Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.03.2012, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 22.03.2012, Qupperneq 70
22. mars 2012 FIMMTUDAGUR54 MORGUNMATURINN Cheerios og rúsínur, lýsi og eitt glas af appelsínusafa. Það stein- liggur. Arnaldur Birgir Konráðsson, stofnandi, eigandi, þjálfari og framkvæmdastjóri Boot Camp. Enski tónlistarmaðurinn Bryan Ferry bættist fyrir skömmu í stór- an hóp eldri tónlistarmanna sem sækja Ísland heim á þessu ári. Meðal annarra sem stíga hér á svið eru James Taylor, Tony Bennett, Don McLean og Manfred Mann, sem eiga það allir sameiginlegt að vera komnir vel yfir sextugt. Inni á milli leynast yngri flytjendur en langyngst er þó Azealia Banks sem er rétt skriðin yfir tvítugt. Hún dregur meðalaldur þeirra sem hingað koma mikið niður en hann hljómar upp á 58,6 ár. Aðspurður segist tónlistarspek- ingurinn Dr. Gunni efast um að það seljist upp á alla þrettán tón- leikana sem tilkynnt hefur verið um. „Það mætti segja mér að eitt- hvað af þessu dóti verði slegið af vegna áhugaleysis. Þetta ber vott um pitsu- og videóleiguæði þar sem allir fara að gera það sama á sama tíma,“ segir Gunni. „2008 var líka gamalmennaár. Þá voru tónleikar með John Fogerty, Bob Dylan, Paul Simon, Eric Clapton og svoleiðis gaurum. Þá valdist allt á sama tíma en maður vonar að þetta gangi allt saman vel og að enginn fari á hausinn.“ Hann er ekki harður á því að það verði að flytja inn yngra tón- listarfólk til landsins. „Ef einhver er að kvarta yfir því að það sé ekki nógu ungt lið að koma verða þeir að gjöra svo vel að fara bara í þetta sjálfir.“ Dr. Gunni ætlar að fara á nokkra tónleika, eða 10cc og Elvis Costello, auk þess sem Bryan Ferry og Manfred Mann’s Earth Band eru á hans áhugasviði. Hann viðurkennir að margir þeirra sem eru á leiðinni hingað séu orðnir útbrunnir en samt sé tónlist- in þeirra klassísk. „Þetta lið er náttúrulega löngu búið að gera sitt besta „stöff“. Ég er búinn að reikna það út að í poppmúsík eru allar bestu plötur sögunnar búnar til af 26 ára gömlu fólki. Þetta er vísindaleg niðurstaða sem ég fékk eftir að hafa tekið saman nokkra lista yfir bestu plötur aldarinnar. Það er því kannski ekki skrítið að allir stúti sér þegar þeir verða 27 ára,“ segir hann og hlær. „En þú færð allt sem er ekki útbrunnið á Airwaves. Það er reyndar ekki lið sem er að toppa um þessar mund- ir. Þess vegna er tvímælalaust sóknarfæri í svoleiðis tónleikum.“ freyr@frettabladid.is DR. GUNNI: ÞEIR SEM KVARTA VERÐA SJÁLFIR AÐ FLYTJA INN YNGRA FÓLK Meðalaldur væntanlegra tónlistarmanna um sextugt ERLENDIR FLYTJENDUR Á LEIÐ TIL ÍSLANDS 100 80 60 40 20 0 21 . a pr íl 24 . a pr íl 16 . m aí 18 . m aí 27 . m aí 31 . m aí 3. jú ní 6. jú ní 10 . j ún í 21 .