um Harry Potter, hefur verið sendur í tveggja ára fangelsi. NORDICPHOTOS/GETTY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.