Fréttablaðið - 29.03.2012, Síða 4

Fréttablaðið - 29.03.2012, Síða 4
29. mars 2012 FIMMTUDAGUR4 GENGIÐ 28.03.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 230,6463 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,36 126,96 201,20 202,18 168,60 169,54 22,671 22,803 22,165 22,295 18,981 19,093 1,5214 1,5302 195,38 196,54 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Við styðjum þig STOÐ P O R T hö nn un FARSÍMI Flestir símar geta tengst netinu og þannig geta farsímanotendur notað forrit á borð við Skype og Viber. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SVÍÞJÓÐ Stjórnendur símafyrir- tækja í Svíþjóð vilja koma í veg fyrir að farsímanotendur geti notað Skype og Viber, forrit sem gera fólki kleift að hringja frítt í gegnum internetið. Talskona Telia í Svíþjóð segir að tæknin sé fyrir hendi til að loka á ókeypis símtölin. Frá þessu er sagt í sænska ríkisútvarpinu. Fyrirtæki í fleiri Evrópulöndum eru sögð íhuga þennan mögu- leika. Framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins gæti þó stöðvað þessar fyrirætlanir, en þar er verið að íhuga bann við hömlum af þessu tagi. Fyrirtæki megi ekki skipta sér af netnotkun með þessum hætti. - þeb Farsímafyrirtæki í Svíþjóð: Vilja banna Skype í símum ALÞINGI Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokks, vill fá að vita hvort starfsmenn RÚV hafi þegið kynnisferðir kostaðar af Evrópusambandinu eða stofn- unum þess, þar á meðal Evrópu- stofu. Einnig vill þingmaðurinn vita hvort RÚV hafi tekið við fjár- munum frá ESB í þeim tilgangi að kynna starfsemi þess. Þetta er meðal þess sem kom fram í fyrir- spurn Ásmundar til Katrínar Jak- obsdóttur, mennta- og menningar- málaráðherra, á þriðjudag. Þá kom einnig fram í fyrirspurn þingmannsins hvort stjórn RÚV, útvarpsstjóri, dagskrárstjóri og fréttastjóri hefðu mótað reglur um samskipti RÚV við ESB vegna aðildarviðræðna Íslands. - sv Ásmundur vill svör um RÚV: Spyr um tengsl RÚV og ESB Í frétt í blaðinu í gær af umferðar- málum á Miklubraut var missagt í undirfyrirsögn að tillaga Hverfisráðs Hlíða fæli í sér að aksturstefna á ystu akreinum yrði breytileg. Hið rétta er að hverfisráðið leggur til að aksturstefnan verði breytileg á innri akreinunum tveimur. HALDIÐ TIL HAGA REYKJAVÍKURBORG Stjórnsýsluút- tektir á stjórnkerfi borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur munu kosta borgina samtals 58,1 milljón króna fram á árið 2013 samkvæmt áætlun sem borgarráð hefur sam- þykkt. Á þessu ári er áætlað að 21,6 milljónir króna fari til úttektar- nefndar á stjórnkerfi borgar- innar og 10 milljónir á næsta ári. Nefndin var skipuð á síðasta ári í tilefni hrunsins og skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis. Úttekt á OR sem hófst í fyrra á síðan að kosta samtals 26,5 milljónir. - gar Úttektir á OR og borginni: Tugmilljónir í kerfisúttektir Hafís færist frá landi Hafís sem verið hefur á Vestfjarða- miðum undanfarið færist nú frá landinu. Fyrir viku var ísbrúnin 50 sjómílur frá Straumnesi en hún er nú komin í 90 sjómílna fjarlægð. VESTFIRÐIR ÍÞRÓTTIR Fjöldi fólks og hunda tók þátt í Íslandsmeistaramóti Sleða- hundaklúbbs Íslands á Mývatni um síðustu helgi. Veðrið lék við keppendur, sem voru 28 talsins, og keppt var í 21 grein. Er þetta í annað sinn sem keppnin er haldin á vegum Sleðahundaklúbbs Íslands. Klúbburinn er félagsskapur áhugafólks um sleðahunda með 55 virka þátttakendur. Alls eru 125 félagsmenn á skrá, að sögn Önnu Marínar Kristjánsdóttur, for- manns klúbbsins. „Þetta verður árlegur viðburður hjá okkur, þetta gengur svo vel,“ segir Anna, og bætir við að mikil breyting hafi orðið til hins betra síðan síðasta mót var haldið, í mars árið 2010. „Þá vissum við lítið hvað við vorum að gera, en þróunin hefur verið ör síðan þá. Nú vorum við öll á sama stað.