Fréttablaðið - 29.03.2012, Síða 6

Fréttablaðið - 29.03.2012, Síða 6
29. mars 2012 FIMMTUDAGUR6 Póstdreifing - Suðurhraun 1 210 Garðabær - Sími 585 8300 www.postdreifing.is fjölpósti, blöðum, tímaritum, bréfum og vörum. Okkar hlutverk er að dreifa Fundir og ráðstefnur Veislusalurinn er vel tækjum búinn og er því tilvalinn fyrir hvers kyns ráðstefnur og fundi, stóra sem smáa. Í salnum er meðal annars hágæða hljóðkerfi, skjávarpi, flettitafla og púlt. Starfsfólk okkar veitir þér ráðgjöf varðandi veitingar og annað sem huga þarf að. GLÆSILEGUR VEISLUSALUR! Náttúruparadís í hjarta borgarinnar www.nautholl.is www.facebook.com/nautholl nautholl@nautholl.is sími 599 6660 HB23AB220S Bakstursofn (fullt verð: 159.900 kr.) Einnig fáanlegur í stáli. ET645EN11 Keramíkhelluborð (fullt verð: 119.900 kr.) Tækifærisverð AFGANISTAN, AP Um 400 konur sitja nú í fangelsi í Afganistan fyrir siðferðisbrot, sem einkum felast í því að hafa strokið að heiman, framið hjúskaparbrot eða jafn- vel bara komið sér í aðstæður þar sem möguleiki er á að þeim verði nauðgað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá mannréttindasam- tökunum Human Rights Watch, þar sem greint er frá viðtölum við 58 konur. Allar hafa þær setið í fangelsi fyrir ofangreind atriði, þrátt fyrir að þau séu ekki refsi- verð að afgönskum lögum. Í lögunum er engu að síður heimild til þess að refsa fyrir brot gegn siðalögum íslamstrúar. Dóm- stólar hafa haldið áfram að kveða upp refsingar í samræmi við það, þrátt fyrir yfirlýsingar frá stjórn- völdum og hæstarétti landsins um að gæta eigi hófs í slíkum dómum. Í yfirlýsingu hæstaréttar frá í fyrra segir til dæmis að þegar kona strýkur að heiman eigi að taka tillit til ástæðu stroksins, sem oftast er sú að hún hafði verið beitt ofbeldi af hálfu eiginmanns eða fjölskyldu hans. Óttast er að Karzai forseti hafi lítinn áhuga á að fylgja þessu fast eftir, nú þegar hann vonast til að viðræður við talibana skili því að sættir takist við þá. - gb Staða margra kvenna í Afganistan hefur lítið skánað frá tímum talibanastjórnar: Konum refsað fyrir að flýja ofbeldi DÓMSMÁL Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt hálfþrítugan mann í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum, þrettán og fjórtán ára gömlum. Brotin framdi maðurinn þegar hann var leiðbeinandi í ungmennastarfi á vegum Rauða krossins í fyrra og starfsmaður grunnskóla. Maðurinn er fundinn sekur um að hafa brotið gegn annarri stúlkunni með því að leita eftir kynferðislegu samneyti við hana og kyssa hana á munninn og í annað skipti strjúka henni innanklæða og láta hana fróa sér. Hina stúlkuna áreitti hann kynferðislega, kyssti hana, strauk brjóst og kynfæri hennar innanklæða og reyndi að fá hana til að stunda með sér kynmök. Hann átti í miklum og nánum samskiptum í gegnum síma og tölvu við báðar stúlkurnar. Í dómnum segir að samskipti mannsins við stúlkurnar séu mjög óeðlileg í ljósi aldurs- munar og stöðu hans gagnvart þeim. Hann er dæmdur til að greiða fyrrnefndu stúlkunni eina milljón í bætur og þeirri síðarnefndu 800 þúsund krónur. Maðurinn er erlendur og hafði starfað fyrir Rauða krossinn í heimalandi sínu. Þá hafði hann unnið fyrir sér sem trúður hér á Íslandi. - sh Hálfþrítugur starfsmaður Rauða krossins dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot: Braut gegn tveimur unglingsstúlkum Þjást af vanlíðan og þunglyndi Brot mannsins höfðu töluvert sálræn áhrif á stúlkurnar, samkvæmt mati sálfræðings Barnahúss. Önnur þeirra þjáist af vanlíðan á alvarlegu stigi, hún sé þunglynd og glími við sjálfsásökun, skömm og sektarkennd. Hún muni þurfa mikla sálfræðilega aðstoð um óákveðinn tíma og hjá henni megi greina von- leysi og sjálfsvígshugsanir. Hin er sögð glíma að miklu leyti við sömu afleiðingar, finni fyrir streitu, forðist að vera ein og sofi ekki nóg. Þá hafi brotið komið niður á námsárangri hennar. DÓMSMÁL Fjármálaeftirlitið (FME) gerði ítrekað athugasemdir við skýrslur Glitnis um tengda aðila síðasta árið fyrir bankahrun. Slita stjórn bankans telur að lán til Baugs, FL Group og tengdra aðila hafi numið um 85% af eigin- fjárgrunni Glitnis sem er rúmlega þrisvar sinnum meira en lög heim- iluðu. Hún telur einnig að Glitnir hafi átt 21,43% af hlutabréfum í sjálfum