- 22 . j ún í 19 . j úl í 10 . á gú st 17 . o kt ób er Al du r Azealia Banks Buika Yann Tiersen John Grant Elvis Costello James Taylor Ian Anderson Graham Goldman Bryan Ferry Don McLean Chick Corea Manfred Mann Tony Bennett Védís Vandíta Guðmundsdóttir, tónlistarkennari og meðlimur í hljómsveitinni Galaxies, er stofn- andi og stjórnarmeðlimur nýstofnaðs Stjörnu- fræðifélags Vestmannaeyja. Fyrsti fundur félags- ins fór fram í byrjun vikunnar og fór aðsóknin fram úr björtustu vonum. Védís segir stjörnuskoðun vera hennar helsta áhugamál fyrir utan tónlistina. Ákveðið var að stofna stjörnuskoðunarfélag í Vestmannaeyjum eftir að nokkrir áhugamenn komu sér saman um að byggja upp áhugann á faginu í bænum. Alls mættu um þrjátíu einstaklingar á fyrsta fund félagsins á þriðjudag sem lýsir miklum áhuga Vestmannaeyinga á stjörnuskoðun. „Ég hef haft mikinn áhuga á þessu allt frá því ég var barn, þetta lá þó í svolitlum dvala á meðan tónlistin átti hug minn allan, en hefur nú bloss- að aftur upp. Ég á tvo stjörnukíkja sem ég nota mikið á veturna þegar maður er nógu heppinn að fá stjörnubjört kvöld,“ upplýsir Védís sem hyggur jafnvel á nám í greininni í nánustu framtíð. Hún segir stjörnuskoðun vera hollt áhugamál og fylgist sjálf spennt með uppgötvunum Keplers- sjónaukans. „Stjörnuskoðun gerir mér gott því þá átta ég mig á því hvað lítilsháttar vandamál eru í raun agnarsmá miðað við stærra samhengi. Þetta er líka bara gaman og fyrir mína parta varð ekki aftur snúið þegar ég var á annað borð byrjuð. Ég fylgist núna spennt með Keplerssjónaukanum og bíð bara eftir því að hann finni plánetu með öðru lífkerfi.“ Stjörnufræðifélag Vestmannaeyja heldur mán- aðarlega fundi og stefnir einnig á samvinnu við grunn- og framhaldsskólann í bænum. „Okkur langar að byggja þetta upp af krafti,“ segir Védís að lokum. - sm Söngkona Galaxies stofnar stjörnufræðifélag STOFNANDI STJÖRNUSKOÐUNARFÉLAGS Védís Vandíta Guðmundsdóttir tónlistarkona er stofnandi og stjórnarmeðlimur nýstofnaðs Stjörnufræðifélags Vestmannaeyja. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON „Þetta er mikið ævintýri,“ segir leikstjórinn Gunnar Björn Guð- mundsson, sem hefur leikstýrt áramótaskaupinu á RÚV síðustu ár. Gaflaraleikhúsið frumsýnir í dag klukkan 18 Ævintýri Múnkhá- sens, eftir Sævar Sigurgeirsson. Leikarar á borð við Gunnar Helga- son, Ágústu Evu Erlendsdóttur og Magnús Guðmundsson fara með hlutverk í sýningunni og leikstjór- inn Gunnar, sem leikstýrir reynd- ar ekki þessu verki, stígur einnig á svið. Spurður hvort hann hafi gert Ágústu Skúladóttur, leikstjóra verksins, erfitt fyrir með stöð- ugum aðfinnslum segir Gunnar svo ekki vera. „Ég skil hvað leik- stjórinn þarf að gera til að gera verkið frábært. Leikarinn verður að spila með,“ segir hann. Hann tekur þó fram að það sé bæði erf- itt og gaman að stíga á svið á ný, en það gerði hann síðast fyrir sjö árum. „Þetta er rosalega góður skóli. Maður er alltaf að læra. Nú verð ég að gera það sem ég er búinn að vera að segja öðrum að gera. Þá öðlast ég skilning á sárs- auka þeirra,“ segir hann og rekur upp hrossahlátur. Ævintýri Múnkhásens virðist höfða til allra aldurshópa. Forsýn- ingar hafa staðið yfir og Gunnar segir að börn allt niður í tveggja ára gömul hafi skemmt sér konung- lega ásamt unglingum og gamal- mennum. „Þetta er fjölskyldusýn- ing,“ segir hann. Miðasala á sýninguna fer fram á vefsíðunni Midi.is. - afb Skaupsstjórinn stígur á svið HNEGG Gunnar í hlutverki sínu sem litháíski hesturinn í sýningunni Ævintýri Múnkhásens.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.