“ Þrjár tegundir hunda tóku þátt í mótinu í ár; siberian husky, græn- lenskir sleðahundar og labrador. Meðal sigurvegara voru Sigurður B. Baldvinsson í flokki fullorðinna og Iðunn Pálsdóttir í barnaflokki. - sv Þrjár hundategundir tóku þátt í Íslandsmeistaramóti Sleðahundaklúbbsins: Sleðahundasport vaxandi grein FYRSTU KEPPENDUR KOMA Í MARK Alls tóku 28 manns þátt í keppninni sem var haldin í annað sinn í ár. MYND/SIGURÐUR MAGNÚSSON HEILSA Dagleg inntaka af aspiríni getur komið í veg fyrir myndun krabbameins og getur jafnvel hjálpað til við krabbameinsmeð- ferð. Læknablaðið The Lancet greinir frá þessu í þremur nýjum rannsóknum. Einnig eru vísbendingar um að lyfið geti heft útbreiðslu ákveðinna tegunda krabba- meins. Prófessor við Oxford-háskóla segir hins vegar að ekki liggi nægar sannanir fyrir þessu að svo stöddu. Ný rannsókn um aspirín: Gæti unnið gegn krabbameini VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 16° 11° 11° 16° 17° 11° 11° 21° 17° 15° 14° 29° 12° 20° 16° 8° Á MORGUN 3-8. LAUGARDAGUR 5-10 m/s. 6 6 7 7 5 8 10 10 9 8 8 5 8 8 9 7 7 6 8 5 8 5 -1 -2 8 6 2 2 3 2 7 6 FÍNT VEÐUR Það verður ágætt veður áfram á landinu næstu daga. Styttir víðast upp vestan til í mildu veðri í dag en kólnar á morgun einkum norðaustanlands. Hægur vindur á morgun og víðast úrkomulítið. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður SAMFÉLAGSMÁL Ættleiðingar barna erlendis frá eru í uppnámi ef ekki næst að semja við ríkið um hærri fjárframlög. Þetta segir formaður Íslenskrar ættleiðingar (ÍÆ), Hörður Svavarsson. Komið getur til þess síðar á árinu að félagið þurfi að hætta að taka við nýjum umsóknum frá verðandi foreldrum. „Ef við fáum ekki hærri fjár- framlög er þessum kafla í Íslands- sögunni lokið,“ segir Hörður. „ Þjónusta til félagsmanna verður skorin niður og ættleiðingarsam- bönd við erlend ríki sett í hættu.“ Til stóð að halda aðalfund hjá ÍÆ í gær, en honum var frestað vegna ríkjandi óvissu um fram- tíð fé lagsins vegna uppnáms við þjónustusamninga ríkisins og við- varandi fjármagnsskorts. Því var ákveðið að halda almennan félags- fund í staðinn þar sem greint yrði frá stöðunni. „Ríkið leggur félaginu á hendur töluvert miklar skyldur og það kostar mikla peninga að standa undir þeim,“ segir Hörður. Félagið hefur verið í samstarfi við ráðu- neytið í þrjú ár, en nú segir hann stöðuna orðna mjög alvarlega og því hafi verið tekin sú ákvörðun að gera félagsmönnum grein fyrir henni á fundi gærkvöldsins. Að sögn Harðar hefur stjórnin átt í viðræðum við Ögmund Jón- asson innanríkisráðherra í tölu- verðan tíma til að reyna að bæta fjárhagsgrundvöll félagsins, en hlutverk þess er meðal annars skýrt í hinum ýmsu lögum og reglu- gerðum er varða ættleiðingu. Farið hefur verið fram á það við ráðu- Ættleiðingar erlendis frá gætu hætt á árinu Íslensk ættleiðing gæti þurft að hætta að taka við nýjum umsóknum á árinu náist ekki samningar við innanríkisráðuneytið. Fara fram á fimmfalt fjárfram- lag frá ríkinu. Meira en 600 börn hafa komið hingað til lands í gegn um ÍÆ. FLEST FRÁ KÍNA Á UNDANFÖRNUM ÁRUM Á undanförnum árum hafa flest börn komið hingað til lands frá Kína, en alls hafa fleiri en 600 börn flust til Íslands frá fjórum löndum í gegn um Íslenska ættleiðingu. NORDICPHOTOS/GETTY Meira en 600 börn hafa flust hingað til lands á þeim 34 árum sem Íslensk ættleiðing hefur verið starfandi. Flest hafa þau komið frá Kína og Indlandi, en einnig frá Kólumbíu og Tékklandi. Meira en 600 börn til Íslands á 34 árum neytið að fimmfalda fjárframlög til málaflokksins í ár, bæði til stjórn- sýslunnar og félagsins, en framlög- in voru engu að síður skorin niður síðan í fyrra. Að sögn Harðar er enginn ágreiningur við ráðuneyt- ið um verkefnin sem ÍÆ á að sinna eða kostnað við vinnslu þeirra. Innanríkisráðherra tók málefni ættleiðingafélagsins fyrir fund rík- isstjórnarinnar þann 9. mars síðast- liðinn. Þó hefur ekkert heyrst frá ráðu neytinu síðan þá. Ekki náðist í Ögmund í gærkvöld, en hann er staddur erlendis. sunna@frettabladid.is Ef við fáum ekki hærri fjárframlög er þessum kafla í íslandssögunni lokið. HÖRÐUR SVAVARSSON, FORMAÐUR ÍSLENSKRAR ÆTTLEIÐINGAR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.