sér í árslok 2007. Þetta er meðal þess sem kemur fram í stefnu slitastjórnarinnar á hendur PricewaterhouseCoopers (PWC) á Íslandi og í Bretlandi sem þingfest verður 12. apríl næstkomandi. Samkvæmt henni kom það í ljós „eftir að skilanefnd og síðar slita- stjórn stefnanda tóku til starfa og hófu að skoða stöðu bankans og rekstur hans árin fyrir fall hans […] að stjórnun hans og endur- skoðun hafi í veigamiklum atriðum verið stórlega ábótavant“. Slita- stjórn Glitnis vill að skaðabóta- skylda PWC vegna þess tjóns sem bankinn hlaut af vanrækslu fyrir- tækisins við endurskoðun hans á árunum 2007 til 2008 verði viður- kennd. Í stefnunni, sem er 34 blaðsíður að lengd, eru sérstaklega tilgreind fimm atriði þar sem PWC á að hafa brotið gegn lög- og samnings- bundnum skyldum sínum. Í fyrsta lagi hafi PWC ekki upplýst um að stjórnendur Glitnis hefðu veitt útlán til innbyrðis tengdra aðila langt umfram leyfileg áhættu- hámörk, í öðru lagi leynt útlána- áhættu bankans til aðila sem töldust tengdir, í þriðja lagi veitt stórfelld útlán til fjárvana eignar- haldsfélaga, í fjórða lagi vanrækt afskriftarskyldu sína og í fimmta lagi vanrækt að upplýsa um þá gríð- arlega miklu fjárhagslegu hags- muni sem bankinn var með í eigin bréfum með þeim afleiðingum að eigið fé hans var verulega of hátt skráð. Lögmaður Glitnis vitnar mikið til þess í stefnunni að FME hafi gert athugasemdir við PWC á árunum 2007 og 2008 vegna þess að ekki hafi verið gerð „fullnægjandi grein Glitnir átti fimmtung í sjálfum sér árið 2007 FME gerði ítrekaðar athugasemdir við skýrslur PWC um tengda aðila innan Glitnis. Slitastjórn telur bankann hafa átt rúman fimmtung í sjálfum sér í árs- lok 2007. Tap Glitnis vegna Baugs og FL Group samtals 86 milljarðar króna. Heildaráhætta Glitnis vegna Baugs, FL Group og tengdra aðila er í stefnunni sögð hafa verið 192,3 milljarðar króna í árslok 2007 þegar búið er að taka tillit til hlutabréfaeignar bankans í FL Group og útlána til ótengdra aðila með veði í slíkum hlutabréfum. Þar segir að sú áhætta hafi verið „rúm 85% af eiginfjár- grunni bankans og u.þ.b. 22 milljörðum króna umfram bókfært eigið fé bankans í árslok 2007“. Samkvæmt lögum mátti engin einstök áhættuskuldbinding vera meira en 25% af eiginfjárgrunni banka. Í ársreikningum Glitnis var því haldið fram að engin einstök áhættuskuldbinding væri yfir 20% af þeim grunni. Heildaráhætta 85% af eiginfjárgrunni STEFNA Slitastjórn Glitnis vill að skaðabótaskylda PWC vegna brota á lög- og samningsbundum skyldum fyrirtækisins við endurskoðun bankans á árunum 2007 og 2008 verði viðurkennd. Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson sitja í slitastjórninni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR fyrir viðskiptum venslaðra aðila við bankann. Til þess flokks féllu félög sem Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnaði“. Er þar vísað til Baugs, FL Group og aðila þeim tengdum. Í stefnunni segir einnig að við- varandi útlánaáhætta umfram lög- bundin mörk og nýjar lánveitingar til stærstu eigenda sinna hafi aukið „fjártjónshættu bankans sem síðan varð raunveruleg. Við gjaldþrot Baugs Group í mars 2009 tapaði bankinn u.þ.b. 36 milljörðum króna […] FL Group gerði nauðasamninga við sína lánadrottna til að forða gjaldþroti félagsins og varð bankinn að gefa eftir kröfur sem námu ríf- lega 50 milljörðum króna […] Verður a.m.k. hluti þess fjártjóns m.a. rakið til bótaskyldrar háttsemi stjórnar bankans og stefnda PWC“. Þá segir að Glitnir hafi í raun átt 2,8 milljarða hluta í sjálfum sér í árslok 2007, eða 21,43% af öllu hlutafé hans, þrátt fyrir að reikning- ar bankans hafi sýnt að eigin hlut- ir bankans hafi einungis verið 151 milljón talsins. Láðst hafi að telja með hlutabréf sem voru seld í lok árs 2007 með annað hvort einvörð- ungu veði í bréfunum sjálfum eða í framvirkum samningum með eigin bréfum. Því hafi „vantalin eigin bréf og áhætta bundin við eigin bréf [numið] tugum milljarða króna í árs- lok 2007“. thordur@frettabladid.is Líst þér vel á frumvarp ríkis- stjórnarinnar um breytingar á stjórn fiskveiða? Já 45,1% NEI 54,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Spilar þú í happdrættum? Segðu þína skoðun á Vísi.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.